Filter
 • Ályktun frá stjórn SKOTVÍS - Vatnajökulsþjóðgarð og skortur á samráði við veiðimenn

  Umhverfisráðherra, Svandís Svavarsdóttir, gerði fyrr í dag grein fyrir ákvörðun sinni um að samþykkja verndar og stjórnunaráætlun stjórnar Vatnajökulsþjóðgarðs án breytinga.  Stjórn Skotvís bendir á að áætlunin er gjörningur sem er gerður án aðkomu landssamtaka skotveiðimanna (SKOTVÍS) sem hefur ekki á neinu stigi málsins verið boðin aðkoma að undirbúningsferlinu eins og skýrt er kveðið á í lögum um þjóðgarðinn.  Auk þess að farið er á svig við stjórnsýslulög, t.d. með takmörkunum sem ganga gegn meðalhófsreglu stjórnsýslulaga.  Stjórn Skotvís harmar að fyrirheit um samráð hafa verið svikin og spyr hvort þetta sé forsmekkurinn að því sem koma skal þegar fjalla á um mál sem snúa að náttúruvernd.

  Register to read more...

 • Ný stjórn Skotvís!

  Á aðalfundi Skotvís þriðjudaginn 22. febrúar voru kjörnir nýir stjórnarmeðlimir, þ.á m. nýr formaður og varaformaður, en fundinn sóttu um fjörtíu félagsmenn.  Sigmar B. Hauksson gaf ekki kost á sér til áframhaldandi starfa sem formaður eftir 15 ár í því hlutverki, en í lokaræðu sinni fór hann yfir farinn veg og gerði skil þeim markverða árangri sem Skotvís hefur náð í yfir þrjátíu ára sögu félagsins.  Ársreikningar félagsins voru samþykktir samhljóma og engar lagabreytingartillögur bárust fundinum.

  Elvar Árni Lund var einn í framboði til formanns og Kristján Sturlaugsson var einnig einn í framboði til varaformanns og voru þeir því sjálfkjörnir til eins árs.  Einnig voru Arne Sólmundsson og Þorsteinn Sæmundson í framboði til stjórnar, en þeir voru sjálfkjörnir til tveggja ára þar sem engin önnur framboð bárust.

  Register to read more...

 • Framboð til stjórnar Skotvís 2012

  Aðalfundur Skotvís 2012 verður haldinn í húsi Verkfræðingafélagsins að Engjateigi 9 í Reykjavík, þriðjudaginn 31. janúar 2012, kl. 20:00.  Allir félagsmenn Skotvís eru kjörgengir og gefst félagsmönnum kostur á því að bjóða sig fram á aðalfundi félagsins.  Framboðsfrestur er fram að kosningu stjórnar á aðalfundi félagsins ár hvert.  Úr sjö manna stjórn núverandi stjórnar, eru þrír sem gefa kost á sér til áframhaldandi starfa fyrir félagið, en ný framboð hafa einnig borist. 

  Meðfylgjandi er stutt kynning á þeim frambjóðendum sem hafa gefið kost á sér til stjórnarsetu fyrir starfsárið 2012.

  Register to read more...

 • Ný stjórn Skotvís 2012

  Á aðalfundi Skotvís þriðjudaginn 31. janúar var kosin ný stjórn félagsins, en fundinn sóttu um þrjátíu félagsmenn.  Elvar Árni Lund gaf áfram kost á sér sem formaður, en hann var einn í framboði og því sjálfkjörinn til eins árs.  Aðrir sem voru í framboði til stjórnar voru einnig sjálfkjörnir þar sem engin mótframboð bárust.  Arne Sólmundsson var kjörinn varaformaður til eins árs, Eggert Ólason, Indriði Grétarsson, Kristján Sturlaugsson, Sigríður Ingvarsdóttir og Þórður Aðalsteinsson hlutu kosningu sem meðstjórnendur til tveggja ára.

  Register to read more...

 • Aðalfundur 2011 - Skýrsla formanns

  Ræða Sigmars B. Haukssonar formanns Skotveiðifélags Íslands á aðalfundi félagsins 22. febrúar 2011 í Gerðubergi 

  Ágætu félagsmenn, vinir og samstarfsmenn.
  SigmarB.jpg
  Að þessu sinni ávarpa ég ykkur í síðasta sinn sem formaður okkar ágæta félags. Á aðalfundi félagsins í fyrra lýsti ég því yfir að ég myndi ekki gefa kost á mér til formennsku í SKOTVÍS á aðalfundi 2011. Ég vil nota tækifærið hér og þakka þeim mörgu félagsmönnum sem hafa haft samband við mig á liðnum vikum og hvatt mig til að gefa kost á mér áfram sem formaður eða í stjórn félagsins. Við ykkur vil ég segja það að undanfarin fjögur ár höfum við haft valið lið fólks í stjórn SKOTVÍS. Mér er nær að halda að hver einasti stjórnarmaður gæti sinnt starfinu sem formaður SKOTVÍS með miklum ágætum.

  Register to read more...

 • Málþing um stjórnun veiða í þjóðgörðum

  fredrik-widemo.jpgSkotveiðifélag Íslands stóð fyrir málþingi laugardaginn 5. febrúar í Þjóðmenningarhúsinu undir heitinu Þjóðgarðar, nýting og notkun. Fyrirlesarinn, Fredrik Widemo sem er doktor í dýravistfræðum fjallaði m.a. um stofnun, notkun og nýtingu þjóðgarða og hvernig samskiptum hagsmunaaðila og stjórnvalda væri háttað í slíkum málum.

  Register to read more...

 • Félagsfréttir Skotvís febrúar 2011

  FYLGIST MEÐ

  Nú er verið að vinna frumvarp til laga um endurskoðun náttúruverndarlaga og laga um vernd friðun og veiðar á villtum fuglum og villtum spendýrum. Þá liggja á borði ráðherra tillögur að lögum um Vatnajökulsþjóðgarð. Öll þessi lög skipta verulegu máli fyrir okkur veiðimenn. Nú þegar eru vísbendingar um að lagt verði til að veiðitími verði styttur i einhverjum mæli og að hefta ferðafrelsi á miðhálendinu.

  Við viljum vekja athygli á grein sem umhverfisráðherra, Svandís Svavarsdóttir, skrifaði í Fréttablaðið, laugardaginn 15. janúar síðastliðinn þar sem hún fjallar meðal annars um endurskoðun náttúruverndarlaganna. "Til að tryggja að sem flest sjónarmið komi fram við tillögurnar var ákveðið að birta drög að frumvarpinu á heimasíðu umhverfisráðuneytisins og kalla eftir athugasemdum".

  Register to read more...

You are here: Home Samstarf Samstarfsverkefni