Of langt gengið að banna allar veiðar á þjóðlendum og ríkisjörðum

Picture 44.jpg
Geta einstaklingar leitað til Um­hverfis­nefndar um úrlausn sinna mála?
Umhverfis­nefndin hefur að meg­in-­­hlut­verki að fjalla um þingmál, þ.e. frum­vörp osfrv. En þingmenn geta tek­ið einstaka mál upp innan nefnd­ar­­­innar og því er nærtakast að hafa beint sam­band við þingmenn ef um ein­staka mál er að ræða.
Nú telja margir Íslendingar að við höfum farið offari að byggja upp orkufrekan iðnað hér á Íslandi. Dýrmætri náttúru fórnað. Er ekki kominn tími til að nema staðar og hætta við að byggja víðáttumikil uppistöðulón í öræfum landsins?
Picture 45.jpgÉg held að öllum sé ljóst að það liggja mikil verðmæti í víðernum landsins og fáir þekkja það betur en veiðimenn. Á sama hátt þá verða menn að gangast við að ein af helstu auðlindum Íslands er orkan. Ein helst ástæðan fyrir góðum lífskjörum á Íslandi er að við höfum nýtt náttúruauðlindir okkar með skynsamlegum hætti sem gerir það líka að verkum að Ísland er með algera sérstöðu í heiminum hvað varðar endurnýjanlega orkugjafa en 72% af orkunni sem að við notum er endurnýjanleg. Endurnýjanleg orka í heiminum er innan við 5% af þeirri orku sem er notuð. Það breytir því ekki að það er ekki öllu fórnandi fyrir endur­nýjanlega orku og eins ég nefndi áðan þá eru mikil verðmæti í náttúrunni og víðerninu. Í mínum huga er mikilvægt að skipuleggja landið í heild sinni hvað þetta varðar og komast að niðurstöðu sem fyrst hvar við nýtum orkuna og hvaða svæði við ætlum að vernda svo til alfarið.
Þú segir að við eigum að nýta náttúruna skynsamlega. Nú er svo komið að nánast er búið að banna heiðagæsaveiðar á SV hálendinu. Hér er átt við svokallað friðland í Guðlaugstungum sem bætist við friðlandið í Þjórsárverum. Rétt er að benda á að heiðagæsastofninn er sá stofn gæsa sem þola helst skotveiðar. Hvað viltu segja um þessa öfugþróun?
Það er mínu áliti mikið heillaspor að friðlýsa Guðlaugstungur en það mikil­vægt að sjáflbærar veiðar verði leyfðar þar sem og annarsstaðar þar sem að því er viðkomið. Heiða­gæsa­stofn­inn er eins og þekkt er stór og þolir mjög vel veiðar. Það er ekki til þess fallið að ná sátt um friðlýsingar og verndun að leyfa ekki nýtingu á honum svo einfalt er það.
Picture 46.jpgHreindýraveiðar njóta sívaxandi vin­sælda. Það þarf ekki að tíunda töfra þeirra veiða fyrir þér sem ert orðinn vanur hreindýraveiðimaður. Litlar líkur eru á að það muni draga úr ásókninnni. Bent hefur verið á að skynsamlegt sé að koma upp hreindýrastofnum annars staðar á landinu en á Austfjörðum. Ef sjúkdómar kæmu upp í stofninu á Austfjörðum, þá ættum við heilbrigðan stofn annar staðar. Þá skapa hreindýrin talsverðar tekjur. Værir þú tilbúinn til að hafa forgöngu um að kanna möguleika á hvort gerlegt sé að flytja hreindýr í aðra landshluta?
Ég hef verið þeirra skoðunar að mjög vel hafi tekist til með landnám hreindýra á Austurlandi. Hins vegar spilar mjög margt inn í ef tekin yrði ákvörðun um að koma upp stofnum víðar. Það myndi hafa í för með sér gríðarlega vinnu. Okkar færustu vísindamenn yrðu að vera því samþykkir og leggja yrði til grundvallar kröfur sem allir gætu sætt sig við, veiðimenn, bændur, vísindamenn og almenningur í landinu. Ég tel að það gæti verið mjög fýsilegur kostur að koma upp hreindýrastofni á Vestfjörðum og væri því mjög fylgjandi.
Mikil óánægja er meðal skot­veiði­manna með núverandi skot­vopna­löggjöf og tilheyrandi reglu­gerðir. Ósamræmis gætir í lögunum. Þau eru að sumu leyti talsvert strangari en vopnalögin eru í nágrannalöndum okkar, t.d. á Norðurlöndum. Ert þú tilbúinn til að leggja þitt lóð á vigtina til þess að færa lögin í nútímalegra horf?
