Filter
  • Jólakveðja frá stjórn SKOTVÍS

    jolakort2

  • Byssusýning Veiðisafnsins

    2012 Byssusýning 002 emailÁrleg byssusýning Veiðisafnsins á Stokkseyri í samvinnu við verslunina Vesturröst verður haldinn laugardaginn 3. og sunnudaginn 4. mars 2012 frá kl. 11–18 í húsakynnum Veiðisafnsins, Eyrarbraut 49 Stokkseyri.

    Verður þar fjölbreytt úrval skotvopna til sýnis svo sem haglabyssur, rifflar, skammbyssur, herrifflar ásamt ýmsu frá landskunnum söfnurum m.a ein af haglabyssum Jóns Þorsteinssonar frá Ólafsfirði og Drífur Jóns Björnssonar frá Dalvik.

    Einnig verða til sýnis byssur frá Veiðisafninu sem ekki tilheyra grunnsýningu safnsins og skotvopn úr einkasöfnum m.a. annars frá Sverri Scheving Thorsteinssyni, Sigurði Ásgeirssyni, Einari frá Þverá og fjölmörgum öðrum aðilum að ógleymdum Drífu-haglabyssunum frá Jóni Björnssyni heitnum frá Dalvík.

    Allt áhugafólk um skotvopn og veiðar er velkomið, aðgangseyrir er kr.1250 fl. og 650 kr. börn 6-12 ára.

    Nánari upplýsingar á http://www.veidisafnid.is og http://www.vesturrost.is

  • Jólakveðja

    skotviskort_felagsmenn
  • Veiðikortasjóður hefur úthlutað 230 milljónum síðan 1995

    Nýverið auglýsti Umhverfisráðuneytið eftir umsóknum um rannsóknarstyrki úr Veiðikortasjóði [sjá auglýsingu hér], en umsóknum á að skila fyrir 20. desember n.k. og úthlutun úr sjóðnum fer fram eigi síðar en 15. febrúar 2012.  Þann 29. nóvember 2010 var gerð sú breyting á umsagnarferlinu að skipuð var sérstök ráðgjafanefnd um úthlutun úr Veiðikortasjóði en SKOTVÍS hefur þar einn fulltrúa (Margrét Pétursdóttir) af fimm (5), sem munu starfa eftir ákveðnum verklagsreglum.  Þessi breyting gerir það að verkum að skotveiðimenn á Íslandi hafa nú meira um það að segja hvernig fjármunum Veiðikortasjóðs er varið.

    SKOTVÍS mun leggja ofuráherslu á að verklag við undirbúning, auglýsingu og umsagnir sé markvisst og miðist við að ná skilgreindum markmiðum með skýrri forgangsröðun.  Leiðin til þess er að hafa yfirsýn yfir hvað hefur áunnist síðan 1995, þegar sjóðnum var hleypt af stokkunum og velta upp áleitnum rannsóknarspurningum sem nauðsynlegt er að fá svör við til að auka þekkingu okkar á lögmálum íslenskrar náttúru og styðja þannig við veiðistjórnunarkerfið með upplýstri ákvörðunartöku.

    SKOTVÍS hvetur því konur og karla innan vísindasamfélagsins til að senda inn umsókn sem leitast við að svara slíkum spurningum.  Meðfylgjandi er tafla yfir þá styrki sem veittir hafa verið síðan 1995, en á þessum árum hefur verið úthlutað tæplega 230 milljónum (á verðlagi hvers árs) til 87 verkefna og útlit er fyrir að hægt verði að úthluta 25-30 milljónum á næsta ári til metnaðarfullra verkefna.

    Taflan hér að neðan er m.a. unnin á grundvelli fyrirspurna á Alþingi, frétta [2010, 2011] og formlegra fyrispurna.  Eins og sjá má, þá vantar upplýsingar um nokkur heiti verkefna, en SKOTVÍS mun vinna áfram í því að afla frekari gagna um niðurstöður þessarra verkefna og birta á vef SKOTVÍS.  Þeir sem kynnu að hafa vitneskju um hvar þessar upplýsingar eru aðgengilegar á vefnum, eru vinsamlegast beðnir að hafa samband í gegnum netfangið ritstjorn@skotvis.is.

    Register to read more...

  • Veiðikortasjóður - Umhverfisráðuneytið auglýsir eftir umsóknum

    Umhverfisráðuneytið hefur auglýst eftir umsóknum um styrki til rannsókna á stofnum villtra dýra sem heimilt er að veiða, skv. lögum um vernd, friðun og veiðar á villtum fuglum og villtum spendýrum. Skriflegar umsóknir skulu berast ráðuneytinu, Skuggasundi 1, 150 Reykjavík, merktar Veiðikortasjóður, fyrir 20.desember 2011.  Sjá frétt á vef umhverfisráðuneytisins.

  • Utanvegaakstur á Fjallabaksleið syðri

    Ferðaklúbburinn 4x4, Útivist og Skotvís fordæma harðlega umhverfisspjöll af völdum ólöglegs aksturs utanvega sem fréttir hafa borist af í dag og í gær á samskiptavefnum Facebook [sjá myndir hér].

    Hópur frá Útivist á leið í Dalakofann að Fjallabaki sá á leið sinni um Fjallabaksleið syðri verulega ljót umhverfisspjöll eftir utanvegakstur.  Þær skemmdir sem þarna hafa verið unnar eru víða óbætanlegar.  Athæfið ber með sér algjört virðingarleysi við náttúru svæðisins og tillitsleysi við aðra ferðamenn sem vilja njóta þess að ferðast um okkar fallega land. Háttarlag sem þetta er algerlega ólíðandi og til skammarfyrir þá sem þarna hafa verið á ferð.

    Register to read more...

  • Aðalfundur SKOTVÍS og Lagabreytingar

    Nú fer senn að líða að aðalfundi SKOTVÍS sem þarf skv. lögum félagsins að haldast fyrir 1. mars ár hvert og stefnir stjórn SKOTVÍS á að halda aðalfund fyrr en venjulega, líklega í janúar.  Einn af dagskrárliðum aðalfundar eru lagabreytingar og skv. 14. grein þurfa allar tillögur um lagabreytingar að berast stjórn fyrir 1. desember (sjá neðar), sem verða síðan kynntar í fundarboði fyrir aðalfund. 

    Register to read more...

  • Eru umhverfisyfirvöld að gera illt verra! (Aðsend grein)

    Merktar tilvitnanir í greininni eru úr þriggja eininga rannsóknarverkefni Hálfdáns H. Helgasonar B.S. nema árið 2008, “Fæða refa á hálendi Íslands.” 

    Inngrip umhverfisyfirvalda í rjúpnaveiðar eru orðin árlegur viðburður hér á landi. Það leiðir hugann að því hvort tiltekin markmið frá árinu áður hafi ekki náðst. Öll inngrip í náttúruna hljóta að hafa afleiðingar og má því ætla að fagfólk, sem mótar stefnuna í þessum efnum, geri áhættumat þar sem áhætta og afleiðingar eru kortlagðar og rýndar áður en gripið er til aðgerða. Árlegar síðbúnar aðgerðir yfirvalda gefa tilefni til að ætla að árangur inngripsins hafi ekki verið ásættanlegur eða að ráðist hafi verið í slíkar aðgerðir án þess að áhættumat lægi fyrir. Ef slíkt mat hefur verið gert og markmið skilgreind hverju sinni, sem gripið var til aðgerða, væri fróðlegt að fá að vita hvort búið er að rýna og skilgreina í hverju vanmatið, sem leiddi til þess að grípa þarf til enn afdrifaríkari aðgerða á hverju ári, var fólgið.

    Register to read more...

  • Frelsi á fjöllum - Fræðslumynd um náttúru og nýtingu

    Ísland er dreifbýlasta land Evrópu og raunar eitt dreifbýlasta land heims. Íslendingar hafa því meiri og betri aðgang að ósnertri og villtri náttúru en nokkur önnur þjóð í Evrópu. Það hlýtur því að vera umhugsunarvert fyrir Íslendinga að hér er almannaréttur nokkuð þrengri en í nágrannalöndum okkar. Þá er það áhyggjuefni að á undanförnu hefur dregið úr samráði stjórnvalda við samtök útivistarfólks um notkun og nýtingu víðerna landsins. Þetta kom berlega í ljós við stofnun Vatnajökulsþjóðgarðs, stærsta þjóðgarðs Evrópu. Þá verður ekki annað séð en að stjórnvöld mismuni hópum útivistarfólks, það útivistarfólk sem ,, nýtir eða notar" náttúruna, í því sambandi mætti nefna jeppafólk og veiðimenn á undir högg að sækja. Jeppa slóðar á hálendinu hafa verið lokaðir og áform eru uppi um að loka en fleiri slóðum. Í vissum tilvikum er ekkert sem mælir á móti því að akstursleiðum á hálendinu sé lokað, en fyrir því verða að liggja gildar ástæður. Ákvarðanir um lokun slóða virðast því miður oft vera handahófskendar og oft vanhugsaðar þar sem ekki verður séð að nein ástæða liggi fyrir því að leggja akstursleiðina af. Oft er talað um utanvegaakstur í þessu sambandi, en vert er að geta þessa að ýmsir virðast meiga aka utan vega eða alla vega gera það með þögulu samþykki stjórnvalda. Í þessu sambandi mætti nefna bændur, vísindamenn, verktaka og hjálparsveitir. Á meðan stjórnvöld taka ekki á þessu vandamáli er úti í hött að loka slóðum á hálendi Íslands án samstarfs við samtök útivistarfólks.

    Á Íslandi eru fáar tegundir veiðidýra, stofnar flestra tegunda veiðidýra eru sterkir hér á landi. Meðal þeirra veiðidýra sem eiga undir högg að sækja er rjúpan. Rjúpnaveiðar hafa því verið verulega takmarkaðar á meðan stofninn er í lágmarki og hafa veiðimenn og samtök þeirra átt hvað mestan þátt í að takmarka veiðarnar. Meðal þeirra stofnar veiðidýra sem eru sterkir eru gæsir, heiðagæsastofninn virðist vera í sögulegu hámarki. Það er því vægast sagt undarlegt að stjórnvöld gera mönnum stöðugt erfiðara fyrir að stunda heiðagæsaveiðar. Það er aðalega gert með því að friða stór svæði á hálendinu þar heiðagæsin heldur sig. Tilgangur þessara friðana er yfirleitt að vermda jarðvegsmyndir og minjar eða víðerni svo ekki verði virkjað á svæðinu. Að banna skotveiðar á þessum svæðum er því út í hött.

    Ferðaklúbburinn 4 x 4 og Skotveiðifélag Íslands hafa látið gera fræðslumynd þar sem sjónarmið félagana og þess útivistarfólks sem notar og nýtir náttúruna eru skýrð. Þá er í myndinni bent á ýmsar leiðir til úrbóta í þessum efnum, hvernig bæta megi samvinnu útivistarfólks og stjórnvalda og hvernig á bestan hátt og í sem mestri sátt megi tryggja góða umgengni og nýtingu náttúru landsins. Félögin skora á útivistarfólk að skoða myndina og taka þátt í baráttu félagana gegn vanhugsuðum ákvörðunum stjórnvalda sem takmarka aðgengi þjóðarinnar að hálendi Íslands.

    Hægt er að sjá myndina (rúmar 22 mín) með því að virkja þessa krækju.

    Með bestu kveðju, Sigmar B. Hauksson

  • Ákvörðunin um fyrirkomulag rjúpnaveiða 2011

    Eins og fram kom í máli umhverfisráðherra í Fréttablaðinu miðvikudaginn 2. nóvember, þá kom skipun frá ráðuneytinu um að útfæra 9 daga fyrirkomulag á rjúpnaveiðum, sem er í takti við eina af tillögum Náttúrfræðistofnunar Íslands (NÍ).  Athygli vekur að í máli ráðherra þá hljóðuðu tillögur UST uppá óbreytt fyrirkomulag (18 daga) og því virðist sem álit NÍ vegi þyngra en UST, þrátt fyrir að veiðistjórnunarsvið UST hafi lögum samkvæmt það meginhlutverk að gera tillögur til ráðherra um fyrirkomulag veiða (að höfðu samráði við NÍ).  Megin hlutverk NÍ er að meta ástand stofna, m.a. stofnstærð og veiðiþol og birta niðurstöður sem byggjast á vöktun og rannsóknum í þessu ferli, þó svo stofnunin geti haft skoðun á fyrirkomulagi veiða. 

