Aðalfundur 2002 - Skýrsla formanns

Ræða Sigmars B. Haukssonar formanns Skotveiðifélags Íslands á aðalfundi félagsins 27. febrúar 2002 í Ráðhúskaffi í Reykjavík

Ágætu SKOTVÍS-félagar!

Það er nú komin ný öld, nýjir tímar - breytt viðhorf í ýmsum málum. Í því sambandi mætti nefna á sviði reksturs fyrirtækja og stofnana og viðhorf þjóðarinnar til náttúrunnar. Viðhorf skotveiðimanna hafa einnig breyst. Flestir skotveiðimenn búa nú og starfa í þéttbýli. Enginn þarf nú að stunda skotveiðar sér til lífsviðurværis, skotveiðar eru fyrst og fremst útivera, náttúruupplifun, skemmtilegt og heilbrigt tómstundagaman. Breytt viðhorf íslenskra skotveiðimanna kristallaðist vel í skoðanakönnun sem félagið gerði á meðal félagsmanna síðast liðið vor. Þar kom meðal annars fram að ef grípa þarf til varnaraðgerða til verndar einhverjum þeirra dýrastofna sem veitt er úr vilja 72.68% aðspurðra að bannað verði að selja villibráð til verslana og veitingahúsa. Þessar upplýsingar og aðrar sem komu fram í skoðanakönnuninni eru afar mikilvægar. Veiðistjóraembættið er nú um þessar mundir með yfirgripsmikla skoðanakönnun í gangi um viðhorf veiðimanna til ýmissa mála. Ástæðan fyrir því að ég geri þessi mál að umræðuefhi hér er til þess að benda á það að félagsmenn SKOTVÍS eru tilbúnir til að axla ábyrgð. Við viljum að þeir dýrastofnar sem veitt er úr séu sterkir og heilbrigðir. Við erum tilbúnir að taka þátt í verndaraðgerðum sé þess þörf, en þær aðgerðir verða að vera grundvallaðar af skynsemi og ábyggilegum vísindarannsóknum en ekki augnablikshughrifum og vafasömum niðustöðum fátæklegra vísindarannsókna. Síðastliðið haust var rjúpnaveiðin nánast í algjöru lágmarki. Sú spurning hefur vaknað hvort veiðiálag á stofninn sé of mikið þegar hann er neðst niðri í niðursveiflunni. Við höfum ekki fengið nein svör við þessum spurningum okkar sem hægt er að byggja á. Til að svara þessum þýðingarmiklu spurningum og öðrum er varða rjúpuna hefur stjórn félagsins ákveðið að halda ráðstefhu um rjúpuna nú í haust. Til þessarar ráðstefnu hefur verið boðið þremur virtum vísindamönnum á sviði rjúpnarannsókna og með ráðstefnu þessari vill Skotveiðifélagið leggja sitt af mörkum til þess að sem ábyggilegastar upplýsingar séu til um rjúpuna.

Starfsemi félagsins gekk vel og á liðnu ári var hún í nokkuð föstum skorðum. Fréttabréfið kom út 10 sinnum á árinu og hið glæsilega málgagn okkar SKOTVÍS - fagrit um skotveiðar og útivist kom venju samkvæmt út í ágústmánuði. Á síðastliðnu ári voru haldnir 8 fræðslufundir sem flestir voru ágætlega sóttir. Verkefhið "Láttu ekki þitt eftir liggja", sem er eins og flestir vita átak þess efhis að veiðimenn taki með sér notuð skothylki sín og annarra til byggða, er samstarfsverkefni

SKOTVÍS og OLÍS. Tveir heppnir skotveiðimenn fengu ávísanir upp á 75.000 krónur hvor, annars vegar vöruúttekt á bensínstöðvum OLÍS og hins vegar 75.000 vöruúttekt í versluninni Ellingsen. Þetta landhreinsunarverkemi hefur svo sannarlega skilað árangri því enginn vafi er á því að þeim veiðimönnum fjölgar stöðugt sem taka notuð skohylki með sér til byggða. Við hyggjumst efla enn frekar þetta þarfa átak og í ár verða veitt verðlaun að upphæð 150.000 krónur, eða frítt eldsneyti í eitt ár.

Merkilegur þáttur í starfsemi félagsins á liðnu ári var gerð skoðanakönnunar á meðal félagsmanna SKOTVÍS þar sem viðhorf þeirra til veiða og vopna voru könnuð. Niðurstöðurnar voru athyglisverðar en þær birtust sem kunnugt er í seinasta SKOTVÍS-blaði. Niðurstöður könnunarinnar auðvelda stjórn félagsins mjög allar ákvarðanatökur. Eins og áður hefur komið fram er Veiðistjóraembættið nú um þessar mundir að framkvæma viðamikla skoðanakönnun á meðal veiðimanna. Næsta haust ætti því að liggja fyrir nokkuð góð mynd eða vitneskja um skoðanar skotveiðimanna til hinna ýmsu mála er varða skotveiðar. Niðurstöður þessara kannana gagnast Alþingi og opinberum stofhunum sem þurfa að taka ýmsar ákvarðanir varðandi vopn og skotveiðar.

