Ályktun aðalfundar 1985 - Náttúrufræðisafn

Flutningsmaður tillögu: Ágúst H. Bjarnason á aðalfundi félagsins 13. apríl 1985

Ályktun

"Aðalfundur Skotveiðifélags Íslands haldinn þann 13. apríl 1985 beinir eindregnum tilmælum til þings og þjóðar þess efnis, að nú þegar verði hafinn undirbúningur að því að reisa nýtt og veglegt náttúrufræðisafn.

Fundurinn minnir á, að þjóðin sækir auðæfi sín með einum eða öðrum hætti í náttúru landsins. Líf í þessu landi byggist óyggjandi á því, að við kunnum að varðveita og meta gildi þessara auðæfa bæði til sjávar og sveita.

Almenn fræðsla um náttúrunar ríki er hornsteinninn undir hagsæld þjóðarinnar. Því fyrr sem fólk kynnist gögnum og gæðum náttúrunnar þeim mun fyrr lærist því að njóta hennar og nýta hana skynsamlega. Vel búið og myndarlegt náttúrufræðisafn er ódýrasta og jafnframt fljótfarnasta leiðin til þess að ná fram þessu markmiði."

Tags: apríl, þess, fyrr, almenn, 1985, undir, þessu, ályktun
You are here: Home