Það kemur ekkert fyrir mig

Það er nefnilega ekki bara þeir sem verða fyrir slysinu sem þurfa að vita hvað þeir eru að gera heldur einnig þeir sem koma að slysstað. Málið er að við erum oft ein upp til fjalla, yli húsa fjær, og þá skipta skjót við­brögð öllu. Við erum oft á þeim svæð­um að þó við hugsanlega náum í 112 þá er oft ekkert allt of auðvelt að koma okkur til aðstoðar. Hvern langar til að koma til fjölskyldu veiði­félag­ans og segja einhvað á þá leið, „það varð slys, það fór illa, það ...“, og vita að það hefði getað farið betur ef maður hefði hundskast til að læra skyndi­hjálp, taka á móti þyrlu, og kynnt sér betur hvernig ber að haga sér á slysstað. Þegar ég hugsa út í það þá sé ég enga ástæðu nógu sterka eða hald­­góða sem afsökun fyrir því að spara sér svona námskeið. Þetta kostar að vísu nokkra þúsundkalla og tekur nokkur kvöld, en svo er líka skyn­­sam­legt að splæsa tveim þúsund­köllum til við­bót­ar og svo sem einu kvöldi til og læra einhvað um sjúkra­flutn­inga í þyrlu, hvern­ig á að hegða sér við að taka á móti svoleiðis apparati. Þessu fé er líka vel varið, það er Rauði kross Íslands sem heldur þessi námskeið og þeim veitir ekki af hverri krónu sem þeir fá. Enda finnst mér ólíklegt að við skyttur sem eigum byssur og græjur upp á fleiri hundruð þús­unda séum að horfa í einhverjar fáar krónur, bæði nám­skeiðin kosta sjálf­sagt til samans svipað og annar göngu­­skórinn sem við erum í á rjúpunni, eitt nokkrir pakkar af gæsa­skotum, og svo mætti lengi telja. Kannski væri þess­um þremur eða fjór­um kvöldum betur varið á annan máta, menn gætu hugsan­lega horft á Salt­kjöt á Skjá einum eða jafnvel farið í bíó, kannski unnið aðeins meira og þurft síðan að horfa á eftir veiði­félag­anum og framan í fjölskyldu hanns seinna. Tím­inn er smáatriði í þessu, það ættu allir hugs­andi ein­stak­lingar að drífa sig á á svona námskeið og fara síðan aftur í upprifjun eftir 5 til 10 ár. Það er að vísu von mín að enginn þurfi á því að halda að nota þá kunnáttu sem menn öðl­ast á slíku námskeiði, en það er þó öllu verra að þurfa að nota slíka þekk­ingu og búa ekki yfir henni.
Hér með greininni eru nokkrar myndir sem sýna móttöku á þyrlu. Þessar myndir eru fengnar að láni úr námsefni Rauða krossins og gefa mönnum einhverja nasasjón um hvað þar fer fram. Þessar myndir gera engan fullnuma á því sviði og skora ég á alla að fara á námskeið líka.
Einar Kr. Haraldsson
Tags: þess, hefur, þar, ekkert, viðbrögð, skot­veiðimenn, kemur, slys, litlu, mátt, okkur, rétt
You are here: Home Tímaritið SKOTVÍS Greinar um málefni Aðrar greinar Það kemur ekkert fyrir mig