Ályktun aðalfundar 2012 - Veiðar á einkajörðum og siðareglur Skotvís

Flutningsmaður tillögu: Stjórn Skotvís á aðalfundi félagsins 31. janúar 2012

Greinargerð
Veiðar á Íslandi fara mikið til fram á einkajörðum, sem nú teljast um 6.500, og eru stundaðar þar með samþykki landeiganda. SKOTVÍS er mikið í mun að skotveiðimenn virði rétt landeigenda, eigi góð samskipti við landeigendur og stundi veiðar í anda siðareglna félagsins. Landeigendur eru því í kjöraðstöðu til að tryggja að veiðar á þeirra jörðum séu stundaðar með ábyrgum hætti.

Ályktun
Aðalfundur SKOTVÍS 31. janúar 2012 hvetur þá landeigendur sem leyfa veiðar á jörðum sínum að hafa siðareglur félagsins til hliðsjónar þegar þeir heimila veiðar og stuðla þannig að því að veiðar fari fram með ábyrgum hætti.

Tags: félagsins, landeigendur, skotvís, 2012, hætti, veiðar, janúar, þeirra, mikið, jörðum, ábyrgum, stundaðar, siðareglur, tryggja
You are here: Home