Vefsíðan okkar verður æ vinsælli og vil ég nota tækifærið og þakka vefstjóranum okkar Olgeiri Gestssyni fyrir samviskusemi og góð störf. Við hyggjumst efla vefsíðuna okkar enn frekar og auglýsa hana.

Að venju fóru félagsmenn í hina árvissu menningar- og skemmtiferð til Minnesota. Þess má geta að alls hafa um 250 félagsmenn farið í þessar vinsælu ferðir. Í ár var hins vegar gert hlé á þessum ferðalögum, og má segja að þar hafi komið tvennt til. Var það fyrst og fremst hátt gengi dollarans og einnig samdráttur hér innanlands. Við höfum þó hug á því að halda þessum ferðalögum áfram og erum nú að kanna möguleika á að skipuleggja veiðiferðir fyrir félagsmenn til annarra landa.

Samskipti félagsins við stjórnvöld hafa verið með miklum ágæturn en því miður með einni undantekningu þó. Í 4 ár hefur SKOTVÍS barist fyrir því að gerðar verði breytingar á skotvopnalöggjöfinni þess efhis að heimilt verði að veita leyfi fyrir rifflum með hlaupi allt að 10 mm eða 40 cal. Afl riffla er margfeldið af hraða og þyngd kúlunnar en þar kemur þvermál kúlunnar þessu máli ekkert við. Því er ákvæðið um þá ákveðnu stærð sem leyfð er úti í hött. Það er skemmst frá því að segja að í 4 ár hefur okkur ekkert miðað í þessu máli og eitthvað meira en lítið virðist vera að í stjórnsýslu Dómsmálaráðuneytis. Sú lítilsvirðing sem ráðuneytið hefur sýnt okkur er aldeilis með ólíkindum. Nú er mælirinn fullur og ef okkur verður ekki svarað von bráðar munum við grípa til okkar ráða. Ég vil því biðja félagsmenn okkar um að fylgjast vel með þróun þessara mála næstu vikurnar.

Stærsta hagsmunamál SKOTVÍS þessa dagana er hins vegar að útvega nýjan völl til skotæfinga. Ljóst er að framtíðarlausn er ekki í sjónmáli í þessum málum næstu 2-4 árin. Rætt hefur verið um að byggja sameiginlegan völl við Straumsvík fyrir félögin á höfuðborgarsvæðinu. Þetta er vissulega hugmynd sem eftir á að þróa frekar og ég hef því undanfarið beitt mér fyrir því að finna skammtímalausn á þessu máli. Það mál er í athugun og hefur Ívar Pálsson stjórnarmaður fylgt þessu máli okkar eftir. Það verður að segjast eins og er að ekki hefur skort á vilja borgarinnar og borgarfulltrúanna að finna lausn á þessu máli. Mjög stórt land í nágrenni borgarinnar er vatnsverndarsvæði og mikil umferð annars útivistarfólks er um hin óbyggðu svæði í borgarlandinu og nágrenni þess. Ég er þrátt fyrir allt vongóður um að farsæl lausn verði fundin á þessu máli innan tíðar. Væntanlega munum við reka þetta svæði í samvinnu við Skotfélag Reykjavíkur.

Mikill skortur hefur verið á góðu og auðskiljanlegu fræðsluefhi um skotveiðar hér á landi og einkum hefur vantað gott myndefni. Skotveiðifélögin á Norðurlöndum hafa látið gera fræðandi og vel gerðar myndbandsspólur um skotveiðar. Vissulega gætum við fengið þetta efni og þýtt textann yfir á íslensku en staðreyndin er hins vegar sú að eðli veiðanna, náttúrufar, tegundir veiðidýra og hefðir eru allt aðrar hér á Íslandi en í nágrannalöndunum. Þess vegna hefur stjórn SKOTVIS ákveðið að ráðast í gerð myndbands um skotveiðar á Íslandi. Hefur félagið fengið styrk úr veiðikortasjóði til verkefhsins. Myndbandið verður væntanlega komið á markað næsta haust. Er það von okkar að myndband þetta eigi eftir að gagnast íslenskum skotveiðimönnum næstu árin og auka skilning almennings á skotveiðum.

