Um óskýrar refsiheimildir og réttarstöðu veiðimanna

skotvis2004f.jpg

-Grein skrifuð í tilefni dóms héraðsdóms Austurlands í máli nr. S-175/2002-

Þann 30. október s.l. féll dómur í héraðsdómi Austurlands í sakamáli gegn tveimur Austfirðingum, sem ákærðir voru fyrir ólögmætar rjúpna­veiðar á Jökuldalsheiði í október árið 2002. Hinar ólögmætu veiðar fólust í því að mennirnir fóru á vélsleðum á veiðislóð og gengu frá sleðunum til veiða auk þess sem þeir höfðu ekki veiðikort meðferðis.

 

Picture 20.jpgMennirnir neituðu sök að öðru leyti en því að þeir játuðu að hafa ekki haft veiðikort meðferð­is umrætt sinn, en voru sakfelldir í málinu og hvorum þeirra um sig gert að greiða kr. 50.000 í sekt til ríkissjóðs, þola sviptingu á skotvopna- og veiðileyfi í eitt ár og upptöku á tveimur haglabyssum og 15...

Read more: Um óskýrar...

Í sigtinu - Skotveiðar á sel

skotvis2004f.jpgEins og kunnugt er voru selveiðar stundaðar hér á árum áður til fæðuöflunar (sjá bókina íslenska sjávarhætti fyrsta hefti eftir Lúðvík Kristjánsson 1980). Þá var öllum þeim aðferðum beitt sem gagnast kunnu við að fella dýrin og það sem mikilvægast var, að ná bráðinni. Nú er það ekki sult­urinn sem knýr menn til selveiða, en af selveiðum hafa allmargir selabændur tekjur. Selskinn ganga aftur kaupum og sölum, þó að markaðir séu minni og erfiðari en áður.

Read more: Í sigtinu -...

Of langt gengið að banna allar veiðar á þjóðlendum og ríkisjörðum

skotvis2006f.jpg

Spjallað við veiðimanninn Guðlaug Þór Þórðarson,
alþingismann og formann Umhverfisnefndar

Þegar fjallað er um veiðar á villtum dýrum og skotvopn gætir oft þekkingar- og áhugaleysis á málefninu meðal þingmanna. Afar fáir þing­menn stunda skotveiðar og hafa þekkingu á skotvopnum, þeir eru líklegast teljandi á fingrum annarrar handar. Sú þingnefnd sem fjallar um málefni er snerta skotveiðimenn, öðru fremur, er Umhverfisnefnd. Formaður Um­hverfis­nefndar Alþingis er Guðlaugur Þór...

Read more: Of langt gengið...

Ósmann

skotvis2006f.jpgSkotfélagið Ósmann á Sauðár­króki náði þeim merka áfanga á árinu að verða 15 ára.

Picture 52.jpg 15 ár er ekki hár aldur, en það er ekki alveg sjálfgefið að félagsskapur í litlu bæjarfélagi á landsbyggðinni, nái þessum áfanga. Það er margt sem fangar hugann í þjóðfélagi dagsins í dag og afþreyingarmöguleikarnir eru margir. Skotfélög og skotvellir eru samt nauðsynleg vegna þeirra takmarkana sem lagaumhverfi þjóðfélagsins sem við lifum í, setur okkur. Það er ekki lengur hægt að æfa sig hvar sem er, eins...

Read more: Ósmann

You are here: Home Tímaritið SKOTVÍS Greinar um málefni Aðrar greinar