    Register to read more...

  • Fyrirspurnir til SKOTVÍS

    Undanfarnar vikur hefur verið mikið um fyrirspurnir og ábendingar til SKOTVÍS er varða hin ýmsu mál sem snerta veiðimenn.  Mörg þessara erinda þarfnast yfirlegu og mun SKOTVÍS reyna að svara sem flestum fyrirspurnum sem koma bæði frá félagsmönnum og veiðimönnum sem standa utan félagsins.  Vegna þess hversu þetta getur orðið tímafrek vinna, þá hefur stjórn SKOTVÍS ákveðið að setja fyrirspurnir frá félagsmönnum í forgang og vonast til að þeir sem standi utan félagsins sýni þessu sjónarmiði skilning.

  • Fimmta tölublað Veiðislóðar

    Fimmta tölublað vef-tímaritsins Veiðislóð, www.veidislod.is er komið út. Eitt blað eftir af tilraun þeirra félaga á www.votnogveidi.is og verður fróðlegt að sjá hvað framtíðin ber í skauti sér með framhald á þessu tímariti.

    Veiðislóð að þessu sinni er fjölbreytt að efni eins og fyrri blöð, en meira kveður af skotveiði en í fyrri blöðum, sem vonlegt er þar sem stangaveiðitíminn er á enda og tími skotveiðimanna í algleymingi. Mikið er þó af stangaveiðiefni. Meðal efnis er viðtal við formann SKOTVÍS um ESB vá skotveiðimanna og enn fremur viðtal við hressar veiðikonur á Valdastöðum í Kjós þars em allt sem hreyfist snýst um laxveiðar. Margt annað efni mætti nefna, en lesendur best hvattir til að skoða sjálfir
    á www.veidislod.is

  • Stóra bókin um Villibráð - Tilboð til félagsmanna SKOTVÍS

    villibradabokin

    Villt, ferskt og lífrænt!

     Út er komin Stóra bókin um villibráð hjá bókaútgáfunni Sölku, eftir Úlfar Finnbjörnsson matreiðslumann. Bókin er alfræðirit fyrir veiðimenn og allt áhugafólk um nýtingu villibráðar, full af fróðleik og ómótstæðilegum sælkerauppskriftum.

    Nú býðst þessi einstaka bók á tilboðsverði fyrir félaga í Skotvís - á 6.900 kr. en fullt verð er 9.900. Félagsmenn geta nálgast bókina á þessu kjaraverði í húsnæði Sölku, Skipholti 50 c gegn framvísun gilds félagsskírteinis - Félagsmenn utan höfuðborgarsvæðisins sem hafa áhuga á að eignast bókina eru vinsamlegast beðnir að senda upplýsingar um nafn, kennitölu og heimilisfang á skotvis@skotvis.is og félagið mun hafa milligöngu um að koma bókinni til síns heima án aukakostnaðar.

    Úlfar Finnbjörnsson er ástríðufullur veiðimaður sem hefur brennandi áhuga á að nýta bráðina sem best. Úlfar hefur stundum verið nefndur villti kokkurinn, enda fer hann víða og stundar fjölbreytta veiðimennsku auk þess að vera matreiðslumeistari á heimsmælikvarða. Hann er þó sannkölluð fyrirmynd annarra veiðimanna og umgengst náttúruna af sannri virðingu. 

    Hér töfrar Úlfar fram ljúffenga veislurétti úr kjöti og innmat hreindýra, sjávarspendýra og fleiri fuglategunda sem veiða má á Íslandi. Hann fjallar um hvaðeina sem viðkemur frágangi á bráðinni allt frá því hún er felld; hvernig á að reyta, svíða, hamfletta, úrbeina, búa til kæfur, pylsur, súpur, soð og sósur auk þess að steikja og grilla bestu bitana.

    Glæsilegar ljósmyndir eftir Karl Petersson prýða bókina, bæði af réttunum ásamt skýringarmyndum af helstu verkunaraðferðum. Teikningar eru eftir Jón Baldur Hlíðberg. Dominique Plédel Jónsson skrifar kafla um vín með villibráð.

    Allir veiðimenn þekkja töfra veiðanna, Þegar maður og náttúra verða eitt og allir veiðimenn vita að bráðin er einhver sá besti og hollasti matur sem völ er á. Spurningin er hins vegar sú hvernig best sé að nýta bráðina og matreiða. Ef einhver getur svarað þeirri spurningu svo vel sé er það matreiðslumaðurinn og veiðimaðurinn Úlfar Finnbjörnsson.

    Sigmar B. Hauksson
    Fyrrverandi formaður Skotveiðifélags Íslands

  • Þingvallasvæðið og rjúpnaveiðar

    Samkvæmt 11.grein reglugerðar nr. 848/2005 um þjóðgarðinn á Þingvöllum er öll skotveiði bönnuð innan marka þjóðgarðsins.  Meðfylgjandi eru upplýsingar um mörk þjóðgarðsins og hnit [hér].
  • Fréttatilkynning frá stjórn SKOTVÍS - Fyrirkomulag Rjúpnaveiða 2011 í Húnaþingi vestra

    SKOTVÍS furðar sig á þeirri ákvörðun sveitarstjórnar Húnaþings vestra að ætla enn eitt árið að selja rjúpnaveiðileyfi inn á afrétti innan sýslumarka Norðvesturlands á komandi rjúpnaveiðitímabili sem alls er óvíst að teljist til eignarlands. En auglýsing þess efnis birtist þann 21. október á heimsíðu sveitarfélagsins huni.is.

    Með vísan í 8.gr laga um verndun, friðun og veiðar á villtum fuglum og villtum spendýrum (nr. 64/1994) segir:

    Öllum íslenskum ríkisborgurum, svo og erlendum ríkisborgurum með lögheimili hér á landi, eru dýraveiðar heimilar í almenningum, á afréttum utan landareigna lögbýla, enda geti enginn sannað eignarrétt sinn til þeirra.

    Í siðareglum SKOTVÍS er skýrt tekið fram að skotveiðimenn skuli virða rétt landeigenda og standa vörð um eigin rétt. SKOTVÍS fór því fram á það fyrir hönd íslenskra veiðimanna í lok árs 2010 að sveitarfélagið afhenti gögn um eignarhald sitt á viðkomandi svæðum, m.a. afréttum Víðidals-tunguheiði, Arnarvatnsheiði og Tvídægru. Þetta var gert í þeim tilgangi að tryggja að veiðimenn héldu sig réttum megin við lögin. Sveitarfélagið hefur gefið svör um að þau ætli sér ekki að verða við þessarri beiðni þrátt fyrir að skýrt sé um það kveðið í upplýsingalögum að það sé skylda sveitarfélagsins að afhenda slík gögn sé farið fram á þau.

    Það er því túlkun SKOTVÍS að meðan enginn geti sannað eignarrétt sinn á umræddu svæði, þá geta allir sem eiga lögheimili hér á landi og eru handhafar veiðikorts veitt á umræddum landsvæðum án gjaldtöku sveitarfélagsins Húnaþings vestra.

    Viðbrögð sveitarfélagsins við kurteisislegri beiðni SKOTVÍS er því ekki hægt að túlka á annan veg en að um grófa aðför sé að ræða að rétti almennings til veiða og það ber að fordæma. Því hvetur SKOTVÍS alla þá sem veiða á umræddum svæðum og lenda í útisöðum við meinta landeigendur að kalla sýslumann á vettvang.

    Greinargerð SKOTVÍS:

    Register to read more...

  • Andlát: Páll Hersteinsson

    Páll Hersteinsson prófessor er látinn aðeins 60 ára gamall. Skotveiðifélag Íslands hefur átt margháttuð samskipti við Pál í gegnum árin, ekki síst á meðan hann gengdi stöðu veiðistjóra á árunum 1985 til 1995. Síðar varð Páll prófessor við Háskóla Íslands. Kunnastur er Páll fyrir rannsóknir sínar á refum og lífsháttum þeirra. Páll var vandaður og víðsýnn vísindamaður, þrátt fyrir að veiðimenn hafi ekki alltaf verið sammála Páli var hann ávalt tilbúin á að hlusta á rök þeirra . Síðastliðinn vetur tók Páll Hersteinsson þátt í ráðstefnu á vegum SKOTVÍS um refinn og rjúpuna. Á ráðstefnunni hvatti Páll til að gerðar yrðu ítarlegar rannsóknir á áhrif refsins á vöxt og viðgang rjúpunnar. SKOTVÍS hefði fagnað því að eiga samstarf við Pál um þetta þarfa verkefni.

    Skotveiðifélag Íslands þakkar Páli fyrir samstarfið á undanförum árum og vottar fjölskyldu hans samúð sína.

  • Kvörtun F4x4 og SKOTVÍS til Umboðsmanns Alþingis hafnað

    Nú í vor sendu Ferðaklúbburinn F4x4 og Skotveiðifélag Íslands Umboðsmanni Alþingis kvörtun til Umboðsmanns Alþingis vegna staðfestingar umhverfisráðherra á stjórnunar- og verndaráætlun fyrir Vatnajökulsþjóðgarð. Álit umboðsmanns liggur nú fyrir en þar segir meðal annars að staðfesting umhverfisráðherra á stjórnunar- og verndaráætlun fyrir Vatnajökulsþjóðgarð felur í sér setningu stjórnvaldsfyrirmæla. Þegar svo háttar til gilda ekki ákvæði stjórnsýslulaga og þess vegna er umfjöllun umboðsmanns takmarkaðri en ella hefði verið. Umboðsmaður staðfestir hvergi í umfjöllun sinni að málsmeðferð stjórnvalda hafi verið góð eða vönduð. Hann kemst aðeins að þeirri niðurstöðu að hún hafi uppfyllt þær lágmarkskröfur sem kveðið er á um í lögum um Vatnajökulsþjóðgarð.  Ljóst er að félögin hafa ekki fengið jafn jákvæðar undirtektir við umkvörtunum sínum einsog vonir stóðu til. Þess vegna er ennþá  brýnna að standa vel að því samráðsferli sem nú er í gangi með stjórn Vatnajökulsþjóðgarðs.

    Stjórnir F4x4 og SKOTVÍS

  • Félag áhugafólks um hreindýr á Vestfirði

    Laugardaginn 03 des. verða stofnuð samtök áhugafólks  um ,, Hreindýr á Vestfirði". Tilgangur samtakanna er að beita sér fyrir því að gerðar verði rannsóknir á heilbrigði hreindýranna, það er að segja hvort hætta sé á að þau geti smitað sauðfé af búfjársjúkdómum. Einnig að gerð verði rannsókn á gróðurfari á Vestfjörðum í þeim tilgangi að athuga hvort nægjanlegt æti sé fyrir dýrin. Félagsmenn geta þeir orðið sem eiga lögheimili á Vestfjörðum og í Strandasýslu, eiga þar fasteignir eða jarðir. Þeir sem vilja gerast félagsmenn í samtökunum skrái sig á hreindyr@skotvis.is.  Á stofnfundi samtakanna verður kosin stjórn þeirra, skipað í starfshópa og lög samtakanna rædd og síðan borin upp til samþykktar. Fundarstaður hefur en ekki verið ákveðinn en líkur eru þó á að fundurinn verði haldinn á Hólmavík.

    Undirbúningsnefndin

  • Myndefni og fyrirlestrar um veiðar og veiðitengd málefni á vef SKOTVÍS

    SKOTVÍS hefur á undanförnum mánuðum verið að vinna að miðlun myndefnis efnis frá viðburðum sem haldnir eru á vegum félagsins til félagsmanna í gegnum vefsíðu félagsins. Ýmsir örðugleikar hafa hinsvegar valdið því að þetta er seinna á ferðinni en stjórn félagsins vonaðist til, en SKOTVÍS lítur á þetta sem mikilvægan þátt í að miðla fróðleik og upplýsingum til félagsmanna sem ekki hafa tök á því að sækja alla viðburði sem í boði eru, og þá er sérstaklega félagsmanna á landsbyggðinni.

    Hægt er að nálgast krækju á VIMEO miðilinn [hér] á forsíðu vefsíðunnar og hvetur SKOTVÍS félagsmenn og aðra áhugasama til að kynna sér það efni sem nú þegar er komið á Vimeo miðilinn og fylgjast með frekari viðbótum. Félagið er enn að vinna úr erindum Einars K. Haraldssonar um hreindýraveiðar frá því í lok maí og erindi Arnórs Þ. Sigfússonar um gæsina frá því í september, en þessi erindi munu birtast innan tíðar á sama miðli.

