Filter
 • Meðhöndlun og verkun villibráðar

  Á vef SKOTVÍS er nú að finna pistil um meðhöndlun og verkun gæsa [hér], en Gunnar Páll Jónsson hefur tekið saman lýsingar og fróðlegar leiðbeiningar um þetta málefni.  Gunnar er matvælafræðingur og er þekktur meðal skotveiðimanna fyrir þekkingu sína á meðhöndlun og verkun villibráðar og hefur gefið út efni um málefnið og haldið ýmsa fyrirlestra, m.a. á vettvangi SKOTVÍS.  Það er von SKOTVÍS að þetta framtak hljóti góðar undirtektir meðal skotveiðimanna, því Gunnar mun á næstu mánuðum gera samantekt fyrir aðrar villibráðartegundir og stefnt er að því að hafa kafla um rjúpuna tilbúna áður en langt um líður.

 • Tímaritið Skotvís komið út!

  Skotvís blaðið 2011Tímaritið Skotvís er nú komið í dreifingu og ætti að hafa borist félagsmönnum að vanda, nú fyrstu daga gæsaveiðinnar, er þetta 17. árið sem blaðið kemur út. Sigmar B. Hauksson, fyrrverandi formaður Skotveiðifélags Íslands, ritstýrir blaðinu eins og síðustu ár og er blaðið fullt af fróðleik sem fyrr, þar má nefna m.a.:

  Register to read more...

 • Frétt RÚV um fyrirkomulag rjúpnaveiða 2011

  Í ljósi frétta RÚV í hádegisfréttum 23. ágúst 2011 um að búið sé að taka ákvörðun um fyrirkomilag rjúpnaveiða 2011, vill SKOTVÍS árétta að ekki er búið að ákveða né gefa út neitt um veiðitímabilið fyrir 2011. Eins og staðan er í dag þá er 3 ára áætlunin enn í gildi, þar sem annað hefur ekki verið ákveðið, en árið í ár er síðasta tímabil þessarar áætlunar.

  Ákvörðun verður tekin eftir samráðsfund sem verður haldinn 31.ágúst, sem m.a. SKOTVÍS verður aðili að, en s.l. fjögur ár hefur verið haldinn samráðsfundur NÍ, UST, SKOTVÍS, Fuglaverndar og Reiknifræðistofu Háskólans um ástand rjúpnastofnsins og veiðiþol.

 • Námskeið í mælingu á hagladreifingu og setu byssunnar á hagladrífunni

  Námskeið í mælingu og útreikningum á hagladreifingu veiðiskota verður haldið miðvikudaginn 31. ágúst hjá Skotíþróttafélagi Hafnarfjarðar að Iðavöllum og hefst kl. 17.00.

  Stuðst er við Ingerholmsskífuna þar sem reiknað er:

  • hlutfall hagla sem nýtast
  • hlutfall hagla í kjarnanum.
  • dreifingarhlutfall hagla.

  Námskeiðið hefst með fyrirlestri um aðferðafræði og útreikninga Ingerholmsskífunar en síðan skjóta þátttakendur á eins margar prufuskífur og þeir óska eftir.

  Að því loknu reikna þeir árangur af sérhverju skoti.

  Prufublöð til að skjóta á, mælingaskífa ásamt útreikningar- talningarblöðum eru á staðnum.

  Fyrir þá sem vilja jafnframt skoða hverning byssan passar þeim verður aðstaða til þess á staðnum.

  Verð á námskeiðinu er 5.000 kr. allt innifalið nema skot og byssur!

  Skráning fer fram á heimasíðu Skotíþróttafélags Hafnarfjarðar www.sih.is

 • Söfnun á gæsa- og andavængjum

  Kæru gæsaáhugamenn.

