Ályktun frá félagsfundi SKOTVÍS - Takmörkun á veiðum í Vatnajökulsþjóðgarði

Á opnum félagsfundi SKOTVÍS í Gerðubergi samþykkti fundurinn eftirfarandi ályktun:

Skotveiðifélag Íslands mótmælir harðlega þeim miklu takmörkunum á veiðum sem fram koma í tillögum að stjórnar- og verndaráætlun fyrir Vatnajökulsþjóðgarð. Tillögurnar fela í sér bann við veiðum á hreindýrum, gæsum og rjúpum á helstu veiðisvæðum innan þjóðgarðsins.

Ekki var haft eðlilegt samband við viðeigandi hagsmunaaðila, í þessu tilfelli Skotveiðifélag Íslands, þrátt fyrir að tillagan feli í sér að að gengið sé á rétt skotveiðimanna. Sú spurning hlýtur að vakna hvort slíkt teljist góðir stjórnsýsluhættir?

Þjóðgarður er eðli málsins samkvæmt landsvæði sem nýtt er undir ákveðna starfsemi sem rúmað getur allskyns tegundir útivistar, hvort sem það er gönguferð, fuglaskoðun, veiðar eða önnur náttúruupplifun. Fram til þessa hafa ekki komið fram gild rök sem hvetja til þess að draga skuli úr eða banna þær veiðar sem hingað til hafa verið stundaðar innan þjóðgarðsins. Sé farið eftir því hvað hefur tíðkast og hefð er fyrir að gert sé innan þess svæðið sem fellur undir Vatnajökulsþjóðgarð er augljóst að veiðar hverskonar skipa þar stóran sess og sjálfbærar veiðar eiga því fullan rétt á sér í óbreyttri mynd.

Fundurinn skorar hér með á umhverfisráðherra að taka til skoðunar athugasemdir og tillögur sem stjórn SKOTVÍS hefur þegar komið á framfæri við stjórn Vatnajökulsþjóðgarðs og umhverfisráðherra og leggur til að ráðherra breyti tillögum stjórnar þjóðgarðsins í þá veru að hefðbundnar veiðar sem stundaðar hafa verið á svæðinu verði áfram heimilar.

Tags: skotveiðifélag, íslands, skotvís, þessu, samband, veiðum, ályktun, félagsfundi, tilfelli, tillagan, þrátt, viðeigandi, eðlilegt, haft, feli
You are here: Home