  • Hreindýr á Vestfirði

    Fulltrúar SKOTVÍS (Davíð Ingason og Sigmar B. Hauksson) stóðu fyrir fundum á Hólmavík og Ísafirði um helgina þar sem rætt var um möguleika þess að fá hreindýr á Vestfirði. Ágætis mæting áhugasamra heimamanna var á fundina og hyggjast menn stofna áhugafélag um að kanna hvort hægt sé og hvað þurfi til að þetta geti orðið veruleiki. Stofnfundur þessa félags verður ef að líkum lætur í byrjun desember á þessu ári.
  • Fréttatilkynning frá stjórn SKOTVÍS - Fyrirkomulag Rjúpnaveiða 2011

    SKOTVÍS fagnar ákvörðun ráðherra að heimila rjúpnaveiðar 2011 á 31.000 rjúpum, þó með takmörkunum sé og beinir þeim tilmælum til veiðimanna að stunda hóflegar veiðar á tímum sem viss ástæða er til að hafa áhyggjur af rjúpnastofninum. Vonir stóðu til að fjöldi veiðidaga yrði óbreyttur og í samræmi við fyrri ákvörðun ráðherra frá 2009 og er ákvörðunin því ekki í takti við væntingar SKOTVÍS, en veiðimenn hafa stundað hóflegar veiðar og verið á pari við veiðiráðgjöf UST undanfarin ár.

    Register to read more...

  • Rjúpnaveiðar á Íslandi heyra brátt sögunni til (Aðsend grein)

    Ráðherrar í Umhverfisráðuneytinu hafa hvað eftir annað hrellt okkur veiðimenn með ýmsum tiltektum varðandi friðun veiðifugla og annað því tengt og með nokkrum vægast sagt afdrífaríkum afleiðingum. Fyrstur til að framkvæma slíka hluti var reyndar líffræðingurinn og þá verandi umhverfisráðherra Össur Skarphéðinsson, en hann minnkaði veiðitíma rjúpunnar nokkuð.

    Register to read more...

  • Flautukvöld SKOTAK og SKOTVÍS fyrir veiðimenn á Akureyri og nágrenni.

    Miðvikudagskvöldið 28. september kl. 20:00 verður gæsaflautukvöld á vegum SKOTAK og SKOTVÍS í félagsheimili SKOTAK í Glerárdal.  Spilað verður kennslumyndband sem sýnir notkun Greylag Hammer gæsaflautunnar og í framhaldinu geta menn miðlað reynslu sinni og kunnáttu af þeirri flautu og öðrum.

    Til stóð að fá innflutningsaðila Hammer gæsaflautanna til að kenna en það gengur því miður ekki upp í þetta skipti en verður skoðað aftur í október.

    Allir velkomnir, félagar í SKOTAK, SKOTVÍS og aðrir veiðimenn.

  • Veiðislóð – 4.tbl er komið út

    Fjórða tölublað Veiðislóðar, tímarits um allrar handa sportveiði og tengd efni, er komið út. Blaðið hefur komið út mánaðarlega síðan í vor og er frítt tímarit sem aðeins er gefið út á Internetinu. Í blaðinu að þessu sinni kennir margra grasa sem fyrr og með þessu tölublaði kemur skotveiði í fyrsta sinn sterk inn í myndina. Stangaveiði er þó föst fyrir, enda er tímabili stangaveiðinnar ekki lokið enn, örfáar laxveiðiár ennþá opnar og sjóbirtingsveiðitíminn að fara í hönd af krafti.

    Register to read more...

  • Happdrætti Dúfnaveislunnar!

    Dúfnaveislunni lauk 31. ágúst s.l. og hafa skorkortin hægt og örugglega verið að skila sér í hús.  Að sögn skotæfingafélaganna hafa mörg ný andlit birst á völlunum til að æfa sig fyrir nýhafið veiðitímabil, þó svo að allir hafi ekki náð því takmarki að skjóta 10 hringi þessa tvo mánuði sem Dúfnaveislan stóð yfir.  Að baki þeim fullgildu skorkortum sem skiluðu sér inn að þessu sinni liggja um 60.000 leirdúfur og því ætti að vera ljóst að margir munu halda til veiða betur undirbúnir en nokkurn tíman áður.

    Register to read more...

  • Rjúpnalíkanið (Aðsend grein)

    SKOTVÍS barst afrit frá höfundi tölvupósts sem sendur var á Umhverfisráðherra og hefur stjórn SKOTVÍS fengið leyfi höfundar (Sigurjón Þórðarson) til að birta afrit af bréfi þessu á vef SKOTVÍS.  Innihald bréfsins fer ágætlega yfir ýmsa annmarka sem er að finna á núverandi reiknilíkani sem m.a. er notað við mat á stofnstærð og veiðiþoli.

    Register to read more...

  • Fréttatilkynning frá stjórn SKOTVÍS - Rjúpnaveiðar 2011

    Í kjölfar umræðu um rjúpnastofninn og ástand hans vill SKOTVÍS - Skotveiðifélag Íslands benda á eftirfarandi:

    Stofnstærð rjúpunnar ræðst af mörgum þáttum. Þessir þættir eru t.d. veðurfar, sjúkdómar, sníkjudýr og afrán. Afræningjar sem nýta rjúpuna sér til matar eru aðrir fuglar s.s. fálkinn en einnig mávar, kjói, skúmur og hrafn. Refir og minkar teljast líka til afræningja sem og maðurinn með veiðum sínum og framkvæmdum sem hafa áhrif á búsetuskilyrði rjúpunnar.

    Register to read more...

  • Gæsaspjall, mánudaginn 19. september

    Mánudaginn 19. september standa SKOTVÍS og SKOTREYN í samstarfi við Arnór Þórir Sigfússon fyrir gæsaspjalli, en Arnór mun þar halda framsöguerindi um gæsir og gæsaveiðar.  Erindið hefst kl. 21 í félagsaðstöðu SKOTVÍS í Veiðiseli.  Arnór hefur rannsakað gæsir á Íslandi í fjölda ára og hefur frá mörgu fróðlegu að segja er snertir þessa mikilvægu veiðibráð.  Þetta er tilvalið tækifæri fyrir áhugasama veiðimenn að spyrja spurninga er snerta gæsaveiðar og veiðistjórnun gæsastofna - Heitt á könnunni og með því!
    Allir velkomnir!
  • Dúfnaveislan - Happdrætti

    Dúfnaveislunni lauk 31. ágúst s.l. og eru skorkortin smátt og smátt að berast frá skotæfingafélögum (16) víðsvegar um land. Við eigum því von á að geta dregið úr innsendum skorkortum þegar líða tekur á vikuna. Þetta er smávægileg seinkun frá því sem gert var ráð fyrir í upphafi og eru þátttakendur Dúfnaveislunnar beðnir velvirðingar á þessum töfum.

  • Samráðsfundur um rjúpnaveiðar

    Ágætu félagar
    Miðvikudaginn 31. ágúst var haldinn samráðsfundur um rjúpnaveiðar í húsakynnum NÍ. Samráðsfundir sem þessir hafa verið haldnir undanfarin ár með góðum árangri, á þessum vettvangi hittast sérfræðingar Umhverfisstofnunar, Náttúrufræðistofnunar Íslands ásamt stjórnarmönnum SKOTVÍS.

    Register to read more...

  • Meðhöndlun og verkun villibráðar

    Á vef SKOTVÍS er nú að finna pistil um meðhöndlun og verkun gæsa [hér], en Gunnar Páll Jónsson hefur tekið saman lýsingar og fróðlegar leiðbeiningar um þetta málefni.  Gunnar er matvælafræðingur og er þekktur meðal skotveiðimanna fyrir þekkingu sína á meðhöndlun og verkun villibráðar og hefur gefið út efni um málefnið og haldið ýmsa fyrirlestra, m.a. á vettvangi SKOTVÍS.  Það er von SKOTVÍS að þetta framtak hljóti góðar undirtektir meðal skotveiðimanna, því Gunnar mun á næstu mánuðum gera samantekt fyrir aðrar villibráðartegundir og stefnt er að því að hafa kafla um rjúpuna tilbúna áður en langt um líður.

  • Tímaritið Skotvís komið út!

    Skotvís blaðið 2011Tímaritið Skotvís er nú komið í dreifingu og ætti að hafa borist félagsmönnum að vanda, nú fyrstu daga gæsaveiðinnar, er þetta 17. árið sem blaðið kemur út. Sigmar B. Hauksson, fyrrverandi formaður Skotveiðifélags Íslands, ritstýrir blaðinu eins og síðustu ár og er blaðið fullt af fróðleik sem fyrr, þar má nefna m.a.:

    Register to read more...

  • Frétt RÚV um fyrirkomulag rjúpnaveiða 2011

    Í ljósi frétta RÚV í hádegisfréttum 23. ágúst 2011 um að búið sé að taka ákvörðun um fyrirkomilag rjúpnaveiða 2011, vill SKOTVÍS árétta að ekki er búið að ákveða né gefa út neitt um veiðitímabilið fyrir 2011. Eins og staðan er í dag þá er 3 ára áætlunin enn í gildi, þar sem annað hefur ekki verið ákveðið, en árið í ár er síðasta tímabil þessarar áætlunar.

    Ákvörðun verður tekin eftir samráðsfund sem verður haldinn 31.ágúst, sem m.a. SKOTVÍS verður aðili að, en s.l. fjögur ár hefur verið haldinn samráðsfundur NÍ, UST, SKOTVÍS, Fuglaverndar og Reiknifræðistofu Háskólans um ástand rjúpnastofnsins og veiðiþol.

  • Námskeið í mælingu á hagladreifingu og setu byssunnar á hagladrífunni

    Námskeið í mælingu og útreikningum á hagladreifingu veiðiskota verður haldið miðvikudaginn 31. ágúst hjá Skotíþróttafélagi Hafnarfjarðar að Iðavöllum og hefst kl. 17.00.

    Stuðst er við Ingerholmsskífuna þar sem reiknað er:

    • hlutfall hagla sem nýtast
    • hlutfall hagla í kjarnanum.
    • dreifingarhlutfall hagla.

    Námskeiðið hefst með fyrirlestri um aðferðafræði og útreikninga Ingerholmsskífunar en síðan skjóta þátttakendur á eins margar prufuskífur og þeir óska eftir.

    Að því loknu reikna þeir árangur af sérhverju skoti.

    Prufublöð til að skjóta á, mælingaskífa ásamt útreikningar- talningarblöðum eru á staðnum.

    Fyrir þá sem vilja jafnframt skoða hverning byssan passar þeim verður aðstaða til þess á staðnum.

    Verð á námskeiðinu er 5.000 kr. allt innifalið nema skot og byssur!

    Skráning fer fram á heimasíðu Skotíþróttafélags Hafnarfjarðar www.sih.is

  • Söfnun á gæsa- og andavængjum

    Kæru gæsaáhugamenn.

    Nú er gæsaveiðitímabilið að hefjast á morgun og líkt og undanfarin ár þá munum við safna vængjum af gæsum og öndum til aldursgreininga á veiðinni. Út frá gæsa- og andavængjum úr veiðinni má lesa hlutfall unga frá sumrinu og þannig fá hugmynd um hvernig varp og ungaframleiðsla veiðistofnanna hefur tekist. Við leitum því enn á ný til veiðimanna eftir því að fá að skoða vængi af öllum tegundum gæsa og anda. Annað hvort getum við mætt á staðinn þar sem fuglarnir eru, ef því verður við komið, og aldursgreint aflann eða þið getið sent til okkar annan vænginn af þeim fuglum sem þið skjótið. Vinsamlegast hafið samband við Arnór Þ. Sigfússon í síma 4228000 og 8434924 eða ef þið eruð á Austurlandi þá hafið samband við Halldór W. Stefánsson í síma 4712553 og 8465856. Þið getið einnig sent okkur tölvupóst á ats@verkis.is og doco@mi.is

    Ef vængir eru geymdir og sendir þá má ekki geyma þá í plasti lengi því þá úldna þeir fljótt. Best er að leyfa þeim að þorna og setja svo í pappakassa. Ef vængir eru höggnir af þá sendið alltaf vængi sömu megin af öllum fuglunum, t.d. hægri væng. Látið fylgja með nafn, síma, heimilisfang og/eða netfang og hvenær gæsirnar og endurnar voru veiddar og gjarnan á hvaða veiðisvæði skv. veiðidagbók veiðistjórnunarsviðs. Við sendum ykkur svo til baka aldurshlutfall í aflanum ykkar.

