Skotvís 20 ára - Annáll - stiklað á stóru í sögu félagsins


Þetta var hugsun manna á þessum misserum og því fór sem fór að boðað var til undirbúningsfundar í Hafrannsóknarhúsinu við Skúlagötu. Aðalhvatamenn í fyrri hópnum voru Sólmundur Einarsson og starfsfélagar sem hittust þar ásamt oddvitum síðari hópsins, Agli Stardal, þá­ver­andi eig­end­um Vesturrastar og undirrituðum. Á þessum fundi voru nokkrir valin­kunn­ir menn s.s. Bjarki Elíasson, full­trúi lögreglustjóra, Agnar Kofoed Han­sen, Bjarni Jónsson, Pétur Guðjónsson og fleiri. Málin voru rædd og menn mjög sammála um nauðsyn þess að koma á samtökum til varnar hagsmunum skotveiðimanna. Þegar kom að atkvæðagreiðslu um fimm mis­mun­andi heiti væntanlegs félags urðu nokkrir aðilar ekki alveg sáttir við niður­stöðuna sem var sú að félagið skyldi heita „Félag skotveiði­manna“ og viku af fundi. Í lok fundarins var kosið í undirbúnings­nefnd­ir, markmiðanefnd og laganefnd. Fundar­stjóri, Vilhjálmur Lúðvíksson, sleit fundi um miðnættið og var þetta fyrsti en ekki síðasti fundurinn í röðum okkar skotveiði­manna þar sem yfir­veg­un, þekking og röggsemi Vilhjálms hefur notið sín.

 

Stofnun félagsins

Stofnfundur SKOTVÍS var hald­inn í Reykjavík, 23. september 1978 klukkan 14:00 í Árnagarði, Háskóla Íslands. Fundarstjóri var Vilhjálmur Lúðvíksson og fundarritari Bjarni Kristjánsson. Jón Kristjánsson kynnti tillögu að lögum félagsins. Ólafur K. Pálsson kynnti tillögu að siða­­reglum fyrir félagsmenn. †msir tóku til máls og var mönnum tíðrætt um réttindi landlausra manna til skot­veiða. Fundurinn samþykkti einróma lög félagsins og var fyrsti formaður SKOTVÍS kjörinn Sólmundur Einars­son. Aðrir stjórnarmenn voru Jón Kristjáns­son, Haukur Brynjólfsson, Ólafur K. Pálsson og þorsteinn Líndal. Varamenn voru Skjöldur þorgrímsson, Eyjólfur Friðgeirsson, Finnur Torfi Hjör­leifsson, Páll Leifsson og Jón Sigfús­son. Var ákveðið að leggja til­lögur að siðareglum fyrir næsta aðal­fund. †mis gögn fylgdu fundargerð þessa stofnfundar, s.s. lög SKOTVÍS, frum­varp 1978-09-23, skrá yfir stofn­félaga o.fl. Fundurinn stóð í liðlega 3 klukku­stundir.
Á fyrsta fundi fyrstu stjórnar SKOT­VÍS, þann 27. september 1978, skipti stjórn með sér verkum, vara­formaður var þorsteinn Líndal, ritari Jón Kristjánsson, gjaldkeri Ólafur K. Pálsson og meðstjórnandi Haukur Brynjólfsson. Félagar voru alls 120 um þetta leytið. Fljótlega eftir stofnun félagsins hafði stjórnin samband við skotveiðifélög hinna Norðurlandanna og urðu undirtektir strax góðar, mikil og merkileg gögn streymdu til Reykja­víkur. Samskipti hafa æ síðan verið með ágætum og SKOTVÍS varð fljótlega fullgildur aðili í „Nordisk Jäger­sam­virke“ með íslensku fánalitunum í fallegu og táknrænu merki samtakanna, fimm fljúgandi fuglum í hringskornu merki.
Aðalstarf félagsins varð strax gróskumikið og að baki því lágu margar vinnustundir og fundir. Strax á fyrsta starfsári voru 4 nefndir full­skip­að­ar í helstu málaflokka, siðareglu­nefnd, landréttarnefnd, fræðslunefnd og fuglafriðunarnefnd. Merki félagsins gerði Ernst Backmann teiknari og hefur það staðist tímans tönn með ein­dæm­um vel, ýmist sem barmmerki, fána­merki, ermamerki, bílrúðumerki eða bréfahaus. Sérstök SKOT­REYN­AR merki voru líka framleidd og einnig felulitaermamerki.

