Aðalfundur 2003 - Skýrsla formanns

Ræða Sigmars B. Haukssonar formanns Skotveiðifélags Íslands á aðalfundi félagsins 26. febrúar 2003 á Ráðhúskaffi í Reykjavík

Ágætu félagar!

Nú eru að verða liðin 7 ár frá því að ég tók við formennsku SKOTVÍS. Á þessum tíma hefur félagið þróast frá því að vera 300 manna félag áhugamanna um skotveiðar í það að verða rúmlega 2.000 manna öflug hagsmunasamtök íslenskra skotveiðimanna. Þýðingarmestu þættirnir í eflingu félagsins eru tvímælalaust ráðningstarfsmanns í hlutastarf og starfræksla skrifstofunnar. Útgáfa blaðsins okkar SKOTVÍS - fagrit um skotveiðar og útivist hefur einnig átt mikinn þátt í að efla félagið og kynna það út á við. Í dag fer það ekki á milli mála að Skotveiðifélag Íslands eru öflugustu samtök íslenskra skotveiðimanna. Stjórnvöld líta á félagið okkar sem málssvara skotveiðimanna. Ábyrgð okkar er því mikil. Mikið álag er því á skrifstofu félagsins, einkum á veiðitímanum, og einnig í kringum útgáfu blaðsins. Ljóst er því að það mun bráðlega koma að því að endurskipuleggja þarf starfsemi félagsins í samræmi við breytta tíma. Það er Ijóst að undirritaður er síðasti formaður SKOTVÍS sem mun vinna þetta mikla starf launalaust. Sanngjarnt er, og ég tel það raunar nauðsynlegt, að næstí formaður þiggi einhver laun fyrir vinnuframlag sitt. Með þessum orðum er ég ekki að segja það að ég sé að hætta sem formaður SKOTVÍS sé það á annað borð vilji þessa aðalfundar að ég haldi áfram formennsku í félaginu. Ég er aðeins að segja það að með auknum verkefnum og meiri krófum sem lagðar eru á félagið eykst vinnuálagið. Stjórn félagsins þarf því að fara að undirbúa að útvega félaginu auknar tekjur. Þessara tekna verður ekki aflað með hækkun félagsgjalda. Að mínu mati kemur helst til greina að félagið taki að sér að sinna einhverjum verkefnum sem ríkisvaldið sinnir nú og fengi einhver fjárframlög í staðinn. Þetta fyrirkomulag tíðkast t.d. á Bretlandseyjum og á Norðurlöndunum. Meðal þeirra verkefna sem félagið gæti sinnt værí umsjón með veiði- og skotvopnanámskeiðum og jafnvel útgáfa veiðikortanna. Snar þáttur í starfsemi SKOTVÍS er fræðsla af ýmsu tagi, á haustin fáum við hundruð símtala þar sem spurt er um allt milli himins og jarðar þó svo að landréttarmál séu stærsti málaflokkurinn. Í þessu fræðslustarfl hefur mikilvægi heimasíðu félagins aukist allverulega. Við höfum gert okkur far um að kynna síðuna eins vel og hægt hefur verið. Eins og ég sagði hér áðan gegnir blaðið okkar SKOTVÍS þýðingarmiklu hlutverki í að kynna félagið. Að auki gefum við um 6-8 fréttabréf árlega. Á undanfornum mánuðum hafa póstburðargjöld hækkað stöðugt. Póstburðargjöldin eru því orðin fjárhagslegur baggi á félaginu. Eins og kemur fram í ræðu gjaldkera stjórnar SKOTVÍS hafa nýjar reglur um endurgreiðslu virðisauka verið félaginu óhagstæðar og af því hlotist nokkur kostnaðarauki. Meðal þeirra sparnaðaraðgerða sem til greina kemur að grípa til er að hætta útgáfu fréttabréfsins og birta það efni sem að venju hefur verið í fréttabréfinu á heimasíðunni. Nánast allir félagsmenn SKOTVIS hafa aðgang að tölvum og ættu því að geta fengið allar þær upplýsingar sem verið hafa í fréttabréfinu og í raun mun meiri upplýsingar á heimasíðu félagsins.

