Skotskóli tekur til starfa í fyrsta sinn á Íslandi


Grundvallaratriðin könnuð

Picture 22.jpgÍ Skotskólanum er reynt að mæta þörfum og óskum hvers nemanda. Hjá öllum eru könnuð nokkur grundvallaratriði. Það fyrsta er hvort augað er ráðandi. Mörgum kemur á óvart að uppgötva hve mjög það spillir árangri­ ef þeir eru t.d. með vinstra auga ráðandi en skjóta frá hægri öxl með bæði augun opin. Til eru ráð til að lagfæra það. Eins er kannað hvernig skytt­an tekur byssuna upp og hvort byssan passar viðkomandi. Ein aðal­ástæða þess hve mörgum gengur oft erfiðlega að hitta fugla eða leirdúfur á flugi er meðal annars léleg byssuupptaka og að byssan passar ekki sem skyldi. Þeir sem ætla sér að stunda­ veiðar eða keppni með haglabyssu þurfa nauðsynlega að huga að þessum þáttum strax í upphafi.
Rétt smíðað skefti, sniðið að lík­ama skyttunnar, getur aukið árangur og ánægju skotmanna til mikilla muna. Það er því nauðsynlegt að framkvæma mælingar á lengd afturskeftis, hæð á kambi, kasti og huga að þrengingum í hlaupi þegar kaupa á nýja byssu. Skotskólinn er í samvinnu við Jóhann Vilhjálmsson byssusmið um byssumátun og aðlögun hagla­byssna.

 

Klæðskerasniðin kennsla

Kennslan fer eftir því hvar nemandi er staddur sem skytta. Byrjend­um eru kennd undirstöðuatriði eins og almennar öryggisreglur, um­­gengni við skotvopn, að taka upp byssu, fótstaða og að hitta leir­dúfur á flugi. Kennslan er útfærð eftir því hvort nemendur hyggjast leggja áherslu­ á veiðar eða íþróttaskotfimi.
Reyndar skyttur eiga einnig er­indi í skólann. Hjá keppnismönnum er byrjað á að greina hvar skotmaður er staddur hvað varðar aðferðafræði, tækni, horfun, samhæfingu og byssu­upptöku. Einnig er farið yfir þætti sem tengjast íþróttasálfræði. Lögð er áhersla­ á að hjálpa skotmanni að yfirstíga keppniskvíða, geri hann vart við sig. Áhersla er lögð á samhæfingu þessara tveggja þátta, tækni og andlegs undirbúnings, til að auka stöðugleika og bæta árangur í keppni.
Skotveiðimenn fá einnig sérhæfða kennslu. Byrjað er að skoða hvar veiðimaður er staddur hvað varðar tækni og byssuupptöku. Farið yfir þær veiðar sem viðkomandi stundar og er reynt að velja skotmörk í samræmi við þær. Lögð er áhersla á að veiðimaður sé reiðubúinn til að takast á við skotmörk út í náttúrunni þegar veiðitíminn hefst.
Nemendur eru hvattir til að koma með sinn eigin búnað í kennslustundir. Skotskólinn getur lánað byssu og annað sem þarf, sé þess óskað. Byrjendur, og aðrir sem vilja kynnast haglabyssuskotfimi, geta því bókað tíma án þess að hafa komið sér upp viðeigandi útbúnaði.
Lengd námsins er einstaklingsbundin. Eftir fyrsta tíma og mat á stöðu nemandans er hægt að bóka fleiri tíma að vild. Náminu lýkur ekki með prófi eða prófskírteini, en nemend­ur eiga að ná betri tökum á skotfimi og öðlast vissu um eigin getu og hvað má betur fara.

 

Skóli á faraldsfæti

Skotskólinn hefur kennsluaðstöðu að Iðavöllum, sem er æfinga- og keppnissvæði Skotíþróttafélags Hafnar­fjarðar. Skotíþróttafélag Hafnar­­fjarðar hefur á undanförnum árum byggt upp glæsilega aðstöðu til skotíþrótta að Iðavöllum sem Skotskólinn er stoltur af að geta boðið viðskiptavinum sínum uppá.
Eins er Ellert reiðubúinn að fara út um land og kenna, til dæmis í samvinnu við skotfélög og skotveiðifélög. Gera má ráð fyrir að slík námskeið verði auglýst síðar.

 

Ýmislegt á döfinni

Ætlunin er að fá innlenda og erlenda gestakennara til að vera með námskeið á vegum skólans. Veiðiskóli Skotskólans verður með sérstök námskeið í vetur um skotveiðar og mun Róbert Schmidt annast þau. Hann hefur mikla reynslu af skotveiðum innanlands og utan og er m.a. frumkvöðull á sviði skotveiða af kajak. Í veiðiskólanum verða kennd ýmis hagnýt atriði, auk þess að stuðla að góðu veiðisiðferði skotveiðimanna. Farið verður yfir ýmislegt varðandi skotvopn og meðferð þeirra, veiðitækni og val á veiðistöðum. Útbúnað til margs konar veiða, skotveiðar erlendis og síðast en ekki síst meðhöndlun á villibráð og matreiðslu villibráðar.
Skotskólinn hefur opnað heimasíðu, www.skotskolinn.is, þar sem hægt er að fá nánari upplýsingar, bóka tíma og lesa umsagnir nemenda sem þegar hafa numið við skólann.

Tags: hefur, hafa, hjá, skotveiðar, þeirra, mörgum, ellert, skólinn, skotskólinn, ástríða, lært, brennandi, ellerti, haglabyssuskot­fimi, starfa
You are here: Home Tímaritið SKOTVÍS Greinar um málefni Aðrar greinar Skotskóli tekur til starfa í fyrsta sinn á Íslandi