Veiðikortakerfið

skotvis1998f.jpgÍ febrúar 1995 var undirritaður boð­aður í atvinnuviðtal hjá þáverandi veiði­stjóra Ásbirni heitnum Dagbjarts­syni. Það fór vel á með okkur frá upp­hafi og mér var farið að lítast nokkuð vel á það að flytja norður yfir heiðar þar til ég spurði hann í hverju starfið væri fólgið. „þú átt að sjá um nýja veiði­korta­kerfið“. Þar kom vel á vondan því ég hafði heyrt um þessa veiðikorta­hug­mynd og fannst þetta hin mesta vitleysa enda alinn upp við að geta veitt þegar mér sýndist, án þess að spyrja kóng eða prest. Ég tjáði Ásbirni að ég gæti því miður ekki hugsað mér að vinna við þetta, en hann lét mig hafa lög og reglu­­gerðir og bað mig um að kynna mér málið betur og tala svo aftur við hann. Þegar ég talaði við hann næst hafði ég...

Read more: Veiðikortakerfið

Skotvís 20 ára - Annáll - stiklað á stóru í sögu félagsins

skotvis1998f.jpg

Aðdragandi

Hinn 16. mars 1978 var haldinn fund­ur um stofnun félags skot­veiði­­manna. Að boðun þessa undir­bún­ings­fundar stóðu nokkrir einstakl­ingar, flestir þeirra starfandi við Haf­rann­sóknarstofnun í Reykjavík. Um svipað leyti var annar áhugamanna­hóp­ur í sömu hugleiðingum og höfðu fyrr á árinu sent frá sér tvíblöðung um til­gang og markmið með væntanlegum sam­­tökum. Nokkrir rabbfundir með gamal­­reyndum skotveiðimönnum voru haldnir og menn sammála um að áhuga­menn um...

Read more: Skotvís 20 ára -...

Umferðarréttur og skotveiðar

skotvis1998f.jpgÞað er bæði gömul saga og ný að menn hafa þurft að kunna skil á ýmsum reglum til þess eins að geta framkvæmt ein­föld­ustu hluti. Hið flókna og síbreytilega sam­félag nútímans hefur ekki leitt til ein­földunar í þessum efnum. Sá sem ætlar að stunda skotveiðar þarf því ekki ein­ung­is að kunna nokkur skil á skot­vopna­lög­um og lögum er varða veiðar á villt­um dýrum. †msar aðrar reglur og lög skipta skotveiðimanninn miklu máli. Í því sam­bandi ber auðvitað hæst reglur er varða eignarráð og umráð...

Read more: Umferðarréttur og...

Verðhrun - Pistill frá félagsmanni

skotvis1998f.jpgÞað er kannski ekki til neins að leita á náðir félagsmanna SKOTVÍS með þetta bréf en engu að síður ætla ég að láta á það reyna. Ástæðan er sú þró­un sem hefur átt sér stað með verð­lagn­ingu á villibráð. Þið vitið það öll sem hafið farið á veiðar að þær eru langt því frá að vera ódýrar. Fæstir láta þann hluta skemma fyrir sér ánægjuna af því að vera á veiðum með góðum félaga á góð­um degi, lausir úr hinu daglega amstri og ekkert nema tóm sæla fram­undan.

100 rjúpur biðu í...

Read more: Verðhrun -...

Innflutningur á veiðidýrum

skotvis1999f.jpgAllt frá því að sögur hófust hafa menn flutt með sér dýr og plöntur til nýrra heimkynna til margvíslegra nota. Slíkir flutningar hafa í flestum tilvikum mistekist, þ.e. viðkomandi lífverur hafa ekki náð fótfestu. Til dæmis hefur verið reynt að flytja inn um 30 tegundir veiðifugla til Norður-Ameríku en aðeins fjórar þeirra hafa ílenst: fashani og þrjár aðrar tegundir hænsn­fugla. Þá hafa ýmsar dýra­tegundir sem náð hafa fótfestu á framandi stöðum orðið að landplágu og því hafa viðhorf...

Read more: Innflutningur á...

You are here: Home Tímaritið SKOTVÍS Greinar um málefni Aðrar greinar