Filter
 • Fréttatilkynning frá stjórn SKOTVÍS - Aldursatakmark við veiðar

  Vegna fréttar á pressan.is vill fyrrverandi formaður SKOTVÍS, Sigmar B. Hauksson koma eftirfarandi á framfæri:

  Fréttamaður Pressunar hefur rangt eftir fyrrverandi formanni um að það sé rétt að lækka aldursviðmið til að eignast skotvopn.  Fréttamaður hafi ekki gert greinarmun á því að eignast skotvopn, þ.e. að taka skotvopnaleyfi, og því að meðhöndla skotvopn við veiðar, þ.e. skotveiðileyfi, undir leiðsögn og eftirliti fullorðinna.

  Register to read more...

 • Leiðsögumannanámskeið (umsóknir)

  SKOTVÍS heldur áfram að fylgjast með umræðunni um hreindýraveiðar og leiðsögumannakerfið, en afgreiðslu lagafrumvarps vegna hreindýraveiða er lokið í þriðju umræðu og eingöngu á eftir að gefa út lögin samkvæmt vef Alþingis [hér].

  Register to read more...

 • Fyrirspurn til UST - Kostnaður við leiðsögumannanámskeið

  Að undanförnu hefur verið mikil umræða meðal skotveiðimanna vegna nýrrar lagasetningar um hreindýraveiðar, sem fjallað hefur verið um áður á vef SKOTVÍS [hér], og auglýsts námskeiðs fyrir verðandi leiðsögumenn með hreindýraveiðum sem stefnt er að halda dagana 9.-12. júní á austurlandi.  Mikil áhugi reyndist vera á námskeiðinu og bárust um 170 umsóknir, en aðeins var boðið uppá pláss fyrir 30 umsækjendur á fyrsta námskeiðið.  Rétt er að taka fram að í tilkynningu á hreindyr.is er greint frá því að „...haldið verður annað námskeið ef þátttaka verður umfram 30 manns...“.

  Register to read more...

 • Ný lög um hreindýraveiðar, umsögn SKOTVÍS

  Fulltrúar SKOTVÍS komu fyrir umhverfisnefnd Alþingis föstudaginn 13. maí til að fylgja eftir umsögn félagsins [hér] á frumvarpi til laga um breytingar á lögum 64/1994 um vernd, friðun og veiðar á villtum fuglum og villtum spendýrum, öðru nafni "Villidýralögin".  Lagafrumvarpið sem sneri að mestu um skýrari skilgreiningar á kröfum til leiðsögumanna, veiðimanna og landeigenda var samþykkt fyrr í vikunni á Alþingi, sjá málið í heild sinni [hér] og þingumræður [hér].  Í nefndaráliti umhverfisnefndar [hér] er tekið undir margt sem kom fram í viðræðum SKOTVÍS og umhverfisnefndar til viðbótar við umsögnina sjálfa.

  Register to read more...

 • Kynning á hreindýraveiðum 31. maí

  Ertu að fara austur að veiða hreindýr?  Ef svo er, hvernig væri þá að skella sér í Veiðisel (Eirhöfði 11) þriðjudaginn 31. maí kl. 20:00 og fræðast svolítið um hreindýraveiðar í góðum félagsskap annarra veiðimanna. Einar Haraldsson hreindýraleiðsögumaður, mun vera með erindi um hreindýraveiðar, fjalla um helstu atriði sem þarf að hafa í huga, muninn á veiðisvæðum og sýna myndir.

  Register to read more...

 • Rjúpnatalning SKOTVÍS á Þingvöllum 18. maí

  Á undanförnum árum hefur SKOTVÍS tekið þátt í árlegri rjúpnatalningu í þjóðgarðinum á Þingvöllum undir handleiðslu Arnórs Þ. Sigfússonar.  Allir félagar eru velkomnir og endilega að taka börnin með. Við hittumst við þjónustumiðstöðina kl. 20:00 og teljum svo til 22:00 í talningareitnum okkar við Hrafnagjá.

  Óþarfi er að skrá sig, en þeir sem vilja taka þátt og óska eftir frekari upplýsingum eru beðnir að hafa samband við Davíð Ingason (david@skotvis.is).

 • Fundur framkvæmdaráðs 17. maí

  Maífundur framkvæmdaráðs verður haldinn í Veiðiselinu Eirhöfða 11 [sjá kort hér], þriðjudag 17. maí kl. 20:00.  Á fundinum verður farið yfir stöðu þeirra mála sem eru nú þegar í gangi og næstu skref ákveðin. Einnig verða ný verkefni sett af stað eins og efni standa til.

  Fundurinn er opinn öllum þeim sem hafa áhuga á að koma að starfi SKOTVÍS með beinum hætti og eru SKOTVÍS félagar hvattir til að mæta og taka þátt í uppbyggingu skotveiðihreyfingarinnar á Íslandi.

