Tillaga Svæðisráðs Norðvesturlands - Úthlutun hreindýraveiðileyfa

Tillaga að breyttu kerfi við úthlutun á hreyndýraleyfum.

Umsækjendur hreindýraveiðileyfa greiði við staðfestingu á umsókn 25% af endanlegu verði hreindýraveiðileyfis.

Ef viðkomandi fær úthlutað leyfi og kýs að nýta það ekki verður ekki um að ræða endurgreiðslu staðfestingargjalds. Að sjálfsögðu eru undanþágur á þessu vegna alverlegra veikinda og annara lögmætra forfalla.

Fyrir þann 1. maí skal greiða 75% lokagreiðslu af veiðileyfinu. Veiðileyfi sem ekki hafa verið greidd á tilsettum tíma verður endurúthlutað í samræmi við núgildandi fyrirkomulag um biðlista. Veiðileyfi sem er að fullu greitt er ekki hægt að skila og endurúthluta nema til komi alvarleg veikindi eða önnur lögmæt forföll.

Eftir 20. maí endurgreiðir UST 25% staðfestingargjaldið til baka til þeirra umsækjenda sem ekki hafa fengið leyfi. Þegar sótt er um leyfi gefa umsækjendur upp bankaupplýsingar sem  endurgreitt staðfestingargjald verður laggt inná, fái umsækjandi ekki úthlutað veiðileyfi.

Lagt er til að einstaklingur sem sækir um í fyrsta sinn eða hefur fengið úthlutað leyfi árið á undan eina slembitölu í útdrætti um hreindýraveiðileyfi. Ef viðkomandi sótti um á síðasta ári og fékk ekki veiðileyfi fái hann 2 slembitölur í útdrættinum og hafi því auknar líkur á úthlutun veiðileyfis. Viðkomandi þarf ekki að sækja um á sama svæði aftur til að fá 2 slembitölur.

5 ára reglan gildir áfram.

Með þessu teljum við að það væru raunverulega þeir sem vilja kaupa leyfi að sækja um og þeir sem eru að sækja um bara til að vera með hætti að sækja um. Einnig að veiðimenn viti þá flestir strax í febrúar hvort þeir hafi leyfi eða ekki. Þetta er dýrt sport og sjálfsögð krafa alvöru veiðmanna að það sé vandað til verka við þetta og draga úr falskri eftirspurn veiðileyfa og jafnvel kennitölusöfnun. Stór hluti af svona veiðferð er að upplifa biðina og undirbúningin við að fara í svona kostnaðarsama ferð.

Svæðisráð Norðvesturlands

Tags: úthlutun, verður, úthlutað, leyfi, veiðileyfi, sækja, hafi, fengið, þessu, tillaga, þeir, umsækjendur
You are here: Home