    Með ósk um áframhaldandi gott samstarf.

    Bestu kveðjur

    Arnór þ. Sigfússon

  • Fréttabréf SKOTVÍS, ágúst 2011 komið út

    Fréttabréf SKOTVÍS fyrir ágúst 2011 (19. árg 6.tbl) er nú komið út og er félagsmönnum og öðrum áhugasömum aðgengilegt á netinu í gegnum Issuu miðilinn, kíkið því á þessa krækju framvegis til að nálgast fréttabréfin.  Efni blaðsins er að þessu sinni tileinkað upphafi veiðitímabilsins.

    [issuu layout=http%3A%2F%2Fskin.issuu.com%2Fv%2Flight%2Flayout.xml showflipbtn=true autoflip=true autofliptime=6000 documentid=110811144013-4dda14b4741f44c4989cf6f85826466b docname=fr_ttabr_f_skotv_s___g_st_2011__19._rg_6.tbl_ username=Skotvis loadinginfotext=Fr%C3%A9ttabr%C3%A9f%20SKOTV%C3%8DS%2C%20%C3%A1g%C3%BAst%202011 showhtmllink=true tag=hunting width=420 height=297 unit=px]

  • Áttu eftir að greiða félagsgjöldin 2011?

    Nú fyrir skemmstu var send út greiðsluáskorun vegna ógreiddrar félagsgjalda fyrir árið 2011. Það vildi svo óheppilega til í meðferð málsins hjá Byr Sparisjóði að áskorunin fékk á sig þann blæ að ef seðillinn væri ekki greiddur yrði gripið til "kostnaðarsamra innheimtuaðgerða".

    Stjórn SKOTVÍS biðst hér með afsökunar á þessu orðalagi enda er greiðsla félagsgjalda til SKOTVÍS valfrjáls og yrði aldrei gripið til innheimtuaðgerða vegna vangoldinna félagsgjalda, enda enginn heimild til slíkra aðgerða. Mistökin voru gerð að hálfu Byrs Sparisjóðs sem SKOTVÍS er í viðskiptum við og höfum við kvartað undan þessu orðalagi og bent á þessi mistök. Nokkrir félagsmenn hafa haft samband í dag (8. ágúst), og látið vita um þetta og eins og áður segir er hér með beðist afsökunar á þessu orðalagi.

    Við viljum hinsvegar nota tækifærið og minna þá fáu félagsmenn sem enn eiga eftir að greiða árgjaldið að gera það. Félagsgjöldin eru undirstaðan í tekjum SKOTVÍS og þess vegna afar mikilvægt að allir félagar greiði þau tímanlega.

    Bestu kveðjur,
    Elvar Árni Lund, formaður SKOTVÍS

  • Skotæfingar fyrir hreindýraveiðar laugardaginn 6. ágúst

    Ertu á leiðinni austur á hreindýr? ef svo hvernig væri þá að kíkja í heimsókn með SKOTVÍS til Skotdeildar Keflavíkur og æfa miðið undir leiðsögn vanra veiðimanna. SKOTVÍS mun í samstarfi við Skotdeild Keflavíkur og Sportbúðina bjóða félagsmönnum í SKOTVÍS að koma og æfa sig á æfingasvæði Keflvíkinga í Höfnum laugaradaginn 6. ágúst á milli kl. 8-13. Þátttakendum verður skipt upp í 5 holl þ.e. að fimm þáttákendur æfa sig á heila tímanum (þ.e. kl. 8, 9, 10, 11 og 12)  - og því eru þeir sem áhuga á að nýta sér þessa þjónustu beðnir að senda nafn, kennitölu og tíma sem þeir vilja æfa á á netfangið - kristjansturlaugsson@skotvis.is.

  • Ungatalningar hjá rjúpum - Veiðimenn takið þátt!

    Ungatalningar hjá rjúpum fara fram síðsumars og tilgangurinn með talningunum er að meta viðkomuna, það er hvernig gekk varpið. Þessi gögn má einnig nota ásamt með aldurshlutföllum frá veiðitíma og vori til að rannsaka afföll ungfugla, en 10 ára stofnsveifla rjúpunnar ræðst af kerfisbundnum breytingum á afkomu þessa aldurshóps. Viðkoman skiptir jafnframt miklu máli um hversu stór veiðistofninn er haust hvert og niðurstöður ungatalninganna veita því mikilvæg gögn fyrir veiðiráðgjöf. Af þeim sökum er mikilvægt að fá upplýsingar um viðkomuna sem víðast að af landinu og ætlunin er að reyna að fá veiðimenn og aðra áhugamenn til starfa á þessu sviði og þá strax í sumar (2010). Hingað til hafa ungatalningar nær eingöngu verið í höndum starfsmanna Náttúrufræðistofnunar og farið fram á aðeins einu landsvæði nefnilega Norðausturlandi. Félagar í Veiðihundadeild Hundaræktarfélags Íslands hafa þó talið um nokkurt skeið á Suðvesturlandi.

    Register to read more...

  • Fréttatilkynning frá stjórn SKOTVÍS - Hreindýr á Vestfirði

    Neðangreind fréttatilkynning var send á fjölmiðla, föstudaginn 22. júlí.

    Mikið er rætt um kosti og galla þess að flytja hreindýr til Vestfjarða þessa dagana. Margir hafa tjáð sig um málið og ekki eru allir á eitt sáttir. Tilvist hreindýra á Íslandi hefur allt frá upphafi verið umdeild og oft hafa einkennileg sjónarmið komið fram í umræðunni sem einkennast af fordómum og skorti á þekkingu á hreindýrum og áhrifum þeirra á umhverfið. Skotveiðifélag Íslands hefur tekið þátt í þessari umræðu og sjónarmið félagsins byggjast á bestu fáanlegu gögnum sem íslenskir og erlendir vísindamenn búa yfir. Reynsla manna af hreindýrum á Austurlandi er þess eðlis að þeir sem hafa áhuga á atvinnuuppbyggingu ættu að kynna sér kosti þess að flytja þau á ný til eldri heimkynna sem og nýrra landshluta. Hreindýr lifa góðu lífi nánast um allt Norðurhvel jarðar og sérfræðingar í hreindýrum hafa lýst því yfir að Vestfirðir séu spennandi kostur fyrir hreindýr. Skotvís hefur lagt til að hafin verði vinna við að taka saman þau gögn sem liggja fyrir og að rannsóknir verði settar af stað til að stjórnvöld, t.d. sveitarstjórnir á Vestfjörðum, geti myndað sér skoðun á málinu, byggða á bestu fáanlegu þekkingu. Atvinnuþróunarfélög gætu t.d. lagt áherslu á að fá vísindamenn til að taka saman skýrslu um málið og sótt til þess um styrk úr Veiðikortasjóði. Slíkum peningum væri vel varið í verkefni sem þetta. Skotvís hyggst standa fyrir málþingi um hreindýr í haust og er flutningur hreindýra á ný svæði meðal þess sem ræða þarf á slíkum vettvangi.

  • Almannaréttur til veiða á villtum fuglum

    SKOTVÍS vill vekja athygli veiðimanna á ritgerð Kjartans Þ. Ragnarssonar til BA prófs í lögfræði (júní 2010) og hvetur alla þá sem láta sig almannarétt og veiðirétt varða, að kynna sér efni þessarar ritgerðar [yfirlit, ritgerð], en í útdrætti segir:

    Ritgerðin fjallar um almannarétt til veiða á villtum fuglum. Meginmarkið ritgerðarinnar er að gera grein fyrir þeim réttarreglum sem nú gilda um almannarétt til fuglaveiða og skýra frá þeim takmörkunum sem þessi veiðiréttur sætir. Í fyrstu köflum ritgerðar er farið yfir flokkun lands eftir eignarhaldi auk helstu atriði eignarréttar yfir landi. Umfjöllun veiðiréttar hefst í fjórða kafla þar sem ágrip réttarsögulegrar þróunar veiðiréttar er fyrst rakið og í fimmta kafla er síðan leitast við að skýra með fullnægjandi hætti þær réttarreglur sem nú gilda um veiðirétt á villtum fuglum samkvæmt ákvæðum laga nr. 64/1994 um vernd, veiðar og friðun á villtum fuglum og spendýrum. Veiðiréttur innan þjóðlendna er tekinn til sérstakrar umfjöllunar í sjötta kafla og leitað svara við því að hve miklu leyti almannaréttur til fuglaveiða gildir innan þjóðlendna, sbr. ákvæði laga nr. 58/1998 um þjóðlendur og ákvörðun marka eignarlanda, þjóðlendna og afrétta. Sjöundi kafli fjallar um helstu takmarkanir sem veiðiréttur sætir á grundvelli náttúruverndar og er um þær stjórnvaldsheimildir fjallað sem vægi hafa varðandi takmarkanir á almannarétti til veiða. Að síðustu er gerð grein fyrir þeim niðurstöðum ritgerðarinnar hver sé núgildandi almannaréttur til veiða á villtum fuglum og hvaða takmörkunum þessi réttur sætir.

  • Erindi um hreindýraveiðar 31. maí komið á vefinn

    Þann 31. maí s.l. hélt Einar K. Haraldsson leiðsögumaður áhugavert erindi í Veiðiseli um hreindýraveiðar sem var hljóðritað og sett saman við glærusýninguna og hefur nú verið sett á vef SKOTVÍS [sækja hér]. Athugið að þetta er 111 MB  xxx.mov skrá og erindið sjálft er rúmlega klukkustundar langt, en rabb og myndasýning sem fylgdi í kjölfarið er ekki hluti af því efni sem er birt á vefnum. 

    Framvegis mun SKOTVÍS leitast við að birta erindi, kynningar og umræðufundi með þessum hætti á vef félagsins til að koma til móts við þá félagsmenn sem ekki hafa tök á að komast á erindið sjálft og því eru allar ábendingar og athugasemdir vel þegnar (stjorn@skotvis.is).

  • Fréttabréf SKOTVÍS, júlí 2011 komið út

    Fréttabréf SKOTVÍS fyrir júlí 2011 (19. árg 5.tbl) er nú komið út og er félagsmönnum og öðrum áhugasömum aðgengilegt á netinu í gegnum Issuu miðilinn, kíkið því á þessa krækju framvegis til að nálgast fréttabréfin.  Efni blaðsins er að þessu sinni tileinkað Dúfnaveislunni og er þar að finna ýmsan fróðleik um það sem skotvellir landsins hafa uppá að bjóða.

    [issuu layout=http%3A%2F%2Fskin.issuu.com%2Fv%2Flight%2Flayout.xml showflipbtn=true documentid=110707141526-6da703bc67b64e8b983ef317efed9dff docname=skotvis-07-2011 username=Skotvis loadinginfotext=Fr%C3%A9ttabr%C3%A9f%20SKOTV%C3%8DS%2C%20j%C3%BAn%C3%AD%202011 showhtmllink=true tag=hunting width=420 height=297 unit=px]

    Verið er að skanna inn eldri fréttabréf til birtingar á sama miðli fyrir þá sem hafa áhuga á að kynna sér gang mála í rúmlega 30 ára sögu SKOTVÍS, en þar kennir margra grasa, m.a. fyrsta fréttabréf SKOTVÍS frá mars 1979 og annað efnismikið fréttabréf frá september 1987.  Verið er að vinna í því að skanna inn fleiri eldri fréttabréf sem munu birtast á Issuu miðlinum eftir sem tími vinnst til.  Eldri félagar SKOTVÍS eru hvattir til að senda ritstjórn (ritstjorn@skotvis.is) línu ef þeir eiga í fórum sínum eintak af fréttabréfum sem vantar.  Óskað er eftir aðstoð við að hafa uppá eftirtöldum árgöngum Fréttabréfs SKOTVÍS:

    • 1984
    • 1986 - 1991
    • 2003 - 2010
  • Evrópusambandið og veiðar

    Senn fara viðræður sendinefnda stjórnvalda við Evrópusambandið (ESB) að hefjast um umhverfismál (27. kafli), en það er sá málaflokkur sem snertir veiðar á villtum fuglum og villtum spendýrum.  Viðræður við ESB hófust í síðasta mánuði þar sem hin ýmsu málefni verða tekin fyrir í ákveðinni röð.  Reikna má með að viðræður um þennan málaflokk hefjist á haustmánuðum, en SKOTVÍS er þessa dagana að fara yfir hvernig verður tekið tillit til fyrirkomulags veiða hér á landi og hvaða aðlaganir sé þörf á að innleiða hér á landi m.v. núverandi regluverk ESB og síðast en ekki síst, hvernig hyggjast stjórnvöld beita sér í þessum málum.

    samningahópur sem sér um umhverfismál hefur starfað síðan síðla árs 2009 og má sjá fundargerðir samningahópsins síðan fyrsti fundurinn var haldinn 1. desember 2009.  Þess skal þó getið að samningahópurinn fjallar um mörg önnur mál og einskorðast ekki við umhverfismál.  Á vef utanríkisráðuneytisins er að finna greinagerð samningahópsins um 27. kafla samningaviðræðna við ESB (Umhverfismál) sem byggir á rýnifundi sem lauk í Brussel 19. janúar 2011.  Á fundinum, sem var sá síðari af tveimur, báru sérfræðingar Íslands og ESB saman löggjöf í þessum samningskafla. Fyrir íslenska hópnum fór Harald Aspelund, formaður samningahóps um EES II málefni en 27. kafli er hluti af EES-samningnum.