Lög um skotvopn eiga að vera ströng en það er með þessa löggjöf eins og aðrar að þau þurfa stöðugt að vera í endurskoðun. Ég hef lagt mig fram um að kynna mér hagsmuni skotveiðimanna og annarra sem þessi löggjöf snertir. Það er mín skoðun að það þurfi að gera breytingar. Lögin þurfa að vera einfaldari og gegnsærri. Þarna þarf að gera breytingar og ég er tilbúinn að beita mér fyrir þeim.
Samkvæmt núverandi reglu­gerð ber veiðimönnum er fella hreindýr að bera dýrið í bíl. Utanvegaakstur er bannaður sem eðlilegt er. Á Fljótsdalsheiði er gríðarlegt net vega vegna fram­kvæmda sem þar hafa verið. Það er því auðvelt að aka að dýrunum eftir að þau hafa verið felld. Stjórn Skot­veiðifélags Íslands og Félag hrein­dýra­leiðsögumanna telja þetta fyrir­komu­lag ekki raunhæft. Fél­ögin telja að heimila ætti leið­sögu­mönnum að nota sexhjól til að ná í felld dýr. Rannsóknir frá Svíþjóð og Skotlandi sýna að það er minna far eftir hjólbarða sexhjóla en eftir t.d. hesta og jafnvel spor manna. Svo ekki sé nú talað um þegar verið er að draga felld dýr yfir vegleysur. Værir þú tilleiðanlegur til að hafa forgöngu um, á hinu háa Alþingi, að leiðsöguenn megi nota sexhjól til að ná í felld dýr?
Picture 47.jpgÉg hef kynnst leiðsögumönnum fyrir austan og dáist að þeirri virðingu sem þeir bera fyrir náttúrunni og þá ekki síst gróðurfari. Þegar þessir menn telja óhætt að fara með sexhjól í þessum tilgangi inn á viðkvæmar heiðar þá legg ég við hlustir. Ég þekki erfiðið af því að koma stórvöxnum tarfi af veiðislóð í bíl. Það kallar fram blóðbragð í munn og svita og reynt er á alla vöðva. Ég hef líka heyrt menn segja að það sé nákvæmlega erfiðið sem er svo heillandi við þessar veiðar. Ég tel að við getum gengið lengra og gert betur á þessu sviði. Það er nú einu sinni þannig að á sumum svæðum þar sem stundaðar eru hreindýraveiðar þá er nánast útilokað að komast um veiðisvæðið nema á sexhjólum eða sambærilegum farartækjum. Ég held að mikilvægt sé einnig að við gerum ríkari kröfur til þeirra sem fá réttindi sem leiðsögumenn. Þar held ég að brýnt sé að auka kröfur sem gerðar eru til manna. Margt í þessum reglum er kannski ekki alveg raunhæft. Tökum sem dæmi urðun á innvolsi úr dýrunum. Samkvæmt reglunum á grafa það niður. Ég set stórt spurningamerki við þetta. Eiga menn að vera að grafa holur víða á þessum viðkvæmu heiðum? Náttúran er með mjög öflugt hreinsikerfi sem sér fyrir þessu öllu. Ég held að það megi ganga lengra í þessum reglum en um leið gera þær skilvirkari og raunhæfari.
Það hefur orðið æ dýrara að stunda skotveiðar hér á landi. Efnameiri skotveiðimenn leigja tún og akra til gæsaveiða. Landeigendur eru farnir að selja leyfi til rjúpnaveiða. Er ekki mjög brýnt að tryggja landlausum Íslendingum veiðar í þjóðlendum og á ríkisjörðum?
Ég er íslendingur og mér finnst það afar dýrmætt. Ég vil líka uppskera sem slíkur. Hluti af því er rétturinn til að veiða og hann verður að virða. Ég er tilbúinn til að leggja mitt af mörkum svo við getum haldið þessum rétti. Ég vil beita mér fyrir varkárni í veiðum og um leið koma í veg fyrir ofnýtingu með þeim ráðum sem eru tiltæk. Að banna veiðar á öllum ríkisjörðum og þjóðlendum er of langt gengið að mínu mati.
