Ósmann

Picture 52.jpg 15 ár er ekki hár aldur, en það er ekki alveg sjálfgefið að félagsskapur í litlu bæjarfélagi á landsbyggðinni, nái þessum áfanga. Það er margt sem fangar hugann í þjóðfélagi dagsins í dag og afþreyingarmöguleikarnir eru margir. Skotfélög og skotvellir eru samt nauðsynleg vegna þeirra takmarkana sem lagaumhverfi þjóðfélagsins sem við lifum í, setur okkur. Það er ekki lengur hægt að æfa sig hvar sem er, eins og tíðkaðist hér áður fyrr og þess vegna er það nauðsynlegt að hafa aðgang að góðum skotvöllum. Skotfélögin þjappa mönnum síðan saman, því að maður er jú manns gaman.
Picture 53.jpgSkotfélagið Ósmann var stofnað á Sauðárkróki þann 8. maí 1991. Að stofnun félagsins stóðu nokkrir áhugasamir einstaklingar um veiðar, skotvopn og bætta veiðimenningu. Flestir þessara manna voru frá Sauðárkróki, en í dag eru félagsmenn af báðum kynjum og víða að af landinu. Í upphafi var sú ákvörðun tekin að brýnasta verkefnið væri það að ráðast í uppbyggingu á skotvelli. Það var nokkura ára þrautaganga að koma þeirri áætlun af stað áður en hægt var að ráðast í gerð skotvallarins. Finna þurfti heppilegt land til leigu og síðan að sækja um öll möguleg og ómöguleg leyfi. Að fá leyfismálin á hreint tók félagið tæpt ár og það eina sem við þurftum ekki að gera var að fara í gegnum umhverfismat. Eftir þetta var hægt að fara í uppbyggingu á skotvelli, en það er eins og þeir vita sem staðið hafa í slíkri uppbyggingu margra ára vinna. Vinna sem í reynd er aldrei lokið ef vel á að vera. Í dag hefur félagið yfir að ráða einum albesta skotvelli landsins. Völlurinn er staðsettur á eignarlandi félagsins í 3 km fjarlægð frá Sauðárkróki, úti á Reykjaströnd. Umhverfið er ægifagurt með skagfirsku eyjarnar í bakgrunninn. Á skotvellinum er hægt að skjóta bæði skeet og trap auk þess sem að 200 metra riffilbraut er á svæðinu. Á henni er skotskýli með tveimur öflugum skotborðum. Föst mörk eru síðan á 25 m.-50 m.-100 m. og 200 m. færum. Völlurinn er öllum opinn og þeim sem vilja fræðast meira um Skotfélagið Ósmann bendum við á heimasíðu félagsins.
Slóðin er: www.skagafjordur.com/osmann

Tags: aðrar, áfanga, ára, skotfélagið, árinu, merka, sauðár­króki, náði, verða, ósmann, greinar
You are here: Home Tímaritið SKOTVÍS Greinar um málefni Aðrar greinar Ósmann