Eins og öllum er kunnugt var gríðarleg umræða um ástand rjúpnastofnsins síðastliðið haust og halda mátti að stofninn væri að deyja út. Um tíma voru uppi raddir á Alþingi um að nauðsynlegt væri að friða rjúpuna í 5 ár. Þessi umræða einkenndist af miklum hugaræsingi og öfgum. Staðreyndin var hins vegar sú að ekki höfðu komið fram neinar nýjar upplýsingar um rjúpuna. Það er jafnan svo að þegar stofninn er í lægð þá gerast þær raddir æ háværari sem vilja friða rjúpuna og banna skotveiðar. Aðra tíma ársins og þegar stofninn er í uppsveiflu talar enginn um rjúpuna. Náttúrufræðistofnun og svokölluð villidýranefnd fjölluðu um aðgerðir til verndar rjúpunni. Vísindamenn og aðrir sem fjölluðu um málið voru alls ekki sammála um hvaða aðgerða ætti að grípa til. Skotveiðifélagið ákvað því að halda ráðstefnu um rjúpuna og fá á hana helstu sérfræðinga á sviði rjúpnarannsókna sem völ var á. Ráðstefnan var haldin 5. október síðastliðinn og tókst hún með ágætum. Það var ekki auðvelt verk fyrir umhverfisráðherra að taka ákvörðun í þessu erfiða máli. Ég hygg þó að ráðstefnan hafi auðveldað okkur að sameinast um aðgerðir sem flestir gátu sætt sig við. Stjórn SKOTVÍS lagði til að bannað yrði að selja rjúpu í verslunum og á veitingahúsum og að Reykjanesið yrði friðað, en þar er einmitt veiðiálagið mest á rjúpuna. Ráðherra fór að verulegu leyti eftir tíllögum okkar í SKOTVÍS en að vísu var rjúpnaveiðitíminn styttur um 10 daga í hvorn endann. Stjórn SKOTVÍS var andsnúin þessari styttingu og telur að hún hafi ekkert að segja. Við mótmæltum henni þó ekki þar sem margir félagsmenn SKOTVÍS voru fylgjandi styttingu veiðitímans. SKOTVIS gerir hins vegar alvarlegar athugasemdir við það ætli Landbúnaðar- og Umhverfisráðuneytín að leyfa innflutning á rjúpum frá Grænlandi. Ef af því verður er vonlaust að banna sölu á íslenskum rjúpum til verslana og veitingahúsa og sölubannið yrði marklaust. Ég bið þó fundarmenn að hafa það í huga að þessar tillögur umhverfisráðherra hafa enn ekki verið samþykktar í þinginu, þannig að þetta mál er ekki í höfn. Ég vil þó geta þess að félagið átti afar góða samvinnu við umhverfisráðherra síðast liðið haust þegar þessi mál voru efst á baugi. Þar sem Alþingiskosningar standa nú fyrir dyrum vil ég nota tækifærið og þakka umhverfisráðherra fyrir ánægjulegt samstarf og velvilja. Ég vil geta þess að við höfum að undanfornu verið í sambandi við umhverfisráðuneytið þess efnis að settar verði reglur um úthlutanir úr Veiðikortasjóði. Búið er að undirbúa og vinna þessa reglugerð og væntum við þess að hún verði samþykkt og taki gildi innan tíðar.

Það mál sem nú er efst á baugi í starfi félagisns og tekur eiginlegaallan okkar tíma þessa dagana er gerð æfingasvæðis á Álfsnesi sem við munum fá úthlutað innan skamms. Hér er um gríðarlega mikla framkvæmd að ræða sem hvílir aðallega á stjórn SKOTREYNAR.

