Aðalfundur 2005 - Skýrsla formanns

Ræða Sigmars B. Haukssonar formanns Skotveiðifélags Íslands á aðalfundi félagsins 17. mars 2005


Ágætu SKOTVÍS félagar!

Ég býð ykkur velkomna til þessa aðalfundar - Undanfarin 2 ár hafa verið einkennilegur tími í sögu Skotveiðifélags Íslands. Hér á ég við þá miklu og harðvítugu baráttu sem kom í kjölfar hins vanhugsaða rjúpnaveiðibanns. Þessi barátta hefur kostað félagið bæði fé og fyrirhöfn. Sem kunnugt er ráðlagði Náttúrurufræðistomun Umhverfisráðherra að friða rjúpuna í 5 ár. Ráðherra ákvað hins vegar að friða rjúpuna í 3 ár þrátt fyrir að bæði SKOTVÍS og Umhverfisstofnun hafi verið á öðru máli og ekki talið rétt að grípa til svo harðra og umdeildra aðgerða sem friðun vinsælustu veiðibráðar þjóðarinnar er.

Gríðarleg andstaða var við bannið sem kunnugt er. Veiðimenn létu gremju sína meðal annars í ljós með því að senda ekki inn réttar upplýsingar í Veiðikortakerfið og margir leystu ekki til sín veiðikort. Segja má að gremja veiðimanna hafi verið skiljanleg, en stjórn SKOTVÍS taldi þó rétt að veiðimenn stæðu vörð um veiðikortakerfið. Með því að vinna skemmdarverk á því væri verið að fórna meiri hagsumunum fyrir minni. Ljóst er að barátta SKOTVÍS fyrir því að rjúpnaveiðar hæfust þóttu að vísu nokkuð hörð, - en bæði markviss og málefnaleg. Tel ég að stuðningur okkar við veiðikortakerfið hafi nýst okkur vel í baráttunni. Í haust sem leið tók nýr ráðherra við embætti Umhverfisráðherra og nýr þingmaður varð formaður Umhverfisnefndar Þingsins. Ljóst var því í upphafi Þings nú í haust að allt benti til þess að meirihluti væri fyrir því að rjúpnaveiðar hæfust að nýju. SKOTVÍS hafði verið í sambandi við hvern einasta þingmann og við kappkostuðum að láta í okkar heyra í fjölmiðlum. Ég ætla ekki að fjalla frekar um þessa baráttu okkar hér, - þið sem hér eruð þekkið til hennar.Ég fullyrði það og get varið það hvar sem er, að þessi niðurstaða er fyrst og fremst að þakka baráttu SKOTVÍS!

Helsta verkefnii okkar í ár, fyrir utan það að standa vörð um réttindi og hagsmuni skotveiðinnar, verður að styrkja fjárhag félagsins. Félagsgjald SKOTVÍS er í raun í lægri kantinum, - 4.000 krónur. Það verður að hafa það í huga að raungjaldið er kr. 3.000 krónur, því blaðið okkar, SKOTVÍS, kostar tæpar 1.000 krónur. Eins og kom fram á aðalfundinum 2004, var nokkurt tap á útgáfu blaðsins. Framleiðslukostnaður hafði aukist um 10%, póstburðargjöld hækkað um 50% en verð á auglýsingum lækkað um 30%. Okkur hefði þótt miður að þurfa að hætta útgáfu blaðsins sem segja má að hafa verið helsta áróðurstæki okkar.

Við fólum því einkaaðila útgáfu blaðsins í fyrra og mun hann einnig gefa blaðið út í ár. SKOTVÍS ber því sáralítinn kostnað af útgáfu blaðsins og mun blaðið því ekki íþyngja fjárhag félagsins

Kostnaður vegna húsaleigu hefur einnig hækkað töluvert undanfarin 4 ár. Þá hefur húsnæði félagsins ekki nýst sem skyldi til fundahalda þar sem það er of lítið til almennra félags- og fræðslufunda. Vegna anna stjórnarmanna og nefndarmenna eru fundir því nú orðið haldnir á einhverjum veitingastað eða vinnustað í hádeginu. Á meðan verið er að bæta fjárhag félagsins, mun skrifstofan fara í ódýrt bráðabirgðahúsnæði þar til að hún verður flutt í Álfsnes, þar sem framtíðaraðstaða okkar mun væntanlega verða.

