Gæsalæri confit

Picture52.jpg
Gæsalæri
Andafita ( má nota ólífuolíu)
Einiber
Lárviðarlauf
Pipar
Sjávarsalt
 
Gæsalærum er raðað þétt í eldfast mót, hjúpað með fitu eða olíu og kryddað með einiberjum og lárviðarlaufum, 1 til 2 stykki per læri. Stráð yfir salt og pipar. Mótinu lokað með álpappír og bakað við 100 gráður í 5 klukkustundir. Gott er að láta mótið í kæli í 5-6 sólarhringa og láta lærin brjóta sig í fitunni. Tags: álpappír, lokað, bakað, stráð, mótinu, brjóta, salt, láta, yfir, gráður, gæsalæri, læri, lærin, pipar