Aðalfundur 2001 - Skýrsla formanns

Ræða Sigmars B. Haukssonar formanns Skotveiðifélags Íslands á aðalfundi félagsins 21. febrúar 2001 í Ráðhúskaffi í Reykjavík

Ágætu SKOTVÍS-félagar!

Við erum öll sammála um að nú er ný öld gengin í garð og nú má segja að skotveiðar hafi verið stundaðar hér á landi í 100 ár. Á þessum tíma hafa orðið byltingarkenndar breytingar á íslensku samfélagi. í upphafi 20. aldarinnar voru byssur afar frumstæðar og veiðar stundaðar fyrst og firemst til að afla nauðsynlegs matar og tíl að drýgja heimilistekjurnar. Nú eru aðrir tímar, allir hafa nóg að bíta og brenna og enginn þarf að afla sér tekna með því að selja veiðibráð. Ég mun koma að þessum breyttu viðhorfum síðar í máli mínu.

Starfsemi Skotveiðifélags Íslands var með svipuðum hætti og undanfarin ár. Fréttabréfið kom út 11 sinnum á árinu og hið glæsilega málgagn okkar, SKOTVÍS - fagrit um skotveiðar og útivist, kom að venju út í ágústmánuði. Á síðastliðnu ári voru haldnir 8 fræðslufundir sem voru ágætlega sóttir og kom það fyrir að húsnæðið var of lítið, svo góð var aðsóknin. Ánægjulegur þáttur í starfinu á seinasta ári var undirritun samstarfssamnings okkar og OLÍS að viðstöddum umhverfisráðherra um átak þess efnis að veiðimenn tækju með sér notuð skothylki sín og annarra til byggða. Að þessu tilefni lét SKOTVÍS gera veggspjald með brýningarorðum um að menn hirði upp notuð skothylki - þessu veggspjaldi var svo dreift um allt land. Veiðimenn voru hvattir til að afla sér poka á bensínstöðvum OLÍS og setja í þá notuð skot. Pokum þessum má svo skila á næstu OLÍS stöð. Þegar poka með skothylkjum var skilað á sölustað OLÍS fyllti veiðimaðurinn út þátttökuseðil sem síðan fór í pott. Og verðlaunin eru ekki af verri endanum, en dregin verða út tvö nöfn. Annars vegar verður veitt 75.000 króna vöruúttekt á bensínstöðvum OLÍS og hins vegar 75.000 króna vöruúttekt í versluninni Ellingsen í Reykjavík. Verkefni þetta skilaði mun betri árangri en búist var við og verður því haldið áfram.


Fjárhagsstaða félagsins versnaði nokkuð í lok seinasta árs og eru fyrir því nokkrar ástæður. Fyrsta og þýðingarmesta ástæðan er sú að útgáfukostnaður við SKOTVÍS blaðið hefur aukist um hart nær 15% og á sama tíma hefur verð auglýsinga lækkað að raunvirði 10%. Einnig hefur póstkostnaður hækkað verulega eða yfir 25%. Þá tekur mjög langan tíma að fá auglýsingarnar greiddar eða allt upp í 6 mánuði og dæmi eru um að það hafi tekið heilt ár. Við þetta verður ekki unað. Það er því ljóst að stjórn félagsins verður að endurskoða útgáfustarfsemina. Það væri afar slæmt ef við þyrftum að hætta útgáfu blaðsins, sem eiginlega er stolt okkar og hefur vakið verulega athygli, enda eina fagritið um skotveiðar sem gefið er út reglulega hér á landi. Þá hefur blaðið venð einstaklega góð kynning fyrir félagið út á við.

