Veiðipróf fyrir sækjandi hunda

skotvis1999f.jpgÁstæða skrifa minna um veiðipróf fyrir sækjandi hunda er sú að ég hef orðið var við ýmsan misskilning gagnvart þessum prófum og líka að menn hafa gott af því að sjá hvað megi betur fara við þjálfun hundsins. Sumt fólk heldur að þetta sé keppni. Veiðiprófin eru ekki keppni. Svo eru aðrir sem halda því fram að það sé ekkert að marka þessi próf, að það sé ekki hægt að setja það á “svið” hvernig einn ein­stakur hundur stendur sig við veiðar. Það er misskilningur. Hundur­inn gerir lítinn greinarmun á þessu. Þetta er allt sama vinnan í hans augum. Það er einn hundur prófaður í einu á ýmsu sem gæti hent við veiðar, svo sem staðsetningar á föllnum fuglum, blindar sóknir í fugla sem hundurinn sá aldrei falla niður, vatnavinna og frjáls...

Read more: Veiðipróf fyrir...

Nýtum selinn - Selkjöt er afbragðs villibráð

skotvis2000f.jpg Að mínu mati er haustið hinn dæmi­­gerði tími villibráðar. Í gegn­um tíðina hafa menn verið að bjóða upp á hefðbundna villibráð. Á allra síð­­ustu árum hefur fjölbreytnin hins veg­­ar aukist og hefur skarfur, beitu­kóng­ur, fýll og selkjöt verið að bætast í hóp hefðbundinnar villibráðar á villi­bráðar­hlaðborðum. Varðandi viðbrög gest­anna við þessum nýjungum þá hafa lofsamleg ummæli þeirra um sel­kjötið komið mér mest á óvart. Undan­­tekn­ingalaust hefur fólk komið til mín...

Read more: Nýtum selinn -...

Veiðar manna og dýra

skotvis2000f.jpgÍ Bretlandi eru starfandi nokkrir hóp­ar áhugafólks sem hafa það á stefnu­skrá sinni að allar veiðar verði bann­að­ar og er þá bæði átt við skot- og stang­veið­ar. Einkum er þessum svokölluðu nátt­úruverndarsinnum uppsigað við skot­veiðimenn. Þeir telja það siðlaust að villt dýr séu veidd og það sé ómann­úðlegt að skjóta dýr úti í nátt­úr­unni. Þá telja þessi samtök að skot­veiðar hóti hreinlega tilvist ýmissa dýra­tegunda. Skotveiðimenn hafa reynt að verja sig þessum árásum en það er...

Read more: Veiðar manna og dýra

Vín og villibráð

skotvis2000f.jpgHvaða vín á ég að drekka með villibráð? Já, þessi spurning kemur upp á hverju ári, og þá koma allir sérfræðingarnir og telja ofan í okkur lausnirnar (stund­um mis góðar). Af hverju? Jú, það er ekki nóg að segja bara villibráð. Við þurfum að vita hvaða villibráð, hvaða meðlæti er með og ekki síst hvaða sósa, eða öllu heldur hvað er látið í sósuna. Ég spurði einu sinni góðan vin minn í vínheiminum þessarar spurningar og svarið var einfalt. „Almost any good red, depending on the sauce“. Gæs...

Read more: Vín og villibráð

Þjóðlendur og almannaveiðiréttur

skotvis2002f.jpg

Inngangur

Það er kunnara en frá þurfi að segja að lengi hafa staðið deilur og ríkt óvissa um eignarrétt að hálendissvæðum á Íslandi sem m.a. hafa verið kölluð afréttir og al­menn­ingar eða einfaldlega óbyggðir. Fyrir lá að ýmsir töldu og telja sig eiga þessi landssvæði beinum eignarrétti og svo er auðvitað með réttu í einhverjum tilvikum. Í nokkrum dómum um slík svæði hafði hins vegar verið staðreynt að einungis var um beitarafnot að ræða en ekki beinan eignarrétt að landi. Jafnframt...

Read more: Þjóðlendur og...

You are here: Home Tímaritið SKOTVÍS Greinar um málefni Aðrar greinar