Filter
 • Jólakveðja

  skotviskort_felagsmenn
 • Veiðikortasjóður hefur úthlutað 230 milljónum síðan 1995

  Nýverið auglýsti Umhverfisráðuneytið eftir umsóknum um rannsóknarstyrki úr Veiðikortasjóði [sjá auglýsingu hér], en umsóknum á að skila fyrir 20. desember n.k. og úthlutun úr sjóðnum fer fram eigi síðar en 15. febrúar 2012.  Þann 29. nóvember 2010 var gerð sú breyting á umsagnarferlinu að skipuð var sérstök ráðgjafanefnd um úthlutun úr Veiðikortasjóði en SKOTVÍS hefur þar einn fulltrúa (Margrét Pétursdóttir) af fimm (5), sem munu starfa eftir ákveðnum verklagsreglum.  Þessi breyting gerir það að verkum að skotveiðimenn á Íslandi hafa nú meira um það að segja hvernig fjármunum Veiðikortasjóðs er varið.

  SKOTVÍS mun leggja ofuráherslu á að verklag við undirbúning, auglýsingu og umsagnir sé markvisst og miðist við að ná skilgreindum markmiðum með skýrri forgangsröðun.  Leiðin til þess er að hafa yfirsýn yfir hvað hefur áunnist síðan 1995, þegar sjóðnum var hleypt af stokkunum og velta upp áleitnum rannsóknarspurningum sem nauðsynlegt er að fá svör við til að auka þekkingu okkar á lögmálum íslenskrar náttúru og styðja þannig við veiðistjórnunarkerfið með upplýstri ákvörðunartöku.

  SKOTVÍS hvetur því konur og karla innan vísindasamfélagsins til að senda inn umsókn sem leitast við að svara slíkum spurningum.  Meðfylgjandi er tafla yfir þá styrki sem veittir hafa verið síðan 1995, en á þessum árum hefur verið úthlutað tæplega 230 milljónum (á verðlagi hvers árs) til 87 verkefna og útlit er fyrir að hægt verði að úthluta 25-30 milljónum á næsta ári til metnaðarfullra verkefna.

  Taflan hér að neðan er m.a. unnin á grundvelli fyrirspurna á Alþingi, frétta [2010, 2011] og formlegra fyrispurna.  Eins og sjá má, þá vantar upplýsingar um nokkur heiti verkefna, en SKOTVÍS mun vinna áfram í því að afla frekari gagna um niðurstöður þessarra verkefna og birta á vef SKOTVÍS.  Þeir sem kynnu að hafa vitneskju um hvar þessar upplýsingar eru aðgengilegar á vefnum, eru vinsamlegast beðnir að hafa samband í gegnum netfangið ritstjorn@skotvis.is.

  Register to read more...

 • Veiðikortasjóður - Umhverfisráðuneytið auglýsir eftir umsóknum

  Umhverfisráðuneytið hefur auglýst eftir umsóknum um styrki til rannsókna á stofnum villtra dýra sem heimilt er að veiða, skv. lögum um vernd, friðun og veiðar á villtum fuglum og villtum spendýrum. Skriflegar umsóknir skulu berast ráðuneytinu, Skuggasundi 1, 150 Reykjavík, merktar Veiðikortasjóður, fyrir 20.desember 2011.  Sjá frétt á vef umhverfisráðuneytisins.

You are here: Home Samstarf Samstarfsverkefni