Þá hefur viðvera starfsmanns félagsins verið dregin nokkuð saman. Ekki er þörf á að hafa skrifstofuna opna eins marga tíma á viku hverri eins og áður. Segja má að með tilkomu netsins hafi samskipti stjórnar félagsins við félagsmenn að langmestu leyti verið með rafrænum hætti. Þá verður skrifstofa félagsins lokuð vegna sumarleyfa í júlí og einnig frá 15. desember til 3. janúar. Með þessum aðgerðum og öðrum, munum við væntanlega vera búin að bæta hag félagsins til mikilla muna innan tíðar. Það er gjaldkeri félagsins, Friðrik Friðriksson, sem hefur verkstjórn þessa verkefnis og vil ég þakka honum sérstaklega fyrir mikla vinnu í þessum efnum.

Mjög margir félagsmenn okkar hafa árlega samband við skrifstofuna og spurningin er iðulega sú sama: „ Hvar get ég veitt?" Það hefur aukist verulega undanfarin 5 ár að veiðimenn leigi sér veiðilendur, - einkum til gæsaveiða. Eg hef hins vegar haft spurnir af því að töluvert sé um að veiðimenn séu að falast eftir landi til leigu til þess að stunda þar rjúpnaveiðar. Á SKOTVÍS að hafa forgöngu um að leigja veiðilendur til gæsa- og rjúpnaveiða? Þessi spurning hefur oft verið rædd innan stjórnar SKOTVÍS. Ég er persónulega að komast á þá skoðun að SKOTVÍS ætti að kanna það með opnum hug hvaða möguleikar eru á þessum vettvangi. Ég hef undanfarin 2 ár rætt við sveitastjórnarmenn, bændur og landeigendur um möguleika á að félagið tæki að sér að miðla aðstöðu til veiða til félagsmanna sinna. Ég fæ ekki betur séð en að þetta ætti að geta gengið, því margir þeir sem hafa yfir veiðilendum að ráða telja það mikilsvert að veiðiálaginu sé stjórnað á einhvern hátt og vel sé gengið um náttúruna. Þá er víða um land mikið framboð af gistingu. Stjórn félagsins mun kanna þessi mál betur á næstunni en ég ítreka það sem ég sagði hér íyrr að ég tel að innan tíðar verði ekki hjá því komist að SKOTVÍS hafí frumkvæði að því að útvega félagsmönnum sínum aðgang að veiðilendum.

Nokkuð margir félagsmenn hafa verið í sambandi við skrifstofuna og spurst fyrir um veiðiferðir til útlanda. Gríðarleg aukning varð í þessum fyrirspurnum eftir að ljóst var að hátt í helmingur þeirra sem sóttu um leyfi til hreindýraveiða fékk ekki úthlutun þetta árið. Nokkrir aðilar hafa boðið upp á veiðiferðir til útlanda. Þá er eitthvað um það að menn hafa farið til annarra landa til veiða á eigin vegum. Nokkrir þeir sem hafa farið í veiðiferðir af þessu tagi hafa orðið fyrir töluverðum vonbrigðum, þó vissulega séu þeir fleiri sem hafa átt ánægjustundir við veiðar á erlendri grund. Af þessu tilefni var ég í sambandi við Skotveiðifélögin í Danmörku og í Svíþjóð. Frá þessum norrænu félögum okkar fékk ég mjög gagnlegar upplýsingar. Á formannafundi Norrænu Skotveiðifélagnna, sem ég sótti síðastliðið vor, fékk ég lista yfir möguleika á veiðum í Evrópu, Ameríku og í Afríku, þar sem sérstaklega hafði verið tekið tillit öryggis, kostnaðar og veiðilíka. Ég mun því á næsta stjórnarfundi SKOTVÍS leggja fram tillögu þess efnis að félagið hafí milligöngu um skipulagðar veiðiferðir til útlanda. Fargjöld til útlanda hafa lækka talsvert að undanförnu, það eru fáar tegundir veiðidýra á Íslandi. Veiðiferðir til útlanda eru því áhugaverður möguleiki sem við ættum að gefa frekari gaum.