Annnar þáttur lakari fjárhagsstöðu félagsins er að umfang starfseminnar er stöðugt að aukast, æ fleiri félagsmenn leita til félagsins vegna ýmissa málefna. Þeim fjölgar stöðugt sem biðja um aðstoð okkar við að fá veiðileyfi og upplýsingar um veiðilendur -æ fleiri á meðal hinna yngri félagsmanna SKOTVÍS eiga stöðugt erfiðara með að komast í veiði. Þá leita stjórnvöld og ýmsar stofnanir mun meira til skrifstofunnar varðandi ýmis mál. Félagsgjald SKOTVÍS er með þeim lægsru sem gerist og gengur ef miðað er við svipuð félög, og örugglega það lægsta ef miðað er við þá rniklu þjónustu sem félagið veitir. Það er því ljóst að ef skrifstofan á að halda uppi sama þjónustustigi verðum við að hækka félagsgjóldin um 500 krónur, eða þá að draga úr þjónustunni. Þess má geta að ársgjaldið hefur verið óbreytt frá því árið 1997. Ég get fullvissað félagsmenn að ýtrasta sparnaðar er gætt í rekstri félagsins. Það er hins vegar umhugsunarvert að mörg þau verkefni sem skrifstofa SKOTVÍS sinnir ætti í raun hið opinbera að sinna. í því sambandi mætri nefna Lögregluna, Dómsmálaráðuneytið, Umhverfisráðuneytið, Ríkislögreglustjóra og Veiðistjóra. Við erum nær daglega að svara margs konar fyrirspurnum og erindum sem áðurnefnd embætti ættu að svara. Þá hefur SKOTVÍS eitt félaga og stofnana unnið að umhverfismálum er snerta skotveiðar. í því sambandi mætti nefna áskorun til veiðimanna að hafa ávallt pinnann í hálfsjálfvirkum haglabyssum sínum og þetta með að veiðimenn hirði upp notuð skothylki eftir sig og aðra. Vissulega er það í verkahring SKOTVÍS að sinna áróðursmálum af þessu tagi en þess ber að geta að líklega eru aðeins um 25% virkra skotveiðimanna hér á landi félagsmenn í Skotveiðifélagi Íslands. Félagið er sem sagt að vinna ýmis verk sem hið opinbera ætti að inna af hendi. Þess vegna er það sanngjörn ósk stjórnar SKOTVÍS að fara fram á það við fjárlaganefhd Alþingis að hún styrki starfsemi SKOTVÍS til þeirra góðu og þörfu verka sem hér hefur verið lýst. Ég vil þó taka það fram að þó fjárhagur félagsins sé í járnum þá erum við ekki skuldug að ráði og ástandið hefur oft verið verra, en eins og áður hefur komið fram telur stjómin nauðsynlegt að hækka félagsgjöldin um 500 krónur. Þessi fyrirhugaða hækkun var kynnt í fréttabréfi SKOTVÍS í október síðast liðnum og þeir félagsmenn sem voru andvígir henni beðnir um að láta heyra frá sér. Það hefur hins vegar enginn gert, þessi hógværa hækkun er nauðsynleg til að mæta ýmsum kostnaðarhækkunum og til þess að tryggja áframhaldandi kröftugt starf félagsins. Ég vil þó nota tækifærið hér og biðja ykkur um að samþykkja þessa tillógu um hækkun félagsgjaldanna því hún er nauðsynleg.

Eins og þið hafið eflaust tekið eftir í fjölmiðlum er mikil umræða á landsbyggðinni um framkvæmd laga um þjóðlendur. Það hefur nefnilega komið í ljós að vel flestir Alþingismenn hafa ekki skilið lögin um þjóðlendur þó svo að þeir hafi samþykkt þær á sínum tíma. Landeigendur telja mjög að sér vegið í þessum efhum og telja að fjármálaráðherra fari offari í þessu máli. Það er vissulega ekki nema eðlilegt að landeigendur vilji tryggja eignarrétt sinn enda víða mikið í húfi. Hitt er annað mál að vandséð er að sjá hverjir gæta hagsmuna okkar skotveiðimanna og annars útivistarfólks, það er að segja okkar þessara landlausu íslendinga. Lítið heyrist frá þingmönnum Reykvíkinga í þessu efhum. Hér verðum við að halda vöku okkar, þjóðlendumálið skiptir okkur skotveiðimenn gífurlega miklu máli. Látið því í ykkur heyra og fylgist með þróun mála og látið okkur í stjórninni vita ef ykkur er kunnugt um að einhverjir séu að eigna sé land sem þeir ekki eiga.

Annað áhyggjuefhi okkar er hvað fækkað hefur í grágæsastofhinum. Sérfræðingar Náttúrufræðistofnunar telja að helsta ástæða þessarrar fækkunar sé ofveiði. Samkvæmt upplýsingum frá Veiðistjóra voru árið 1998 skotnar 37.289 grágæsir og 33.901 grágæsir skotnar árið 1999. Upplýsingar um ástand grágæsastofnsins fást einnig með talningu á vetrarstöðvum á Bretlandseyjum. Þá eru grágæsir taldar og merktar en árið 1999 voru 350 grágæsir merktar hér á landi. Ef niðursveiflan í grágæsastofninum heldur áfram er ljóst að grípa verður til einhverra verndunaraðgerða. Ef það er rétt sem vísindamenn halda að íslenski grágæsastofninn hafi árið 1999 talið 75.000 fugla, að 30% stofnsins sé skotinn hér á landi og einhver viðbót á Bretlandseyjum, er ljóst að veiðiálagið er of mikið. Stjórn SKOTVÍS telur þó rétt að bíða eftir upplýsingum um ástand grágæsastofhsins í lok þessa árs áður en gripið verður til einhverra aðgerða. Ef niðursveiflan heldur áfram þá er það skylda okkar að styðja og taka þátt í viðeigandi verndunaraðgerðum.