    Kaflinn um umhverfismál fellur undir EES-samninginn og hefur stór hluti regluverks Evrópusambandsins á sviðinu þegar verið innleiddur á grundvelli EES-samningsins. Þó stendur náttúruvernd alveg utan EES samningsins, sem er veigamikill þáttur umhverfislöggjafar ESB . Á meðal þeirra atriða sem rædd voru, má nefna vatnsvernd, hreinsun skólps, vöktun skóga, veiðar á villtum fuglum, náttúruverndarsvæði, refa- sel- og hvalveiðar, verndun villtra dýra og plantna og losunarheimildir.

    Við munum flytja frekari fréttir af þessu mikilvæga máli, en þeir sem hafa frekari áhuga á þessu máli er bent á vef Utanríkisráðuneytisins um aðildarviðræðurnar [hér], en við bendum sérstaklega á kaflann um umhverfismál (27. kafli) [hér].

  • Dúfnaveislan 2011

    Dúfnaveislan hefst á 16 skotvöllum víða um land föstudaginn 1. júlí og stendur til 31. ágúst, en verkefni er samstarfsverkefni Umhverfisstofnunar (UST), Skotveiðifélags Íslands (SKOTVÍS), ýmissa félaga sem reka skotvelli auk styrktaraðila.  Tilgangur dúfnaveislunnar er að hvetja veiðimenn um land allt til að kynna sér þá aðstöðu sem skotvellirnir hafa uppá að bjóða og stunda reglulegar skotæfingar áður en veiðitímabilið hefst og undirbúa sig eins og best verður á kosið.  UST og SKOTVÍS munu einnig hafa samvinnu um gerð kynningarefnis um skotfimi á þessu og næsta ári.

    Register to read more...

  • Fréttabréf SKOTVÍS, júní 2011 komið út

    4. tölublað Fréttabréfs SKOTVÍS fyrir 2011 er komið út sem er félagsmönnum og öðrum áhugasömum aðgengilegt á netinu í gegnum Issuu miðilinn, kíkið því á þessa krækju framvegis til að nálgast fréttabréfin.  Efni blaðsins að þessu sinni er 100 daga uppgjör formanns, fréttir frá framkvæmdaráði, áhrif ESB aðildar á veiðar og margt fleira.

    [issuu layout=http%3A%2F%2Fskin.issuu.com%2Fv%2Flight%2Flayout.xml showflipbtn=true autoflip=true autofliptime=6000 documentid=110607103809-3bdc3e2313e840a1a012d77c70b04397 docname=skotvis-06-2011 username=Skotvis loadinginfotext=Fr%C3%A9ttabr%C3%A9f%20SKOTV%C3%8DS%2C%20j%C3%BAn%C3%AD%202011 showhtmllink=true tag=hunting width=420 height=297 unit=px]

    Register to read more...

  • Vatnajökulsþjóðgarður - Kvörtun til umboðsmanns Alþingis

    Kvörtun hefur verið send til umboðsmanns Alþingis og er svohljóðandi:

    Register to read more...

  • Fréttatilkynning frá stjórn SKOTVÍS - Aldursatakmark við veiðar

    Vegna fréttar á pressan.is vill fyrrverandi formaður SKOTVÍS, Sigmar B. Hauksson koma eftirfarandi á framfæri:

    Fréttamaður Pressunar hefur rangt eftir fyrrverandi formanni um að það sé rétt að lækka aldursviðmið til að eignast skotvopn.  Fréttamaður hafi ekki gert greinarmun á því að eignast skotvopn, þ.e. að taka skotvopnaleyfi, og því að meðhöndla skotvopn við veiðar, þ.e. skotveiðileyfi, undir leiðsögn og eftirliti fullorðinna.

    Register to read more...

  • Leiðsögumannanámskeið (umsóknir)

    SKOTVÍS heldur áfram að fylgjast með umræðunni um hreindýraveiðar og leiðsögumannakerfið, en afgreiðslu lagafrumvarps vegna hreindýraveiða er lokið í þriðju umræðu og eingöngu á eftir að gefa út lögin samkvæmt vef Alþingis [hér].

    Register to read more...

  • Fyrirspurn til UST - Kostnaður við leiðsögumannanámskeið

    Að undanförnu hefur verið mikil umræða meðal skotveiðimanna vegna nýrrar lagasetningar um hreindýraveiðar, sem fjallað hefur verið um áður á vef SKOTVÍS [hér], og auglýsts námskeiðs fyrir verðandi leiðsögumenn með hreindýraveiðum sem stefnt er að halda dagana 9.-12. júní á austurlandi.  Mikil áhugi reyndist vera á námskeiðinu og bárust um 170 umsóknir, en aðeins var boðið uppá pláss fyrir 30 umsækjendur á fyrsta námskeiðið.  Rétt er að taka fram að í tilkynningu á hreindyr.is er greint frá því að „...haldið verður annað námskeið ef þátttaka verður umfram 30 manns...“.

    Register to read more...

  • Ný lög um hreindýraveiðar, umsögn SKOTVÍS

    Fulltrúar SKOTVÍS komu fyrir umhverfisnefnd Alþingis föstudaginn 13. maí til að fylgja eftir umsögn félagsins [hér] á frumvarpi til laga um breytingar á lögum 64/1994 um vernd, friðun og veiðar á villtum fuglum og villtum spendýrum, öðru nafni "Villidýralögin".  Lagafrumvarpið sem sneri að mestu um skýrari skilgreiningar á kröfum til leiðsögumanna, veiðimanna og landeigenda var samþykkt fyrr í vikunni á Alþingi, sjá málið í heild sinni [hér] og þingumræður [hér].  Í nefndaráliti umhverfisnefndar [hér] er tekið undir margt sem kom fram í viðræðum SKOTVÍS og umhverfisnefndar til viðbótar við umsögnina sjálfa.

    Register to read more...

  • Kynning á hreindýraveiðum 31. maí

    Ertu að fara austur að veiða hreindýr?  Ef svo er, hvernig væri þá að skella sér í Veiðisel (Eirhöfði 11) þriðjudaginn 31. maí kl. 20:00 og fræðast svolítið um hreindýraveiðar í góðum félagsskap annarra veiðimanna. Einar Haraldsson hreindýraleiðsögumaður, mun vera með erindi um hreindýraveiðar, fjalla um helstu atriði sem þarf að hafa í huga, muninn á veiðisvæðum og sýna myndir.

    Register to read more...

  • Rjúpnatalning SKOTVÍS á Þingvöllum 18. maí

    Á undanförnum árum hefur SKOTVÍS tekið þátt í árlegri rjúpnatalningu í þjóðgarðinum á Þingvöllum undir handleiðslu Arnórs Þ. Sigfússonar.  Allir félagar eru velkomnir og endilega að taka börnin með. Við hittumst við þjónustumiðstöðina kl. 20:00 og teljum svo til 22:00 í talningareitnum okkar við Hrafnagjá.

    Óþarfi er að skrá sig, en þeir sem vilja taka þátt og óska eftir frekari upplýsingum eru beðnir að hafa samband við Davíð Ingason (david@skotvis.is).

  • Fundur framkvæmdaráðs 17. maí

    Maífundur framkvæmdaráðs verður haldinn í Veiðiselinu Eirhöfða 11 [sjá kort hér], þriðjudag 17. maí kl. 20:00.  Á fundinum verður farið yfir stöðu þeirra mála sem eru nú þegar í gangi og næstu skref ákveðin. Einnig verða ný verkefni sett af stað eins og efni standa til.

    Fundurinn er opinn öllum þeim sem hafa áhuga á að koma að starfi SKOTVÍS með beinum hætti og eru SKOTVÍS félagar hvattir til að mæta og taka þátt í uppbyggingu skotveiðihreyfingarinnar á Íslandi.

  • Hleðslunámskeið á Sauðárkróki 21. maí

    SKOTVÍS og Ósmann í samstarfi við Hlað verða með hleðslunámskeið í Fjölbrautarskólanum á Sauðárkróki (málmiðnaðardeild) laugardaginn 21. maí n.k.. Fyrra námskeiðið hefst kl. 11 og lýkur kl. 13 og seinna námskeiðið hefst kl. 14 og lýkur kl. 16. Námskeiðið er að sjálfsögðu frítt fyrir félagsmenn í SKOTVÍS og Ósmann.  Fjöldi þátttakenda miðast við 8 manns á hvoru námskeiði.

    Register to read more...

  • Rjúpnatalning SKOTVÍS og NÍ 14. og 15. maí

    Á undanförnum árum hefur SKOTVÍS tekið þátt í árlegri rjúpnatalningu í samstarfi við Náttúrufræðistofnun Íslands í Miðfirði í Húnavatnssýslu á vorin.   Talningin mun fara fram um næstu helgi eða 14. og 15. maí, en lagt verður af stað á hádegi laugardagsins og komið heim síðdegis á sunnudag.

    Register to read more...

  • Fréttabréf SKOTVÍS maí 2011

    3. tölublað 19. árgangs Fréttabréfs SKOTVÍS hefur nú litið dagsins ljós í nýjum búningi, en fréttabréfið mun framvegis verða aðgengilegt á netinu í gegnum Issuu miðilinn, kíkið því á þessa krækju framvegis til að nálgast fréttabréfin.  Mánaðarlegt fréttabréf SKOTVÍS mun framvegis koma út á því rafræna formi sem þetta tölublað er gert í.

    Register to read more...

  • Skotveiðimenn fjármagna rannsóknir að upphæð 27,5 milljónir 2011

    Umhverfisráðuneytið tilkynnti í vikunni ákvörðun ráðherra um úthlutun úr Veiðikortasjóði í 17. sinn, en alls bárust 12 umsóknir frá 9 aðilum og var úthlutað 27,5 milljónum úr sjóðnum í ár, sjá frétt frá ráðuneytinu.  Eins og veiðimenn vita, þá rennur hluti veiðikortagjalds til Veiðikortasjóðs, en samkvæmt upplýsingum frá Umhverfisstofnum má geta nærri að af 3.500,- króna veiðikortagjaldi, nýtist um 2.500,- krónur til ýmissa rannsóknaverkefna í gegnum sjóðin og fara því 1.000,- krónur í rekstur á útgáfu veiðikorta.

    Register to read more...

  • Kynningarfundur um bogveiði 10. maí

    Þriðjudaginn 10. maí kl 20.00 mun Indriði R. Grétarsson formaður Bogaveiðifélags Íslands kynna bogveiði í Veiðiseli félagsheimili SKOTVÍS að Eirhöfða 11. Indriði mun fara yfir helstu lög og reglur, aðferðir við veiðar og hefðir í öðrum löndum ásamt því að sýna boga og örvar. Létt spjall og kaffiveitingar í boði.