Hvers vegna ættu skotveiðimenn að vera félagsmenn í SKOTVÍS. Jú, félagið stendur vörð um hagsmunamál veiðimanna. SKOTVÍS sinnir margskonar fræðslu til félagsmarma sínna. Nýlega var haldið námskeið um refaveiðar sem var svo vel sótt, að ekki komust allir að er vildu. Í blaðinu okkar SKOTVIS er að finna hvað mestan fróðleik um veiðar og veiðidýr sem til er í landinu. Hagsmunagæsla og fræðsla er kjarninn í starfsem SKOTVÍS - um það held ég að við getum öll verið sammála.

Ágætu félagar, - öll samtök og félög verða að þroskast og taka tillit til breyttra aðstæðna í samfélaginu. Ég nefni þetta hér vegna orða minna hér að framan um að líklegst væri kominn tími til að félagið hefði milligöngu í að úrvega félagsmönnum aðgang að veiðilendum og aðstöðu til veiða erlendis.

Á aðalfundinum í fyrra hélt Dr. Arnór Þórir Sigfusson stutt erindi um alvarlegt ástand blesgæsastofhsins. Árlega er talsverð minnkun í stofninum. Þessi fækkun er ekki vegna veiða, heldur vegna ástands á varpstöðum

blesgæsarinnar á Grænlandi. Líklegast er Kanadagæsin að flæma blesgæsina í burtu. Þeir sérfræðingar sem rannsakað hafa blesgæsina t.d. Dr. Tony Fox, telja að grípa þurfi til markvissra verndaraðgerða. Stjórn SKOTVÍS hefur rætt um það að það komi til greina að friða blesgæsina þar til stofninn hafi náð sér aftur á strik. Eg hef beðið Arnór að taka saman gögn um þetta mál, auk þess sem við munum fá nýjar upplýsingar um ástand blesgæsastofhsins frá Skotlandi innan tíðar. Þegar við verðum komin með þessar upplýsingar í hendur, munum við efna til almenns félagsfundar um þetta mál.

Við skotveiðimenn höfum staðið þétt saman og barist einarðlega fyrir afnámi rjúpnaveiðibannsins. En við verðum einnig að horfast í augu við það sem miður er og vera fúsir til að leiðrétta það sem ekki er eins og það á að vera. Síðastliðin tvö haust hefur okkur af og til verið bent á skefjalaust dráp á gæs, - sannkallaðar atvinnuveiðar. í haust sem leið var meira að segja komið svo, að illa gekk að losna við gæs, - markaðurinn var mettaður. Nú, eftir áramótin var meir að segja útsala á villigæs í Hagkaupum. Ástæðan fyrir því að ég tek þetta mál upp hér er að flest veitingahús og margar verslanir vilja ekki lærin, - aðeins bringurnar. Hvað verður um lærin? Ég veit það ekki, en það get ég sagt ykkur að okkur hafa borist nokkrar ábyggilegar ábendingar um að talsverðu magni af lærum hafi hreinlega verið kastað. Í tveimur tilvikum fannst nokkuð magn gæsalæra. Þeim veiðimönnum fjölgar stöðugt sem vilja sölubann á gæs, - ég hygg að það væri félaginu til framdráttar að beita sér fyrir sölubanni á gæs. Það er hins vegar mjög brýnt að veiðimenn nýti bráðina eins vel og unnt er. Við munum því, í samvinnu við veiðistjórnunarsvið Umhverfisstofiiunar beita okkur fyrir því að efnt verði til fræðsluátaks um betri nýtingu bráðarinnar. Væntanlega munuð þið bráðlega sjá freistandi og gómsætar uppskriftir á heimasíðu SKOTVÍS.