 • Hleðslunámskeið á Sauðárkróki 21. maí

  SKOTVÍS og Ósmann í samstarfi við Hlað verða með hleðslunámskeið í Fjölbrautarskólanum á Sauðárkróki (málmiðnaðardeild) laugardaginn 21. maí n.k.. Fyrra námskeiðið hefst kl. 11 og lýkur kl. 13 og seinna námskeiðið hefst kl. 14 og lýkur kl. 16. Námskeiðið er að sjálfsögðu frítt fyrir félagsmenn í SKOTVÍS og Ósmann.  Fjöldi þátttakenda miðast við 8 manns á hvoru námskeiði.

  Register to read more...

 • Rjúpnatalning SKOTVÍS og NÍ 14. og 15. maí

  Á undanförnum árum hefur SKOTVÍS tekið þátt í árlegri rjúpnatalningu í samstarfi við Náttúrufræðistofnun Íslands í Miðfirði í Húnavatnssýslu á vorin.   Talningin mun fara fram um næstu helgi eða 14. og 15. maí, en lagt verður af stað á hádegi laugardagsins og komið heim síðdegis á sunnudag.

  Register to read more...

 • Fréttabréf SKOTVÍS maí 2011

  3. tölublað 19. árgangs Fréttabréfs SKOTVÍS hefur nú litið dagsins ljós í nýjum búningi, en fréttabréfið mun framvegis verða aðgengilegt á netinu í gegnum Issuu miðilinn, kíkið því á þessa krækju framvegis til að nálgast fréttabréfin.  Mánaðarlegt fréttabréf SKOTVÍS mun framvegis koma út á því rafræna formi sem þetta tölublað er gert í.

  Register to read more...

 • Skotveiðimenn fjármagna rannsóknir að upphæð 27,5 milljónir 2011

  Umhverfisráðuneytið tilkynnti í vikunni ákvörðun ráðherra um úthlutun úr Veiðikortasjóði í 17. sinn, en alls bárust 12 umsóknir frá 9 aðilum og var úthlutað 27,5 milljónum úr sjóðnum í ár, sjá frétt frá ráðuneytinu.  Eins og veiðimenn vita, þá rennur hluti veiðikortagjalds til Veiðikortasjóðs, en samkvæmt upplýsingum frá Umhverfisstofnum má geta nærri að af 3.500,- króna veiðikortagjaldi, nýtist um 2.500,- krónur til ýmissa rannsóknaverkefna í gegnum sjóðin og fara því 1.000,- krónur í rekstur á útgáfu veiðikorta.

  Register to read more...

 • Kynningarfundur um bogveiði 10. maí

  Þriðjudaginn 10. maí kl 20.00 mun Indriði R. Grétarsson formaður Bogaveiðifélags Íslands kynna bogveiði í Veiðiseli félagsheimili SKOTVÍS að Eirhöfða 11. Indriði mun fara yfir helstu lög og reglur, aðferðir við veiðar og hefðir í öðrum löndum ásamt því að sýna boga og örvar. Létt spjall og kaffiveitingar í boði.

  Kv. Stjórn SKOTVÍS og Bogveiðifélags Íslands

 • Skotfélagið Ósmann 20 ára

  Skotfélagið Ósmann á Sauðárkróki verður 20 ára sunnudaginn 8. maí n.k..  Í tilefni af afmælinu mun félagið standa fyrir byssusýningu í Húsi Frítímans á Sauðárkróki. Sýningin verður laugardaginn 7. maí nk og standa frá kl: 11:00 - 17:00.  Þar munu verða til sýnis hluti af þeim vopnum sem eru í eigu félagsmanna og ýmislegt sem þeim tengist. Einnig verður sögu félagsins gerð einhver skil í máli og myndum.  Félagar verða á staðnum, kynna starfið og svara fyrirspurnum og boðið verður upp á kaffi og meðlæti, allir velkomnir og aðgangur ókeypis.

  Register to read more...

 • Vopnaþing 8. maí - Veiðar með hundum

  Sunnudaginn 8.mai kl 13:00 býður Skotreyn, í samvinnu við félaga úr Hundarrætarfélagi Íslands, félögum sínum á fræðslufund um veiðihunda og veiðar með þeim. Fundurinn verður haldinn í félagsheimili Skotreynar í Álfsnesi. Félagar úr veiðihundadeildum Hundaræktarfélags Íslands fjalla um helstu tegundir veiðihunda og svara spurningum gesta. Einnig verða mismunandi hundar sýndir við vinnu sína. Opnar umræður, fyrirspurnir, veiðisögur, kaffi og með því!

  Friðrik Rúnar Garðarsson, formaður Skotreynar

You are here: Home Samstarf Samstarfsverkefni