    Kv. Stjórn SKOTVÍS og Bogveiðifélags Íslands

  • Skotfélagið Ósmann 20 ára

    Skotfélagið Ósmann á Sauðárkróki verður 20 ára sunnudaginn 8. maí n.k..  Í tilefni af afmælinu mun félagið standa fyrir byssusýningu í Húsi Frítímans á Sauðárkróki. Sýningin verður laugardaginn 7. maí nk og standa frá kl: 11:00 - 17:00.  Þar munu verða til sýnis hluti af þeim vopnum sem eru í eigu félagsmanna og ýmislegt sem þeim tengist. Einnig verður sögu félagsins gerð einhver skil í máli og myndum.  Félagar verða á staðnum, kynna starfið og svara fyrirspurnum og boðið verður upp á kaffi og meðlæti, allir velkomnir og aðgangur ókeypis.

    Register to read more...

  • Vopnaþing 8. maí - Veiðar með hundum

    Sunnudaginn 8.mai kl 13:00 býður Skotreyn, í samvinnu við félaga úr Hundarrætarfélagi Íslands, félögum sínum á fræðslufund um veiðihunda og veiðar með þeim. Fundurinn verður haldinn í félagsheimili Skotreynar í Álfsnesi. Félagar úr veiðihundadeildum Hundaræktarfélags Íslands fjalla um helstu tegundir veiðihunda og svara spurningum gesta. Einnig verða mismunandi hundar sýndir við vinnu sína. Opnar umræður, fyrirspurnir, veiðisögur, kaffi og með því!

    Friðrik Rúnar Garðarsson, formaður Skotreynar

  • Fundur framkvæmdaráðs 12. apríl

    Apríl fundur framkvæmdaráðs verður haldinn í Veiðiselinu Eirhöfða 11 [sjá kort hér], þriðjudag 12. apríl kl. 20:00.  Á fundinum verður farið yfir stöðu þeirra mála sem eru nú þegar í gangi og næstu skref ákveðin. 

    Register to read more...

  • Félagsfréttir Skotvís apríl 2011

  • Rjúpan og Refurinn - Upptökur frá málstofu

    Hér að neðan eru krækjur á upptökur af erindum fyrirlesara sem fluttu erindi á málstofunni um rjúpuna og refinn 15. mars s.l.


  • Hleðslunámskeið Skotreynar og Skotvís í samstarfi við Hlað

    Skotreyn og Skotvís bjóða félagsmönnum sínum upp á námskeið í endurhleðslu rifilskota í apríl og maí í samstarfi við Hlað.

    Register to read more...

  • Breytingar á vefsíðu Skotvís

    Þeir sem hafa verið að skoða vef Skotvís að undanförnu, hafa eflaust tekið eftir stöðugum breytingum á honum s.l. viku.  Markmiðið með þessum breytingum er að létta vefinn og skilja aðalatriði frá aukaatriðum ásamt ýmsum nýjungum og mega menn búast við frekari breytingum næstu vikurnar í þessa veru.

    Register to read more...

  • Facebook síða Skotvís opnuð

    Skotvís hefur opnað Facebook síðu (http://www.facebook.com/skotvis) félagsins sem er ætluð til þess að miðla efni sem tengist skotveiðitengdum málefnum, s.s. viðburðum, fréttum og greinum úr prentmiðlum og ljósvakamiðlum. 

    Register to read more...

  • Málstofa um sjófugla, fimmtudag 31. mars

    Umhverfisráðuneytið og Náttúrufræðistofnun Íslands efna til málstofu fimmtudaginn 31. mars á Hótel Sögu, kl. 13:00-17:00 um ástand og þróun helstu stofna sjófugla við landið, hvernig loftslags- og umhverfisbreytingar hugsanlega virka á stofnana og umhverfi þeirra og hvernig bregðast megi við slíkum breytingum, sjá frétt UST.

  • Kynningarfundur Skotvís hjá Skotdeild Keflavíkur

    Skotvís og Skotdeild Keflavíkur efna til sameiginlegs kynningarfundar á starfsemi Skotvís og áherslum nýrrar stjórnar.  Fundurinn verður haldinn fimmtudaginn 31. mars kl. 20:00 í félagsheimili Keflavíkur, Sunnubraut 34.

    Register to read more...

  • Ungahlutfall í rjúpnaveiði 75%

    Hlutfall unga í rjúpnaveiði 2010 var 75%, samkvæmt greiningu Ólafs K. Nielsen, rjúpnasérfræðings Náttúrufræðistofnunar, sjá frétt mbl.

  • Nýr vefur Umhverfisstofnunar

    Nýr og glæsilegur vefur Umhverfisstofnunar var kynntur í vikunni, en þar er að finna margvíslegan fróðleik fyrir veiðimenn sem settur hefur verið fram með skýrari hætti.

    Register to read more...

  • Rjúpan og refurinn

    Sástu mikið af refasporum í haust? Hefur refurinn áhrif á rjúpuna?  Þarf að fækka refnum og þá hvernig? SKOTVÍS efnir til ráðstefnu um refinn og rjúpuna - þriðjudaginn 15 mars. kl.20:00  í Gerðubergi. 

    Register to read more...

  • Framkvæmdaráð Skotvís

    Fyrsti fundur framkvæmdarráðs Skotvís verður haldinn í aðstöðu Ferðaklúbbsins 4x4 að Eirhöfða 11, miðvikudaginn 16. mars kl. 20:00, smelltu hér til að sjá á korti

    Register to read more...

  • Félagsfréttir Skotvís mars 2011

  • Gagnrýni á hagsmunahópa svarað - Staðreyndir um Vatnajökulsþjóðgarð

    elvar.jpgÁ undanförnum dögum hafa birst greinar á netmiðlum  þar sem blöskrast er á viðbrögðum m.a.  skotveiðimanna vegna þess að umhverfisráðherra staðfesti stjórnar- og verndaráætlun fyrir Vatnajökulsþjóðgarð.

    Í Smugunni 2. mars sl. er birt frétt þar sem vitnað er í grein Sigþrúðar Jónsdóttur náttúrufræðings, en hún veltir þar fyrir sér hvort „óttaslegnir sveitamenn og náttúruverndarfólk ætti að leita ráða og stuðnings hjá djörfum skotveiðimönnum sem kunna að koma áhyggjum sínum á framfæri við fjölmiðla“.

    Register to read more...

  • Framkvæmdaráð Skotvís

    Eitt af hlutverkum Skotvís er að efla og virkja umræðu um skotveiðar og beita málefnalegum rökum í baráttunni fyrir hagsmunum og réttindum skotveiðimanna á Íslandi. Verkefnin eru fjölmörg og framundan er mikil undirbúningsvinna sem er nauðsynleg og krefst aðkomu fleirri félagsmanna viljum við að aðgerðir okkar öðlist slagkraft og því hefur ný stjórn sett saman verkefnalista sem verður kynntur á nýjum vettvangi sem kallast "framkvæmdaráð". 

     

    Register to read more...

  • Opinn fundur - Umhverfisnefnd

    Á morgun föstudag 4. mars er opinn fundur í Umhverfisnefnd með umhverfisráðherra og er efni fundarins m.s. samþykkt stjórnunar- og verndaráætlun Vatnajökulsþjóðgarðs.  Dagskrá fundarins er að finna í þessari krækju, en frétt þessa efnis birtist á mbl.is í gær og á vef Alþingis í dag.

    Register to read more...

  • Fréttatilkynning frá stjórn SKOTVÍS - Verndar- og stjórnunaráætlun Vatnajökulsþjóðgarðs

    Eins og ykkur er væntanlega kunnugt um, þá hefur Svandís Svavarsdóttir umhverfisráðherra samþykkt verndar og stjórnunaráætlun stjórnar Vatnajökulsþjóðgarðs án breytinga og sendi stjórn SKOTVÍS frá sér fréttatilkynningu til fjölmiðla sem hefur vakið athygli og í kjölfarið hafa viðtöl verið tekin við formann SKOTVÍS.

    Register to read more...

  • Ályktun frá stjórn SKOTVÍS - Vatnajökulsþjóðgarð og skortur á samráði við veiðimenn

    Umhverfisráðherra, Svandís Svavarsdóttir, gerði fyrr í dag grein fyrir ákvörðun sinni um að samþykkja verndar og stjórnunaráætlun stjórnar Vatnajökulsþjóðgarðs án breytinga.  Stjórn Skotvís bendir á að áætlunin er gjörningur sem er gerður án aðkomu landssamtaka skotveiðimanna (SKOTVÍS) sem hefur ekki á neinu stigi málsins verið boðin aðkoma að undirbúningsferlinu eins og skýrt er kveðið á í lögum um þjóðgarðinn.  Auk þess að farið er á svig við stjórnsýslulög, t.d. með takmörkunum sem ganga gegn meðalhófsreglu stjórnsýslulaga.  Stjórn Skotvís harmar að fyrirheit um samráð hafa verið svikin og spyr hvort þetta sé forsmekkurinn að því sem koma skal þegar fjalla á um mál sem snúa að náttúruvernd.

    Register to read more...

  • Ný stjórn Skotvís!

    Á aðalfundi Skotvís þriðjudaginn 22. febrúar voru kjörnir nýir stjórnarmeðlimir, þ.á m. nýr formaður og varaformaður, en fundinn sóttu um fjörtíu félagsmenn.  Sigmar B. Hauksson gaf ekki kost á sér til áframhaldandi starfa sem formaður eftir 15 ár í því hlutverki, en í lokaræðu sinni fór hann yfir farinn veg og gerði skil þeim markverða árangri sem Skotvís hefur náð í yfir þrjátíu ára sögu félagsins.  Ársreikningar félagsins voru samþykktir samhljóma og engar lagabreytingartillögur bárust fundinum.

    Elvar Árni Lund var einn í framboði til formanns og Kristján Sturlaugsson var einnig einn í framboði til varaformanns og voru þeir því sjálfkjörnir til eins árs.  Einnig voru Arne Sólmundsson og Þorsteinn Sæmundson í framboði til stjórnar, en þeir voru sjálfkjörnir til tveggja ára þar sem engin önnur framboð bárust.

    Register to read more...

  • Framboð til stjórnar Skotvís 2012

    Aðalfundur Skotvís 2012 verður haldinn í húsi Verkfræðingafélagsins að Engjateigi 9 í Reykjavík, þriðjudaginn 31. janúar 2012, kl. 20:00.  Allir félagsmenn Skotvís eru kjörgengir og gefst félagsmönnum kostur á því að bjóða sig fram á aðalfundi félagsins.  Framboðsfrestur er fram að kosningu stjórnar á aðalfundi félagsins ár hvert.  Úr sjö manna stjórn núverandi stjórnar, eru þrír sem gefa kost á sér til áframhaldandi starfa fyrir félagið, en ný framboð hafa einnig borist. 

    Meðfylgjandi er stutt kynning á þeim frambjóðendum sem hafa gefið kost á sér til stjórnarsetu fyrir starfsárið 2012.

    Register to read more...

  • Ný stjórn Skotvís 2012

    Á aðalfundi Skotvís þriðjudaginn 31. janúar var kosin ný stjórn félagsins, en fundinn sóttu um þrjátíu félagsmenn.  Elvar Árni Lund gaf áfram kost á sér sem formaður, en hann var einn í framboði og því sjálfkjörinn til eins árs.  Aðrir sem voru í framboði til stjórnar voru einnig sjálfkjörnir þar sem engin mótframboð bárust.  Arne Sólmundsson var kjörinn varaformaður til eins árs, Eggert Ólason, Indriði Grétarsson, Kristján Sturlaugsson, Sigríður Ingvarsdóttir og Þórður Aðalsteinsson hlutu kosningu sem meðstjórnendur til tveggja ára.

    Register to read more...

  • Aðalfundur 2011 - Skýrsla formanns

    Ræða Sigmars B. Haukssonar formanns Skotveiðifélags Íslands á aðalfundi félagsins 22. febrúar 2011 í Gerðubergi 

    Ágætu félagsmenn, vinir og samstarfsmenn.
    SigmarB.jpg
    Að þessu sinni ávarpa ég ykkur í síðasta sinn sem formaður okkar ágæta félags. Á aðalfundi félagsins í fyrra lýsti ég því yfir að ég myndi ekki gefa kost á mér til formennsku í SKOTVÍS á aðalfundi 2011. Ég vil nota tækifærið hér og þakka þeim mörgu félagsmönnum sem hafa haft samband við mig á liðnum vikum og hvatt mig til að gefa kost á mér áfram sem formaður eða í stjórn félagsins. Við ykkur vil ég segja það að undanfarin fjögur ár höfum við haft valið lið fólks í stjórn SKOTVÍS. Mér er nær að halda að hver einasti stjórnarmaður gæti sinnt starfinu sem formaður SKOTVÍS með miklum ágætum.