 

Veiðisel

Ekki hafði félagið starfað lengi þegar menn fundu mikið óhag­ræði í því að vera alltaf í húsnæðishraki þótt vissulega hafi það einatt verið heimilislegt þegar við vorum inni á gólfi hjá einhverjum stjórnar- eða nefndarmanna. Enginn samastaður fyrir gögn, bækur, tæki og tól háði starf­seminni gjarnan svo ekki sé talað um stærri fundi vegna fræðslustarfsemi og ráðstefnuhalds. Samband við hinn almenna félagsmann var í molum og féll og stóð með bréfaskriftum og sím­tölum stjórnarliða. Því kom fljótlega að því að leitað var að húsnæði innan borgar­markanna og fór svo að samn­ingar tókust við „Ármenn, félag stang­veiði­manna á flugu“ um að samnýta aðstöðu þeirra á Skemmuvegi 14 í Kópa­vogi. Þar fengum við SKOTVÍS-félagar tvo virka daga í viku fyrir “opið hús” auk fundaraðstöðu. Þetta gjör­breytti félagsstarfinu til hins betra. Hús­næðið fékk nafnið Veiðisel og nú gátu menn hist á heimavelli og skrafað um síðustu veiðiafrekin í eigin húsnæði. Fundir voru vel sóttir þótt aldrei vissum við fyrirfram um aðsókn, jafnvel þegar þekktir veiðimenn áttu í hlut. Fræðslunefndin gaf út bækling, „Á döfinni“, um dagskrá vetrarins og megin­stefnan var sú að fyrirlesarar væru sóttir jafnt út fyrir raðir veiði­fél­ag­anna, s.s. til oddvita annara áhuga­manna í útivistargeiranum. Ráðstefnur og stærri fundir voru gjarnan haldnir í Gerðubergi eða húsi Slysavarnar­félags­ins. Allt að 40 einstaklingar héldu afmörk­uð erindi í Veiðiseli á sínum tíma og var helmingur þeirra utan­félags­­­menn. Menn komu gjarnan með vopnin sín til að fá aukakennslu um meðferð þeirra, leituðu þá til byssu­við­gerðar­manna í röðum félagsins og fóru fróðari af fundi. Stærri og minni nám­skeið voru haldin í Veiðiseli, aðallega um gæsir, rjúpur, hreindýr og endur. Þá var matreiðsla ekki heldur vanrækt á þessum námskeiðum. Ekki má gleyma notalegheitum í Veiðiseli í kringum hátíð­ar og í lok veiði­tímans, þá var oft glatt á hjalla fram eftir nóttu. Félagar SKOTVÍS sem upplifðu stemminguna í Veiðiseli forð­um eiga þaðan margar góðar minn­ingar.

 

Skotvopnanámskeið lögreglunnar og SKOTVÍS

Eftir talsverðan undirbúning, fjölda símtala og funda í nær þrjú misseri varð loks að samkomulagi milli Dómsmálaráðuneytisins og SKOTVÍS í bryjun árs 1990 að hefjast handa um námskeiðahald í meðferð skotvopna og skotfæra fyrir byrjendur. Umsjón fyrir hönd ráðuneytis hefur frá byrjun verið í höndum Lögreglunnar í Reykjavík. Í fyrstu skólanefndinni sátu Bjarni Kristjáns­son, Finnur Torfi Hjör­leifs­son, Jóhann Bjarnason, Ævar Petersen og undirritaður, og höfðum við með höndum umsjón námskeiðanna fyrir hönd félagsins til að byrja með. Fyrsta námskeiðið var haldið 21.-23. júní 1990 en alls voru haldin 11 námskeið á því ári. Námskeiðin eru í tveim aðal­hlut­um, bóklegt og verklegt. Bóklegi þátt­ur­inn fer fram í húsakynnum Lög­regl­unnar en sá verklegi á skotsvæði SKOTVÍS í Miðmundardal. Bækl­ing­ur­inn „Skotvopnanámskeið, leiðbein­ing­ar handa umsækjendum um byssu­leyfi„ var tekinn saman af kennurum og hefur síðan verið endurnýjaður og lag­færður eftir þörfum. Hafa námskeið þessi verið fyrirmynd að skotvopna­leyfis­nám­skeið­um lögregluembætta víða um lands­byggð­ina.

 

SKOTVÍS 1998

Í dag hefur félagið yfir að ráða ágætis skrifstofuhúsnæði við Laugaveg 103, 105 Reykjavík. Þangað eru félags­menn ávallt velkomnir til að fræðast um starfsemi félagsins en skrifstofan er opin þriðjudaga og fimmtudaga klukk­an 13:00 til 17:00. Óhætt er að segja að ákveðin bylting hafi orðið í starfsemi félagsins þegar tekin var sú ákvörðun að ráða starfsmann til félagsins síðla sumars árið 1995, enda umfang starf­sem­innar þá þegar orðið mikið. Í dag eru félags­menn 2500 talsins og fer ört fjölgandi. Rabbfundir eru haldnir yfir vetrar­tímann á Ráðhúskaffi sem stað­sett er í Ráðhúsinu í Reykjavík. Þeir eru alltaf fyrsta miðvikudag hvers mánaðar og hefjast klukkan 20:30. Á þessum fund­um eru tekin fyrir hin ýmsu mál­efni og fengnir fyrirlesarar.

Sverrir Scheving Thorsteinsson
Höfn í Hornafirði
Tags: voru, nokkrir, fyrr, þekkingar-, bökum, skilnings­leysi, tröllreið, snúa, sporti, áhuga­menn, gamal­­reyndum, rabbfundir, saman, skotveiðimönnum, þessu
You are here: Home Tímaritið SKOTVÍS Greinar um málefni Aðrar greinar Skotvís 20 ára - Annáll - stiklað á stóru í sögu félagsins