Ályktun aðalfundar 2013 - Þátttaka í aðalfundarstörfum utan aðalfundar

Flutningsmaður tillögu: Stjórn Skotvís á aðalfundi félagsins 4. febrúar 2013

Aðalfundur SKOTVÍS 2013 samþykkir eftirfarandi ályktun:

Stjórn SKOTVÍS er falið að skipa nefnd til að kanna hvort tilefni sé til, og þá með hvaða hætti, að breyta lögum félagsins þannig að félagsmenn geti greitt atkvæði á aðalfundum, eða tekið þátt í fundarstörfum, án þess að þeir séu viðstaddir hann í eigin persónu. Nefndin skili tillögum til stjórnar um miðjan september 2013.

Greinargerð:
SKOTVÍS eru landssamtök með félaga um allt land. Í því ljósi telur aðalfundur SKOTVÍS rétt að kanna hvort tilefni sé til að skoða hvort heppilegt og hentugt sé að félagsmenn, sem ekki geti sótt fundi félagsins svo sem vegna fjarlægða, geti engu að síður tekið þátt í fundarstörfum á aðalfundum félagsins.

Tags: félagsins, aðalfundur, skotvís, aðalfundar, tekið, kanna, stjórn, geti, ályktun, félaga, þátt
You are here: Home