Íslenskt veiðidýrasafn


Er hér um nýjung að ræða í ís­lensku safnastarfi og er það von okkar er að þessu standa að opnun VEIÐISAFNSINS verði skotveiði­mönnum, náttúruunnendum og öllum þeim er láta sig lífríkið varða, hvatning og sameiningartákn allra er standa vörð um og styðja skynsemisveiðar á fuglum og veiðidýrum, jafnt innanlands sem utan.
Umgjörð VEIÐISAFNSINS hefur verið gerð eftir ströng­ustu kröfum stofnenda og vonum við að opnunarsýning safnsins beri þess merki, en sú sýning mun jafnframt verða grunnsýning safnsins. Í komandi framtíð er síðan gert ráð fyrir sérsýningum og að sjálfsögðu verður bætt við veiðidýra– og fuglastofn safn­sins reglulega. Á safninu eru uppsett veiðidýr m.a. frá Grænlandi, Afríku og Íslandi, má þar nefna gíraffa og sauðnaut ásamt fuglum, skinnum, hnífum, gildrum, spjótum og ýmsum munum/gripum er tengjast veiðum.
Hvað varðar skotvopn, þá ber að nefna að Páll Reynisson er eini Íslendingurinn er stundar stórgripaveiðar með skammbyssum og pistolum svo vitað sé og er hann jafnframt eini Íslendingurinn sem er með skráð veiðidýr hjá hinum þekktu samtökum SCI – Safari Club International og verður aðaluppistaða skotvopna­sýningar safnsins þessar byssur ásamt rifflum er þau Páll og Fríða nota til veiða.
VEIÐISAFNIÐ ses. er rekið sem sjálfseignarstofnun og er deildar­­skipt og með því formi er ætlunin að vera lifandi stofnun sem teng­ist ekki bara safngestum, heldur líka náttúru­unnendum, fyrirlesurum, sérfræðingum, skólayfirvöldum og skotveiðimönnum, innlendum sem erlend­um, og verður boðið upp á fyrirlestra, snerti –og sérsýningar, námskeið og veiðiferðir innanlands og utan, ásamt sérfræði­þjónustu er tengist skotveiðum og meðferð skotvopna, svo eitt­hvað sé nefnt.
Heimasíða Veiðisafnsins www.hunting.is hefur verið vel sótt en þar er að finna upplýsingar um safnið og opnunartíma, en hægt er að panta einkaheimsóknir með ítarlegri safna­leiðsögn sérstaklega ásamt því að hægt er að leigja sýningarsalinn utan venjulegs opnunartíma fyrir einkasam­kvæmi, stjórnarfundi, óvissuferðir og fl. Jafnframt eru þar upplýsingar er tengj­ast veiðum erlendis.
Fleiri hundruð manns hafa komið og skoðað safnið síðan það var opnað 9. maí 2004 og er það engin spurning í okkar huga að safn­ið á bara eftir að stækka og dafna, jafnframt því að styrkja menningar­ímynd Stokkseyrar. Ber að nefna að Náttúrufræðistofnun Íslands hefur lánað Veiðisafninu muni/gripi er stofn­unin hafði í geymslum sínum og ekki hafa verið til sýnis að hluta til fyrr en nú og sá starfsmaður NÍ um uppsetn­ingu þeirra muna.
Verið velkomin á Veiðisafnið

Veiðikveðjur,
Palli, Fríða og dýrin Tags: geta, þess, hefur, dýrum, páls, einnig, einkasafn, stærri, stundar, fríðu, veiðar, þeirra, rétt, páll, stærsta
You are here: Home Tímaritið SKOTVÍS Greinar um málefni Aðrar greinar Íslenskt veiðidýrasafn