Á síðastliðnu ári höfðum við verulegar áhyggjur af mikilli fækkun í grágæsastofninum en grágæsin er nú eins og alkunna er kornin á válista Náttúrufræðistofnunar. Af þessu tilefni setti umhverflsráðherra á fót nefnd sem átti að koma með hugmyndir að varnaraðgerðum ef þurfa þætti og var formaður SKOTVÍS formaður þessar ágætu nefndar. Þá var haldin ráðstefna íslenskra og breskra fuglafræðinga um ástand gæsastofnanna og var hún haldin á Hvanneyri í Borgarfirði. Í stuttu máli má segja að svo virðist sem grágæsastofninn sé vantalinn eða ekki til nægjanlega ábyggilegar upplýsingar um stærð stofnsins. Ein ástæðan getur verið sú að þegar grágæsirnar eru taldar á vetrarstöðvum í Skotlandi sé enn eirthvað eftir af grágæs á Íslandi. Brýnt er að fá áreiðanlegri upplýsingar um stærð grágæsastofnsins. Þess má geta að stjórn SKOTVÍS telur ekki grundvöll fyrir því að grípa til varnaraðgerða fyrr en þessar upplýsingar liggja fyrir.

Skotveiðifélag Íslands er orðinn virkur þátttakandi í samstarfi norrænu skotveiðifélaganna og getum við haft mjög mikið gagn af þessu samstarfi. Nú er til dæmis verið að ræða um samnorrænt veiðikort, um nýjar reglur um flutning vopna innan Evrópu, um bann við notkun blýkúlna í riffílskot og fleiri málaflokka. Við verðum að hafa það í hug að nú orðið eru sett margskonar lög innan Evrópusambandsins eða stofnana þess sem við verðum að fara eftir. Þess vegna er nauðsynlegt fyrir okkur að fylgjast vel með þeim málum sem snerta vopn og veiðar. Ég get nefht sem dæmi að norrænu skotveiðifélögin munu beita sér af alefli gegn hugmyndum um að banna blýkúlur í riffla, enda er enn ekki komið á markað neitt efni sem getur komið í staðinn fyrir blý í riffilkúlur. Eigum við kost á að fá án endurgjalds margs konar fræðsluefni frá norrænu skotveiðifélögunum.

Eins og kom fram í ræðu minni á seinasta aðalfundi hafði fjárhagsstaða félagsins versnað nokkuð í lok ársins 2000. Ýmsar ástæður lágu fyrir því svo sem aukinn kostnaður við útgáfu blaðsins okkar, lág félagsgjöld og það að starfsemi félagsins hafði aukist til mikilla muna. Með fjárhagslegri endurskipulagningu, aðhaldsaðgerðum, hækkun félagsgjalda og lækkun útgáfukostnaðar hefur okkur tekist að rétta skútuna við ef svo má að orði komast og er nú fjárhagur félagsins viðunandi. Þess má geta að félagsgjöld SKOTVÍS eru með þeim lægstu sem um getur á meðal félaga sem veita félagsmönnum sínum svipaða þjónustu og SKOTVÍS.

Ágætu SKOTVÍS-félagar! Ég hef hér rakið starfsemi félagsins á seinasta ári. Starfsemin í ár mun verða með svipuðu sniði og á liðnu ári. Mál málanna munu þó verða þau að koma upp æfingasvæði fyrir vorið og ljuka gerð fræðslumyndbands um vopn, veiðar og SKOTVÍS. Þá eru í bígerð nokkrar endurbætur á skrifstofuhúsnæði SKOTVÍS. Þá hyggjumst við efla heimasíðu félagsins og kynna hana enn frekar. Skotveiðifélag Íslands er nú helsti málsvari íslenskra skotveiðimanna og leita Alþingi og stjórnvöld í æ ríkari mæli til félagsins um ýmis mál. SKOTVÍS er umsagnaraðili um flest öll þau mál er varða náttúruvernd og veiðar. En allri vegsemd fylgir ábyrgð. Þess vegna er það nauðsynlegt að SKOTVIS hafi frumkvæði í tillögugerð og komi fram með hugmyndir er varða vopn, nýtingu og verndun villtra dýra og veiða almennt. Má vera að við þurfum að taka ákvarðanir sem ekki allir verða sáttir við, stjórn félagsins á hverjum tíma verður að taka þann slag. Með tilkomu netsins og þeirra skoðanakannana sem gerðar hafa verið og verið er að gera höfum við mun betri upplýsingar um skoðanir félagsmanna okkar. Við munum án efa kanna hug félaganna til umdeildra mála og nýta okkur netið í þeim tilgangi. Viðhorf almennings og stjómvalda til skotveiða hafa batnað til mikilla muna á seinustu árum. Það má án vafa þakka að einhverju leyti þróttmiklu starfi SKOTVÍS. En fyrst og fremst má þó þakka það að íslenskir skotveiðimenn eru orðnir betri veiðimenn, þ.e.a.s. þeir ganga betur um náttúruna, fjöldi veiddra dýra er ekki aðalmálið heldur aðrir þættir svo sem félagsskapurinn og náttúmupplifunin. Það er einmitt þetta sem skiptir höfuðmáli, það er gleðin og ánægjan við að veiða - vera þátttakandi í náttúrunni en ekki áhorfandi.

Sigmar B. Hauksson 

Tags: félagsins, þess, hefur, hafa, verið, skotvís, upplýsingar, okkur, þetta, þessu, viðhorf, þessar, okkar
You are here: Home