    Register to read more...

  • Málþing um stjórnun veiða í þjóðgörðum

    fredrik-widemo.jpgSkotveiðifélag Íslands stóð fyrir málþingi laugardaginn 5. febrúar í Þjóðmenningarhúsinu undir heitinu Þjóðgarðar, nýting og notkun. Fyrirlesarinn, Fredrik Widemo sem er doktor í dýravistfræðum fjallaði m.a. um stofnun, notkun og nýtingu þjóðgarða og hvernig samskiptum hagsmunaaðila og stjórnvalda væri háttað í slíkum málum.

    Register to read more...

  • Félagsfréttir Skotvís febrúar 2011

    FYLGIST MEÐ

    Nú er verið að vinna frumvarp til laga um endurskoðun náttúruverndarlaga og laga um vernd friðun og veiðar á villtum fuglum og villtum spendýrum. Þá liggja á borði ráðherra tillögur að lögum um Vatnajökulsþjóðgarð. Öll þessi lög skipta verulegu máli fyrir okkur veiðimenn. Nú þegar eru vísbendingar um að lagt verði til að veiðitími verði styttur i einhverjum mæli og að hefta ferðafrelsi á miðhálendinu.

    Við viljum vekja athygli á grein sem umhverfisráðherra, Svandís Svavarsdóttir, skrifaði í Fréttablaðið, laugardaginn 15. janúar síðastliðinn þar sem hún fjallar meðal annars um endurskoðun náttúruverndarlaganna. "Til að tryggja að sem flest sjónarmið komi fram við tillögurnar var ákveðið að birta drög að frumvarpinu á heimasíðu umhverfisráðuneytisins og kalla eftir athugasemdum".

    Register to read more...

  • AÐALFUNDUR SKOTVÍS 2011

    Aðalfundur Skotveiðifélags Íslands verður haldinn þriðjudaginn 22. febrúar kl. 20:00 í  Gerðubergi.

    Dagskrá: Venjuleg aðalfundarstörf.
    Stjórn SKOTVÍS.

  • Námskeið um vopn og veiðar

    Fyrirhuguð eru námskeið, Vopn og veiðar, sem haldin eru af veiðimanninum Róbert Schmidt í samvinnu við Námsflokka Hafnarfjarðar, verða í febrúar nk. Um er að ræða tvö námskeið 8 og 10 feb og 15 og 17 feb (þriðjud og fimmtud frá kl 19-22.00). Hvert námskeið skiptist niður á tvö kvöld, 3 tímar í senn. Námskeiðið hentar byrjendum í skotveiði sem og fyrir þá sem vilja rifja upp. Kennslan fer að mestu fram á glærum en einnig verða skotvopn og veiðibúnaður til sýnis á námskeiðunum.

    Register to read more...

  • Rjúpnaveiðar í Húnaþingi vestra

    Þó að rjúpnaveiðinni sé lokið í bili, þá vinnur landréttarnefnd Skotvís áfram að hagsmunagæslu íslenskra skotveiðimanna á þessu svæði til að koma í veg fyrir að sama sagan endurtaki sig fyrir komandi rjúpnavertíð. Skotvís hafa borist kvartanir frá skotveiðimönnum vegna sölu veiðileyfa á svæði sem ekki er skýrt eignarhald á og hyggst félagið vinna ötullega að þessu máli á þessu ári og halda félagsmönnum upplýstum um gang mála.
     
    Erindi var sent til sveitarsjórnar Húnaþings vestra þann 28. desember s.l. þar sem krafist er gagna varðandi fullyrðingar sveitarfélagsins um eignarhald og heimildir til að mismuna þegnum eftir búsetu í gjaldtöku vegna veiðileyfa, auk þess sem krafist er svara við spurningum sem tengjast veghaldi. Reiknað er með að svör berist fljótlega og verða þau kynnt í næsta fréttabréfi Skotvís.
     
    Landréttarnefnd Skotvís
     
  • Fréttabréf Skotvís

    Stjórn SKOTVÍS hefur ákveðið að senda félagsmönnum af og til rafrænt fréttabréf um það sem er efst á baugi í starfsemi félagsins. Okkur til mikillar ánægju er félagsmönnum SKOTVÍS nú að fjölga. Það verður að segjast eins og er, að oft var þörf en nú er nauðsyn.

    Nú rignir yfir okkur tillögur ýmissa nefnda, stjórna og ráða sem ganga út á að að takmarka skotveiðar og hefta frelsi okkar um að ferðast um hálendi Íslands. Þessum tillögum hefur verið andmælt og höfum við lagt mikla vinnu í að safna staðreyndum um það hvað þessar tillögur eru oft illa unnar og virðast ekki hafa neinn marktækan tilgang. Vonandi tekst okkur að koma í veg fyrir að í það minsta allra "fáránlegustu" tillögunnar nái fram að ganga. Til þess að svo megi verða þurfa samtök okkar skotveiðimanna að vera öflug og kraftmikil.

    Register to read more...

  • Skotvís í samstarf við Fjölmiðlavaktina


    Skotvís og Fjölmiðlavaktin (Creditinfo) hafa gert með sér samkomulag sem gerir félagsmönnum kleift að nálgast yfirlit og aðgang að fréttum, viðtölum og greinaskrifum um málefni skotveiðimanna í gegnum netið.
    Að undanförnu hafa skotveiðimenn staðið í ströngu vegna fyrirhugaðra takmarkanna á veiðum í Vatnajökulsþjóðgarði og hafa margir félagsmenn lagt hönd á plóginn við að leiðrétta ýmsar rangfærslur sem fram hefur komið í málflutningi stjórnar þjóðgarðsins.  Það sem hefur einkennt þessa baráttu er að hún hefur af illri nauðsyn þurft að fara fram í gegnum fjölmiðla þar sem aðkoma útivistarfélaga í undirbúningsferlinu hefur verið mjög takmörkuð.

    Register to read more...

  • Landréttarnefnd - Rjúpnaveiðar í Húnaþingi vestra

    Landréttarnefnd Skotvís hefur haft til meðferðar tilkynningu sveitarstjórnar Húnaþings vestra um að rjúpnaveiðimenn skuli greiða gjald til sveitastjórnar áður en haldið er til veiða á eftirfarandi svæðum:

    1. Lækjarkot, Gafl, Hrappsstaðir og Syðra-Kolugil
    2. Víðidalstunguheiði ásamt Króki, Stóru-Hlíð, Stóra-Hvarfi og Öxnatungu
    3. Arnarvatnsheiði og Tvídægra


    Skotvís gerir þrjár athugasemdir við þessa tilkynningu, en þær eru:

    1. Sveitarfélagið er að selja aðgang að veiðum á hluta úr landi sem vafi leikur á um eignarhald, en Óbyggðanefnd og Hæstiréttur hefur dæmt mörg svipuð mál sem þjóðlendur á þeim svæðum sem endanlegur úrskurður hæstaréttar liggur fyrir.
    2. Sveitarfélagið er að mismuna veiðimönnum eftir aðsetri í gjaldtöku, þ.e. „heimamenn“ borga 5.000,- meðan aðrir borga 50% hærra gjald (7.500,-), en slíkt er brot á „Jafnræðisreglu“ Stjórnsýslulaga.
    3. Sveitarfélagið tilkynnir að fjallaskiladeildir hafi heimild til að loka vegum, en slík aðgerð er aðeins á færi Vegagerðarinnar að framkvæma auk Sýslumanns að undangenginni tillögu almannavarna.

    Register to read more...

  • Flokkun landssvæðis, heimildir til veiða (skýringar)

    Almannaréttur til veiða á landi, vötnum eða hafi snýst algerlega um það hvort tiltekið svæði er háð beinum eða óbeinum eignarrétti. Ef svæðið telst til beinna eignarréttinda er veiði óheimil nema með leyfi eiganda. Eigandi þessi getur verið einkaaðili, ríki, sveitarfélög o.s.frv. Ef svæðið er háð óbeinum eignarrétti, þ.e. að tiltekin aðili á ákveðinn rétt til afnota landssvæðis s.s. beitirétt að þá er veiði almennt heimil án leyfis.

    Beinn eignarréttur = Veiði bönnuð nema með leyfi landeiganda eða ábúanda.

    • Eignarlönd
    • Ríkisjarðir 1 2
    • Kirkjujarðir
    • Jarðir í eigu sveitarfélaga
    • Afréttir sem bein eignarlönd
    • Þjóðgarðar (veiði heimil eða bönnuð, á öllu svæði eða afmörkuðu - fer eftir ákvæðum laga og reglugerða um þjóðgarðinn)

    Óbeinn eignarréttur = Veiði villtra fugla heimil án leyfis

    • Almenningar
    • Þjóðlendur
    • Afréttur sem afréttareign (sérsjónarmið hreindýraveiði, rétthafi hreindýraveiða er sá sem á afréttareign, þ.e. afnotarétt, s.s. beitirétt og rétt til lax og silungsveiði)

    Sérsjónarmið náttúruverndar = Veiði heimil eða bönnuð fer eftir fyrirmælum í ákvæðum friðlýsingar sjá vef umhverfisstofnunar og stjórnartíðindi.

    • Friðlönd = Fer eftir ákvæðum friðlýsingar hvort veiði heimil eða ekki. 38 svæði á landinu öllu
    • Náttúruvætti = Veiði oftast heimil. 34 svæði á landinu öllu
    • Fólkvangar = Veiði og meðferð skotvopna bönnuð. 14 svæði á landinu öllu

    Eldri flokkun lands skiptist í eignarlönd, afrétti og almenninga en núverandi skipting skv. lögum um þjóðlendur og ákvörðun marka eignarlanda, þjóðlendna og afrétta ("Þjóðlendulögum") sem óbyggðanefnd vinnur efir.  Óbyggðanefnd stefnir á að ljúka skiptingu lands í eignarlönd og þjóðlendur árið 2017.

    Eignarlönd eru háð beinum eignarrétti og veiði því þar óheimil, jafnt í eldri sem yngri skiptingu. Eignarlönd geta verið í eigu einkaaðila, ríkisjarðir, þ.mt. kirkjujarðir eða jarðir í eigu sveitarfélaga. Sjá nánar skýringu á beinum eignarrétti og eignarlöndum hér að neðan.

    Almenningar (teljast nú algerlega til þjóðlendna) eru svæði þar sem öllum er heimil landnýting innan ramma laganna þ.m.t. veiði.

    Afréttir (teljast nú að hluta til eignarlanda og að hluta til þjóðlendna) geta talist bein eignarlönd eða að aðili hafi þar óbein eignarréttindi. Hlutverk óbyggðanefndar er að skera úr um það hvaða afréttir (hvort sem þeir eru í eigu sveitarfélaga eða einkaaðila) teljist bein eignarlönd og hvaða afréttir séu landssvæði þar sem aðili, einn eða fleiri, eigi tiltekin afnotaréttindi s.s. lax- og silungsveiðirétt eða beitirétt. Þeir síðarnefndu afréttir teljast þá til þjóðlendna en vissir aðilar eiga réttindi þar. Athugið að réttur til fuglaveiði er heimill án leyfis öllum innan afréttarlanda sem einungis eru óbein eignarréttindi (afnotaréttindi). Afréttarlönd sem eru bein eignarlönd (bein eignarréttindi) eru háð leyfisveitingu landeiganda. Sá sem heldur fram tilkalli til beins eignarréttar yfir tilteknu svæði þarf að sýna fram á rétt sinn til þess með heimildarskjölum.  

    Sérsjónarmið hreindýraveiði  Sá sem á óbein eignarréttindi á landi þ.e. afrétt sem telst þjóðlenda sá hinn sami á einnig rétt til hreindýraveiði. Getur það verið einkaaðili eða sveitarfélag. Réttur til hreindýraveiði felst í því að fá greidd felligjöld og sá réttur til að banna veiði innan þess svæðis sem hann hefur óbeinan eignarrétt yfir.

    Þjóðlendur eru svæði þar sem öllum er almennt heimil fuglaveiði  Allir almenningar teljast þjóðlendur og hluti afrétta einnig (þeir sem ekki eru háðir beinum eignarrétti sem eru velflestir afréttir skv. fyrri skiptingu lands). Ríkið á formlegan eignarrétt yfir þjóðlendum en það er ekki beinn eignarréttur heldur réttur sérstaks eðlis sem felur í sér forræði til verndunar og varðveislu.