  Nú er gæsaveiðitímabilið að hefjast á morgun og líkt og undanfarin ár þá munum við safna vængjum af gæsum og öndum til aldursgreininga á veiðinni. Út frá gæsa- og andavængjum úr veiðinni má lesa hlutfall unga frá sumrinu og þannig fá hugmynd um hvernig varp og ungaframleiðsla veiðistofnanna hefur tekist. Við leitum því enn á ný til veiðimanna eftir því að fá að skoða vængi af öllum tegundum gæsa og anda. Annað hvort getum við mætt á staðinn þar sem fuglarnir eru, ef því verður við komið, og aldursgreint aflann eða þið getið sent til okkar annan vænginn af þeim fuglum sem þið skjótið. Vinsamlegast hafið samband við Arnór Þ. Sigfússon í síma 4228000 og 8434924 eða ef þið eruð á Austurlandi þá hafið samband við Halldór W. Stefánsson í síma 4712553 og 8465856. Þið getið einnig sent okkur tölvupóst á ats@verkis.is og doco@mi.is

  Ef vængir eru geymdir og sendir þá má ekki geyma þá í plasti lengi því þá úldna þeir fljótt. Best er að leyfa þeim að þorna og setja svo í pappakassa. Ef vængir eru höggnir af þá sendið alltaf vængi sömu megin af öllum fuglunum, t.d. hægri væng. Látið fylgja með nafn, síma, heimilisfang og/eða netfang og hvenær gæsirnar og endurnar voru veiddar og gjarnan á hvaða veiðisvæði skv. veiðidagbók veiðistjórnunarsviðs. Við sendum ykkur svo til baka aldurshlutfall í aflanum ykkar.

  Með ósk um áframhaldandi gott samstarf.

  Bestu kveðjur

  Arnór þ. Sigfússon

 • Fréttabréf SKOTVÍS, ágúst 2011 komið út

  Fréttabréf SKOTVÍS fyrir ágúst 2011 (19. árg 6.tbl) er nú komið út og er félagsmönnum og öðrum áhugasömum aðgengilegt á netinu í gegnum Issuu miðilinn, kíkið því á þessa krækju framvegis til að nálgast fréttabréfin.  Efni blaðsins er að þessu sinni tileinkað upphafi veiðitímabilsins.

  [issuu layout=http%3A%2F%2Fskin.issuu.com%2Fv%2Flight%2Flayout.xml showflipbtn=true autoflip=true autofliptime=6000 documentid=110811144013-4dda14b4741f44c4989cf6f85826466b docname=fr_ttabr_f_skotv_s___g_st_2011__19._rg_6.tbl_ username=Skotvis loadinginfotext=Fr%C3%A9ttabr%C3%A9f%20SKOTV%C3%8DS%2C%20%C3%A1g%C3%BAst%202011 showhtmllink=true tag=hunting width=420 height=297 unit=px]

 • Áttu eftir að greiða félagsgjöldin 2011?

  Nú fyrir skemmstu var send út greiðsluáskorun vegna ógreiddrar félagsgjalda fyrir árið 2011. Það vildi svo óheppilega til í meðferð málsins hjá Byr Sparisjóði að áskorunin fékk á sig þann blæ að ef seðillinn væri ekki greiddur yrði gripið til "kostnaðarsamra innheimtuaðgerða".

  Stjórn SKOTVÍS biðst hér með afsökunar á þessu orðalagi enda er greiðsla félagsgjalda til SKOTVÍS valfrjáls og yrði aldrei gripið til innheimtuaðgerða vegna vangoldinna félagsgjalda, enda enginn heimild til slíkra aðgerða. Mistökin voru gerð að hálfu Byrs Sparisjóðs sem SKOTVÍS er í viðskiptum við og höfum við kvartað undan þessu orðalagi og bent á þessi mistök. Nokkrir félagsmenn hafa haft samband í dag (8. ágúst), og látið vita um þetta og eins og áður segir er hér með beðist afsökunar á þessu orðalagi.

  Við viljum hinsvegar nota tækifærið og minna þá fáu félagsmenn sem enn eiga eftir að greiða árgjaldið að gera það. Félagsgjöldin eru undirstaðan í tekjum SKOTVÍS og þess vegna afar mikilvægt að allir félagar greiði þau tímanlega.

  Bestu kveðjur,
  Elvar Árni Lund, formaður SKOTVÍS

You are here: Home Samstarf Samstarfsverkefni