Eins og ykkur er öllum kunnugt, sóttu mun fleiri um leyfi til hreindýraveiða en fengu úthutað. Þær raddir hafa heyrst að nauðsynlegt sé að taka í gagnið réttlátara úthlutunarkerfi. Bent hefur verið á að þeir sem ekki hafi fengið úthlutað dýri í ár gangi fyrir í úthlutuninni á næsta ári. Vegna rjúpnaveiðibannsins ríkir óeðlilegt ástand í þessum efnum. Nýtt úthlutunarkerfi yrði nokkuð flókið og hætta er á að um það yrðu ekki allir sammála. Ég tel því að við verðum að bíða og sjá til hvort eins margir sæki um leyfi til hreindýraveiða á næsta ári. Ef sú verður raunin, kemur vitaskuld til greina að athuga breyttar aðferðir við úthlutunina. Ef áhugi manna á hreindýraveiðum heldur hins vegar áfram að aukast næstu árin, er aðeins eitt

svar til við því og það er að koma upp stofni hreindýra annars staðar á landinu. Ég hef reynt að þoka því máli áfrarn en það verður að segjast eins og er að þessar hugmyndir okkar hafa fallið í grýttan jarðveg hjá vestfirskum sauðfjárbændum. Hins vegar hafa margir íbúar Vestfjarða fagnað þessum hugmyndum. Það er því brýnt að reyna að þoka þessu máli áfram.

Hvers vegna á ég að vera í Skotveiðifélagi íslands? Því verður auðvitað hver og einn að svara fyrir sig. En án öflugra samtaka skotveiðimanna verður stöðugt gengið á rétt okkar. Nú liggur fyrir Þinginu tillaga frá Halldóri Blöndal um að veiðitími á önd verði styttur. Engin greinargerð fylgir með frumvarpinu né nein haldbær rök. Þingmaðurinn vill stytta veiðitímann, - af hverju? Af því bara!

Hverju eigum við von á frá Halldóri Blöndal og hans líkum næst? Það sem er alvarlegt í þessu máli er að þingmaðurinn hefur engin rök máli sínu til stuðnings. Veiðar úr íslenska andastofninum eru sjálfbærar og í ræðu sinni á Alþingi gerði þingmaðurinn sig sekan um órökstuddar dylgjur í garð íslenskra skotveiðimanna. Gegn þessu frumvarpi Halldórs Blöndals munum við berjast og beita öllum þeim ráðum sem við höfum. Hvaða ráð höfum við? Hvaða vopnum getum við beitt?

Við höfum aðeins eitt vopn, - og það er öflug hreyfing íslenskra skotveiðimanna. Styrkur okkar er fjöldi félaga. Agætu félagar, - að lokum þetta:

Það hefur aldrei verið brýnna en nú að fjölga félagsmönnum í SKOTVÍS. Það gerum við markvisst og best með því að hver og einn núverandi félagi komi með í það minnsta tvo nýja félaga í SKOTVÍS nú í haust. Við höfum ákveðið að hækka ekki ársgjald SKOTVÍS að þessu sinni. Allir veiðimenn sem eiga vopn og tilheyrandi útbúnað hafa efni á því að vera í hagsmunasamtökum sem SKOTVÍS.

Hvers vegna er það áríðandi að skotveiðimenn gangi í SKOTVÍS? Jú, því án öflugra félagasamtaka eins og Skotveiðifélags Íslands verður stöðugt þrengt að okkur. Veiðitíminn verður styttur, fleiri tegundir friðaðar og Íslendingum gert erfíðara að stunda skotveiðar í íslenskri náttúru. Síðastliðinn 5 ár hafa mál farið á þann veg að stöðugt er erfíðara fyrir unga og efnaminni skotveiðimenn að stunda áhugamál sitt. Við megum ekki gleyma því að síðustu 10 árin hefur skotveiðimönum fækkað hér á landi.

Ágætu félagar, við þessari öfugþróun er aðeins hægt að bregðast við á einn hátt og það er að við stöndum saman. Við verðum að fræða fólkið í landinu um veiðar á villtum dýrum. Við verðum að vera í fararbroddi í að tryggja velferð þeirra dýrastofna sem við veiðum úr. Við verðum að verjast þegar á okkur er ráðist. Við verðum að hafa undir höndum markvissar og ábyggilegar upplýsingar þegar andstæðingar okkar gera sig seka um að leyna staðreyndum og beita fölsum rökum máli sínu til stuðnings. Við verðum að vera í Skotveiðifélagi Íslands ef við ætlum áfram að stunda veiðar í íslenskri náttúru, - að eiga stund í Paradís!


Sigmar B. Hauksson 

Tags: félagsins, eins, hefur, hafa, verið, skotvís, verður, vegna, þetta, þessum, hafi, verðum, okkar
You are here: Home