Það kemur ekkert fyrir mig

skotvis2001f.jpgÞað kemur ekkert fyrir mig. Þessi setning virðist vera nokkuð dæmi­gerð fyrir okkur Íslendinga, bæði skot­veiðimenn sem og aðra. Við hugg­um okkur gjarnan við það að við för­um varlega, göngum vel og rétt um byss­urnar okkar og því er allt í besta lagi hjá okkur. Gallinn er bara sá að slysin gera ekki boð á undan sér! Við skot­veiðimenn höfum verið heppnir sem hópur undanfarin ár, tiltölulega lítið hefur orðið um hættuleg slys, en þegar ég hef heyrt af þeim þá fer hálf­gerður hrollur um mig og ég hugsa til þess hve oft hefur litlu mátt muna. Það er staðreynd að rétt viðbrögð á slys­stað geta skipt höfuð­máli. Þar má til dæmis nefna voðaskot sem ung stúlka varð fyrir á Fjarðar­heiði í fyrra, þar sáu rétt viðbrögð félag­anna og...

Read more: Það kemur ekkert...

Stöndum vörð um Þjórsárver

skotvis2001f.jpg

Alþjóðlega mikilvægt fuglasvæði

 

Skotveiðifélag Íslands var sem kunn­­­ugt er á móti því að Eyja­bökk­­um yrði sökkt undir vatn. Félagið hafði enga skoðun á Kára­hnjúka­virkj­un eða byggingu álvers á Reyðarfirði. Ástæð­­an fyrir því að félagið var á móti eyði­leggingu Eyjabakkanna var vegna þess að þar er stærsti fellistaður heiða­gæsa í öllum heiminum. Allt rask á Eyja­­bakka­svæðinu hefði getað haft ófyrir­­sjáanlegar af­leið­ingar fyrir heiða­gæsa­stofninn. Það er...

Read more: Stöndum vörð um...

Skotskóli tekur til starfa í fyrsta sinn á Íslandi

skotvis2004f.jpg Skotskólinn er nýr skóli sem býður upp á einkakennslu í hagla­byssu­skotfimi fyrir einstaklinga og litla hópa. Einnig hyggst skólinn standa fyrir námskeiðum um skotveiðar og ýmislegt fleira. Skólinn er ætlaður öllum sem hafa áhuga á íþróttaskotfimi og skotveiðum, jafnt konum og körlum. Aðalkennari skólans er Ellert Aðalsteinsson, margfaldur Íslands­meistari og methafi í leirdúfuskotfimi. Skotveiðar hafa alla tíð verið Ellerti brennandi ástríða og þekkir hann ekki síður til þeirra en...

Read more: Skotskóli tekur...

Skoðanakönnun Skotvís

skotvis2001f.jpg

Meðalaldur félagsmanna SKOTVÍS er 41 ár, þeir stunda veiðar að meðaltali 18 daga á ári og eyða í það að meðaltali 69.000 krónum

Afar fátæklegar upplýsingar hafa til skamms tíma verið til um íslenska skot­veiðimenn. Þar varð þó breyting á 1995 þegar veiðikortakerfið var tekið upp. Nú er vitað hvað margir Íslendingar stunda skot­veiðar og hvað mikið þeir veiða á ári hverju. Hins vegar hafa til skamms tíma ekki verið til neinar upplýsingar um eðli veið­anna, hvernig menn stunda...

Read more: Skoðanakönnun...

Íslenskt veiðidýrasafn

skotvis2004f.jpgEinkasafn uppstoppaðra veiðidýra, fugla, skotvopna og hlutum þeim tengdum sem Páll Reynisson og Fríða Magnúsdóttir Eyrarbraut 49 Stokkseyri hafa veitt og safnað hefur verið opnað almenningi til skoðunar.
Páll er án efa sá veiðimaður á Íslandi er lengst hefur komist er varðar veiðar á villtum dýrum, innan­lands sem utan og er einkasafn þeirra Páls og Fríðu til margra ára það stærsta á landinu, en rétt er að geta þess að hún stundar einnig veiðar á stærri dýrum, innanlands og utan.

Read more: Íslenskt...

You are here: Home Tímaritið SKOTVÍS Greinar um málefni Aðrar greinar