Ályktun frá stjórn SKOTVÍS - Vatnajökulsþjóðgarð og skortur á samráði við veiðimenn

Umhverfisráðherra, Svandís Svavarsdóttir, gerði fyrr í dag grein fyrir ákvörðun sinni um að samþykkja verndar og stjórnunaráætlun stjórnar Vatnajökulsþjóðgarðs án breytinga.  Stjórn Skotvís bendir á að áætlunin er gjörningur sem er gerður án aðkomu landssamtaka skotveiðimanna (SKOTVÍS) sem hefur ekki á neinu stigi málsins verið boðin aðkoma að undirbúningsferlinu eins og skýrt er kveðið á í lögum um þjóðgarðinn.  Auk þess að farið er á svig við stjórnsýslulög, t.d. með takmörkunum sem ganga gegn meðalhófsreglu stjórnsýslulaga.  Stjórn Skotvís harmar að fyrirheit um samráð hafa verið svikin og spyr hvort þetta sé forsmekkurinn að því sem koma skal þegar fjalla á um mál sem snúa að náttúruvernd.

Stjórn Skotvís hefur ítrekað bent á annmarka í ferlinu og forsendur veiðitakmarkanna og gefið kost á því að ræða tillögurnar efnislega.  Hvorki stjórn þjóðgarðsins né ráðherra hafa sýnt því áhuga.  Þrátt fyrir niðurstöðu ráðherra, þá lítur stjórn SKOTVÍS svo á að umhverfisráðherra hafi með yfirlýsingu sinni viðurkennt misbrestina í ferlinu með því að bæta fyrir mistökin og taka upp samráð varðandi samgöngur innan þjóðgarðsins, en slíkt samráð stendur skotveiðimönnum ekki til boða.  Eðlilegt er að málefni skotveiðimanna, s.s. er snúa að veiðistjórnun séu sett í sama farveg, því annars mun ekki ríkja almenn sátt um Vatnajökulsþjóðgarð.

Stjórn Skotvís

Tags: eins, verið, skotvís, stjórn, kveðið, ganga, svig, stjórnsýslulög, farið, takmörkunum, þjóðgarðinn, skýrt, undirbúningsferlinu
You are here: Home