Ljóst er að SKOTVÍS verður að standa að þessum framkvæmdum með SKOTREYNAR-félögum en þeir hafa lagt geypilega vinnu í að tryggja rétt okkar og að Reykjavíkurborg tryggði okkur sömu eða svipaða aðstöðu og Skotfélagi Reykjavíkur. Ég vil nota tækifærið og þakka stjórn SKOTREYNAR fyrir þessa miklu og fórnfúsu vinnu. Hér er um verkefni að ræða sem mun í það minnsta taka næstu 3 árin og mun verða eitt helsta verkefni félagisns næstu mánuðina. Vel útbúið skotæfingasvæði mun gjörbreyta og efla félagsstarfið og bjóða upp á mikla möguleika fyrir félagsmenn okkar á höfuðborgarsvæðinu. Ég vil hvetja alla félagsmenn tíl að aðstoða okkur eftir föngum, inna þarf af hendi mikla sjálfboða vinnu í að byggja upp svæðið.

Á undanförnum árum hafa æ fleiri lög og reglur er varða Evrópska efnahagssvæðið tekið gildi hér á landi. Líkur eru á að á næstunni muni þessi lög og þessar reglugerðir fara að snerta veiðar og nýtingu villtra dýrastofna og taka gildi á Íslandi. í þessu sambandi verðum við að halda vöku okkar og það gerum við best með því að taka þátt í starfi norrænu skotveiðifélaganna, eins og við höfum raunar gert núna undanfarin 2 ár. Um leið og áhrif evrópskra laga um veiðar á villtum dýrum fer að gæta hér á landi tel ég nauðsynlegt að Skotveiðifélag Íslands gangi í Evrópusamtök skotveiðifélaga sem eru býsna öflug og hafa getað stöðvað ýmsar fáránlegar reglugerðir er snerta veiðar á villtum dýrum.

Ágætu félagar! Ég hef hér farið yfir starfsemi félagsins síðast liðið ár og fjallað um helstu málin sem eru framundan. Ég tel að aldrei í sögu félagsins hafi hlutverk SKOTVÍS verið mikilvægara fyrir íslenska skotveiðimenn. Sem dæmi má nefna að uppi eru hugmyndir um að setja á stofn þjóðgarð norðan Vatnajökuls og jafnvel víðar. Veiðar eru ekki leyfðar í þjóðgörðum á Íslandi, alla vega ekki enn. Hér verðum við að vera vel á verði. Margir bændur og landeigendur eru afar óánægðir með lög um þjóðlendur, telja að með lögunum sé freklega gengið á eignarrétt þeirra. Hver gætir hagsmuna landlausra Íslendinga og hver gætir hagsmuna útivistarfólks? Einnig hér verðum við að standa vörð um núgildandi Iög um þjóðlendur og að þessi málaflokkur verði áfram í því ferli sem hann er nú í. Það er að segja að deilumál fái eðlilega málsmerðferð og afgreiðslu fyrir dómstólum.

Ég gat þess í upphafi að ég hef verið formaður SKOTVIS í 7 ár. Miklar breytingar hafa orðið á þessum tíma. Enn um sinn er ég reiðubúinn að vinna fyrir félagið og berjast fyrir hagsmunum íslenskra skotveiðimanna. Ég get þó ekki náð neinum árangri einn, þið verðið að styðja mig í þessu krefjandi starfi. Það gerið þið best með því að afla nýrra félaga og taka með virkum hætti þátt í félagsstarfinu. Ef okkur tekst að efla félagið enn frekar og verðum samhent í baráttunni fyrir réttindum okkar munum við ná árangri. Við skulum hafa það hugfast að það gætir enginn hagsmuna okkar nema við sjálfir.

Sigmar B. Hauksson 

Tags: félagið, félagsins, þess, hefur, hafa, verið, skotvís, okkur, þó, stjórn, taka, okkar
You are here: Home