Nú er 45 milljónum árlega varið til eyðingar minks. Þrátt fyrir það virðist minknum enn fjölga og hann er stöðugt að nema ný land­svæði. Væri ekki tilvalið að hvetja skot­­veiðimenn til að stunda veiðar á mink. Nota mætti eitthvað af þessum 45 milljónum sem verðlaunafé til dug­legra veiðimanna?
Ég gæti séð fyrir mér einhvern milliveg í því. Það er hins vegar afar mikilvægt að þeir einstaklingar sem hafa aflað sér mikillar reynslu og þekkingar á minkaveiðum og jafnvel fjárfest í búnaði og hundum, stundi áfram þessar veiðar. Ef þetta yrði eingöngu í höndum hefðbundinna skotveiðimanna er hætt við að landsvæði yrðu útundan og erfitt gæti verið að hafa stjórn á veiðunum með það í huga að takmarka stofn minksins eins og kostur er. Ef hægt er að koma þessum sjónarmiðum saman, þá finnst mér sjálfsagt að skoða tillögur um slíkt.
Hvaða mál sérð þú, á komandi þingi, sem munu skipta máli fyrir skotveiðimenn?
Í fljótu bragði sé ég ekki mörg. Vissulega getur komið til þess að fjallað verði um undanþágu fyrir leiðsögumenn vegna sexhjóla eins og við ræddum áður en ég á ekki von á að rjúpnaveiðar verði fyrirferðamiklar á haustþinginu, en maður skyldi aldrei segja aldrei. Svo geta skotið upp kollinum mál sem snerta hagsmuni veiðimanna umfram aðra. Ég velti til að mynda fyrir mér því mikla valdi sem einstakar stofnanir hafa þegar kemur að veiðum. Það er búið að setja mjög mikið vald í hendur nokkurra stofnana á þessu sviði. Það er nánast útilokað fyrir aðra að koma að þeim ákvörðunum sem teknar eru t.d. varðandi nýtingu á einstökum fuglastofnum. Það er mikið af góðu fólki á þessum stofnunum og ég er ekki að gagnrýna það sem slíkt. Hins vegar er ég hugsi yfir því hversu lýðræðislegar leikreglurnar eru á þessu sviði.
Þegar blað þetta er að koma úr prentun ert þú væntanlega á hrein­dýraveiðum. Hvað er það sem hrífur þig mest við hreindýraveiðar?
Heildaráhrifin eru ómótstæðileg. Mér er þó efst í huga veiðin sjálf. Óvissan. Maður veit aldrei hvernig veiðin sjálf mun fara fram. Verðum við lengi að finna dýr? Verður gerlegt að komast að þeim? Og allar þessar endalausu spurningar eru mikil hugarleikfimi sem ég gæli gjarnan við. Félagsskapurinn er líka frábær. Hákon Aðalsteinsson hefur verið okkar leiðsögumaður og hann er hreinræktaður orginal að austan. Þá hefur Stefán Geir einnig farið með okkur og þessir karlar vita hvað þeir eru að gera. Við gistum hjá Konna að Húsum og Sía kona Konna ber okkur á höndum sér. Við veiðum oftast saman, pabbi, ég og Siggi T. frændi minn. Þetta er góður hópur og afar samstilltur, það flýgur ein og ein hláturgusa í þessum ferðum. Gæti ekki hugsað mér að missa af þessu.
Að lokum; einhver vísdómsorð til skotveiðimanna?
Göngum vel um landið okkar og bráðina. Ef við gerum það ekki aukast líkur á að þetta verði frá okkur tekið. Á þeim tímum sem náttúruverndarsjónarmið eru sífellt meir og meir að ryðja sér til rúms er sjálfsögð krafa til veiðimanna að þeir sýni enn meiri nærgætni bæði við veiðarnar sjálfar og einnig í opinberri umræðu um veiðar. Skotveiðimenn verða að fullvissa almenning um að við séum traustsins verðir. Við þurfum að vera góðar fyrir­myndir og þá munu börnin okkar og þeirra börn geta notið þessa síðar.
Við þökkum Guðlaugi fyrir skýr svör. Ljóst er að við, skotveiði­menn, eigum öflugan talsmann á Al­þingi, - oft var þörf en nú er nauð­syn. Tags: hafa, veiðar, málefni, þekkingu, fjallar, guðlaugur, þeir, þingnefnd, handar, fingrum, skotvopnum, teljandi, líklegast, þór
You are here: Home Tímaritið SKOTVÍS Greinar um málefni Aðrar greinar Of langt gengið að banna allar veiðar á þjóðlendum og ríkisjörðum