    Friðlýsingar náttúruvætta og friðlanda  Stjórnvöld geta friðlýst landssvæði bæði þau sem eru háð beinum og óbeinum eignarrétti. Því er unnt að friðlýsa svæði sem teljast til eignarlanda gegn greiðslu bóta sem og svæði sem teljast til afréttareignar eins eða fleiri aðila. Þjóðlendur er unnt að friðlýsa frekar, jafnvel öll þjóðlendusvæði en bætur yrðu þá aðeins greiddar út til landeigenda sem hefðu óbein eignarréttindi.

    Þjóðgarðar  Beinn eignarréttur er hjá ríkinu og það hefur algert forræði á því hvaða landnýting er heimil eða óheimil innan þeirra. Ríkið getur með lögum eða reglugerðum afmarkað landssvæði til veiða og takmarkað hana fremur frjálst eða bannað með öllu án þess að sæta nokkurs konar bótaábyrgð enda er almannaréttur á Íslandi ekki tryggður með réttarvernd.

  • Landréttarnefnd Skotvís

    Í kjölfar umræðu um veiðitakmarkanir og skerðingu á almennum veiðirétti, sbr. fyrirliggjandi takmarkanir á veiðum innan  Vatnajökulsþjóðgarðs, auk fjölda fyrirspurna frá veiðimönnum um heimilar rjúpnaveiðar, telur Skotvís nauðsynlegt að stórefla vinnu við þennan málaflokk með þátttöku félagsmanna.

    Í þessum tilgangi hefur Skotvís sett á laggirnar landréttarnefnd, sem mun á næstu vikum leggja fram áætlun fyrir stjórn Skotvís hvernig skuli bregðast við þessu ástandi.  Í þeirri áætlun er gert ráð fyrir virkri þátttöku félagsmanna, hvort sem það snýr að upplýsingaöflun, kynningarstarfi, fjáröflun eða bara að tilkynna um ágreining varðandi eignarétt og ráðstöfun veiðiheimilda.

    Register to read more...

  • Ályktun frá félagsfundi SKOTVÍS - Takmörkun á veiðum í Vatnajökulsþjóðgarði

    Á opnum félagsfundi SKOTVÍS í Gerðubergi samþykkti fundurinn eftirfarandi ályktun:

    Skotveiðifélag Íslands mótmælir harðlega þeim miklu takmörkunum á veiðum sem fram koma í tillögum að stjórnar- og verndaráætlun fyrir Vatnajökulsþjóðgarð. Tillögurnar fela í sér bann við veiðum á hreindýrum, gæsum og rjúpum á helstu veiðisvæðum innan þjóðgarðsins.

    Ekki var haft eðlilegt samband við viðeigandi hagsmunaaðila, í þessu tilfelli Skotveiðifélag Íslands, þrátt fyrir að tillagan feli í sér að að gengið sé á rétt skotveiðimanna. Sú spurning hlýtur að vakna hvort slíkt teljist góðir stjórnsýsluhættir?

    Register to read more...

  • Jarðaför á ferðafrelsi íslendinga

    jardarfor_vonarskard_forsida4x4.gifÁ fundi ferðafrelsinefndar (með aðkomu fjölda félagasamtaka) í kvöld var skipað í framkvæmdanefnd fyrir verkefni útivistarfélaga á Íslandi um að halda stærstu jarðarför fyrr og síðar í Vonarskarði 2. október kl. 13:00. Í nefndinni eru Unnar Garðarsson, Davíð Ingason, Einar Haraldsson, Jón Snæland, Guðmundur G. Kristinsson og Sveinbjörn Halldórsson sem fer fyrir nefndinni.

    Register to read more...

  • Sendið athugasemd til stjórnar Vatnajökulsþjóðgarðs

    Eftirfarandi texti er hugsaður til að auðvelda þeim sem málið varðar að koma til skila athugasemd til stjórnar Vatnajökulsþjóðgarðs vegna tillögu að stjórnar- og verndaráætlunar fyrir þjóðgarðinn. Stjórn SKOTVÍS hvetur alla veiðimenn til að kynna sér málið á heimasíðu þjóðgarðsins og senda inn athugasemdir, og láta boðin ganga til annarra að gera slíkt hið sama.
    „Ég undirritaður skora á stjórn Vatnajökulsþjóðgarðs og umhverfisráðherra að hafna þeim tillögum sem snúa að því að banna eða takmarka hefðbundnar skotveiðar innan Vatnajökulsþjóðgarðs. Veiðar sem stundaðar eru í íslenskri náttúru eru mikil upplifun og góð afþreying og er íslensk villibráð einhver hollasti matur sem völ er á. Það er sjálfsagt að nýta það sem landið gefur af sér á skynsamlegan og sjálfbæran hátt.
    Leyfum framtíðar veiðimönnum að njóta náttúrunnar á sama hátt og forfeður þeirra hafa gert um aldir. Þjóðgarðar eru sameign þjóðarinnar. Takmarkið ekki eðlilegar veiðar innan þeirra“

    Register to read more...

  • Vegna Vatnajökulsþjóðgarðs

    Stjórn SKOTÍS hefur sent stjórn Vatnajökulsþjóðgarðs athugasemdir við tillögu að stjórnar- og verndaráætlun þjóðgarðsins.
    Bréfið má lesa hér á pdf formi ásamt tveimur fylgiskjölum.

    Bréf frá Skotvís þann 14. júní 2010

    Athugasemdir Skotvís 12. apríl 2010

    Ályktun stjórnar Skotveiðifélags Íslands 15. mars 2010

  • Breytingar á námskeiðum fyrir hreindýraveiðimenn

    Námskeið það sem halda átti fyrir hreindýraveiðimenn laugardaginn 12. júní hefur verið aflýst. SKOTVÍS mun hinsvegar bjóða félagsmönnum sínum sem greitt hafa árgjald sitt fyrir árið 2010 að sækja námskeið Skotfélags Reykjavíkur sér að kostnaðarlausu.
    Þessi breyting er til mikils hagræðis fyrir félagsmenn SKOTVÍS því námskeið SR verða alla miðvikudaga í sumar frá og með 23. júní og til og með 04. ágúst. Námskeiðin hefjast kl. 19 og þeim lýkur kl. 21 . Félagsmenn SKOTVÍS sem hyggjast sækja námskeiðin eru beðnir að skrá sig á namskeid@skotvis.is

    Stjórn SKOTVÍS.
  • Óður til hreindýrs

    Dagskrá fyrir málþingið Óður til hreindýrsins á Vetrarhátíð í Ríki Vatnajökuls, málþingið verður miðvikudaginn 31.mars (daginn fyrir Skírdag)
    Málþingið fer fram í Nýheimum á Höfn í Hornafirði, markmiðið er að fræðast almennt um hreindýrin og greina þau tækifæri sem felast í þessari auðlind sem hreindýrin eru. Leitast verður við að málþingið verði þverfaglegt og varpi ljósi á flesta þá þætti sem tengjast hreindýrum, eins og ferðaþjónustu, handverk, mat úr héraði, skotveiði og veiðilendur. Um kvöldið ætlum síðan að borða mat úr héraði á Hótel Höfn en þar verður einnig frumflutt skemmtiatriði sem ber heitið Óður til hreindýrsins.

    Vinsamlega skráið þátttöku sem fyrst en í síðasta lagi föstudaginn 26. mars, tilkynna þarf sérstaklega þátttöku í kvöldverði.

    Register to read more...

  • Ályktun frá stjórn SKOTVÍS - Tillaga að verndaráætlun fyrir austursvæði Vatnajökulsþjóðgarðs

    Reykjavík 15. mars 2010 

    Ályktun stjórnar Skotveiðifélags Íslands vegna tillögu að verndaráætlun fyrir austursvæði Vatnajökulsþjóðgarðs. 

    Skotveiðifélag Íslands undrast þær tillögur og þau vinnubrögð sem liggja fyrir í tillögu að verndaráætlun fyrir austursvæði Vatnajökulsþjóðgarðs. Þar koma fram tillögur um bann við veiðum á hreindýrum, gæsum og rjúpum á ákveðnum svæðum innan þjóðgarðsins. Skýrsluhöfundar hafa ekkert samband haft við viðeigandi hagsmunaaðila, í þessu tilfelli Skotveiðifélag Íslands, þrátt fyrir að lagt sé til að gengið sé á rétt skotveiðimanna með tillögunni. Það bendir til þess að viðunandi hagsmunaaðilagreining hafi ekki verið unnin af skýrsluhöfundum.  

    Tillagan var kynnt á fundi þann 11. mars sl. á Hótel Héraði og var Skotveiðifélagi Íslands aldrei tilkynnt um þennan fund.  Það er athyglisvert þar sem fram kemur á heimasíðu Vatnajökulsþjóðgarðs að svæðisráð, sem ber ábyrgð á tillögunni, verði á staðnum til taka á móti ábendingum og athugasemdum varðandi drögin að verndaráætluninni. Miðað við þetta má draga þá ályktun að skýrsluhöfundar hafi ekki kært sig um athugasemdir frá skotveiðimönnum og þeirra hagsmunasamtökum. 

    Register to read more...

  • Villibráðaruppskrift ársins - Flott verðlaun

    villibrad_web.jpgSkotveiðifélag Íslands efnir til uppskriftarsamkeppni á meðal félagsmanna sinna. Uppskriftirnar þurfa að hafa borist skrifstofu félagsins fyrir 2. desember 2009. Athugið að aðeins félagsmenn í SKOTVÍS geta tekið þátt í keppninni og hráefnið verður að vera villibráð, kjöt og/eða fiskur.

     

    Register to read more...

  • Myndband um rjúpnaveiðar

    {flv}rjupnaveidar{/flv}
  • Nýr aðili gefur félagsmönnum afslátt

    Jeppaland ehf. Smiðshöfða 12, hefur nú gengið til liðs við þau fyrirtæki sem gefa félagsmönnum afslátt og höfum við þá ánægju að tilkynna félagsmönnum að nú bjóðast þeim vandaðar jeppabreytingar og viðhald á breyttum og óbreyttum bílum með góðum afslætti. Jeppaland býður einnig upp á úrval aukahluta á afslætti. Heimasíðan sem vísað er í, í skráningu þeirra hér að neðan er ekki orðin virk en fer í loftið á næstu dögum...


    Register to read more...

  • Ert þú með nýtt heimilisfang - Sendu okkur þá póst

    Nú erum við búin að senda út tímaritið Skotbís 2009 og senn líður að því að útgáfa félagsskírteina fyrir 2010 hefst.

    Ef þú hefur fengið nýtt heimilisfang, símanúmer eða tölvupóstfang biðjum við þig að senda okkur upplýsingar um það á skotvis@skotvis.is

    Með félagskveðju,

    Skrifstofa Skotvís

     

  • Blesgæsin friðuð

    Nauðsynlegt er að veiðmenn geri allt sem þeir geta til að koma í veg fyrir að skjóta blesgæsir óvart. Til að auka hæfni manna til að greina blesgæsir út frá hljóði og útliti höfum við safnað saman eftirfarandi gögnum til að gefa veiðmönnum glögga mynd af blesgæsinni.

    Register to read more...

  • Ályktun frá stjórn SKOTVÍS - Veiðar útlendinga

    Stjórn Skotveiðifélags Íslands vekur athygli stjórnvalda og almennings á því að nýframkomnar upplýsingar um skotveiðar útlendinga á Íslandi árétta nauðsyn þess, að lög um fuglaveiðar og fuglafriðun, nr. 33/1966, verði endurskoðuð gaumgæfilega, m.a. til þess að setja í lög ákvæði, sem komið gætu í veg fyrir óæskilegar veiðar útlendinga hérlendis.

    Stjórnin lýsir furðu sinni á því, að frumvarp til laga um fuglaveiðar og fuglafriðun skuli nú vera lagt fram óbreytt á Alþingi í fimmta sinn, þó að öllum ætti að vera ljóst, að það tekur alls ekki á ýmsum þeim meginvandamálum, sem hér eru uppi í sambandi við fuglaveiðar, fuglavernd og rannsóknir á fuglum.  Má til dæmis taka, að í frumvarpi þessu er engin tilraun gerð, til að jafna þann ágreining, sem nú er uppi milli landeigenda og veiðimanna um veiðirétt.

    [sjá einnig Fréttabréf SKOTVÍS, janúar 1981, bls. 7

You are here: Home Samstarf Samstarfsverkefni