Með nýjum lögum um hreindýraveiðar og breytta starfsemi hreindýraráðs er óhætt að segja að skipulag hreindýraveiða sé að þróast í rétta átt. Að vísu er það óásættanlegt að SKOTVIS eigi ekki fulltrúa í hreindýraráði. Við höfum verið að vinna að því að fá áheyrnarfulltrúa í hreindýraráð með tillögurétt og rétt til að sitja alla fundi. Þessi mál eru enn ekki til lykta leidd og svo virðist sem meirihluti hreindýraráðsmanna vilji ekki að fulltrúi SKOTVÍS fái að sækja alla fundi ráðsins, heldur aðeins suma fundi,og þá væntanlega þá fundi sem meirihlutanum hentar að við sækjum. Að þessu getum við ekki gengið - annað hvort fáum við að sækja alla fundi ráðsins eða enga. Umhverfisráðuneytið er að reyna að finna lausn á þessu máli og er vonandi að það takist á næstu vikum. Alls bárust 377 umsóknir um leyfi til hreindýraveiða en í ár má veiða 460 dýr. Einhverjir umsækjendur eru ekki með tilskilin byssuleyfi þannig að telja má víst að einhverjir umsækjenda falli út, það ættu því nær allir þeir sem sækja um leyfi til hreindýraveiða að fá úthlutað dýri. Til að forðast allar deilur um að úrdráttur leyfanna sé ekki réttur og að grunur sé um að rangt sé við haft mun nú í fyrsta sinn vera notuð tölvutækni við úrdráttinn.

Nú er ljóst að senn mun Umhverfisráðuneytið fara að huga að þvi að takmörkuð verði notkun býhagla við veiðar. SKOTVÍS hefur kannað þessi mál mjög vel og höfurn við undirbúið okkur undir það nefndarstarf sem í vændum er. Þetta mál er enn á byrjunarreit og því lítið um það að segja á þessu stigi málsins.

Á aðalfundinum í fyrra kom fram tillaga þess efhis að SKOTVÍS beitti sér fyrir því að hreindýr verði flutt af Austurlandi og á önnur svæði, td. á Reykjanes og á Vestfirði. Þessu máli hefur lítið miðað og er ástæðan sú að yfirdýralæknir er andvígur flutningi hreindýranna vegna smithættu. Þessu máli verður erfitt að fylgja eftír nema komi til þingsályktunartillaga. Næsta skref í þessu máli er því að fá þingmann til að bera fram tillögu þess efhis að hreindýr verði flutt að austan, t.d. yfir á Reykjanes. Mun ég ræða þessi mál við þingið nú um mánaðarmótin.

Mikið ófremdarástand er nú að skapast hvað varðar möguleika borgarbúa til að æfa skotfimi. Vellir Skotfélags Reykjavíkur og SKOTREYNAR eru að hverfa undir íbúabyggð. Engin lausn er enn í sjónmáli í þessum efhum. Ein ástæða þess er sú að ekki virðist grundvöllur fyyrir því að félögin í Reykjavík eigi og reki saman æfingasvæði. Það skal þó tekið fram að við í stjóm SKOTREYNAR og SKOTVÍS höfum ekkert á móti því - það eru aðrir sem standa gegn gerð sameiginlegs æfingasvæðis. Það verður þó að segjast eins og er að borgaryfirvöld hafa sýnt okkur vissan skilning í þessum málum, og eigum við nokkra ágæta stuðningsmenn í hópi borgarfulltrúa. En tíminn líður ófluga og við megum engan tíma missa. Þess vegna erum við þessa dagana að leita að svæði sem næst borginni. Vonandi skýrast þessi mál innan tíðar því við höfum augastað á einum tveimur stöðum, nú þarf að kanna hvort leyfi fáist til að reka skotæfmgasvæði þar og hvaða stuðning við fáum fá borgaryfirvöldurn í þessu máli. Ég vil nota tækifærið og þakka stjórn SKOTREYNAR fyrir hvað þeir hafa annast svæðið okkar einstaklega vel og veitt frábæra þjónustu við erfiðar aðstæður.

Skotveiðifélag Íslands er nú aftur orðinn virkur þátttakandi í samstarfi norrænu skotveiðisambandanna. Sótti ég formannafund félaganna síðastliðið vor en hann var haldinn í Danmörku. Við getum haft mjög mikið gagn af þessu samstarfi því þessi félög eru mjög öflug, t.d. eru starfsmenn sænska skotveiðisambandsins yfir 100 talsins og rekur félagið veiðiskóla. Þessir norrænu félagar okkar eru tilbúnir að aðstoða okkur á allan hátt. Þeir hafa meðal annars veitt okkur ómetanlegar upplýsingar um ýmsa þætti banns við notkun blýhagla og upplýsingar um efni sem geta komið í staðinn fyrir blý. Þá hafa þeir framleitt mikið úrval fræðsluefnis, meðal annars myndbönd. Í athugun er hvort við getum nýtt okkur þetta efni á einhvern hátt. Við munum sýna sumt af því efhi sem við höfum fengið á myndbandsspólum á rabbfundum á næsta ári.

Jóhann Hjartarson fyrrverandi gjaldkeri SKOTVÍS hefur nú um árabil séð um bókhald félagsins. Jóhann lætur nú af því starfi þar sem hann hefur nú hafið framhaldsnám. Jóhann var gjaldkeri SKOTVÍS í 8 ár og hefur að öðrum ólöstuðum unnið óeigingjarnt og fórnfúst starf í þágu félagsins. Ég vil nota tækifærið og fyrir hönd félagsins þakka Jóhanni fyrir allan þann tíma sem hann hefur varið í þágu SKOTVÍS og óska honum velfarnaðar í námi sínu við Háskólann í Reykjavík,

Ágætu félagar! Ég hef hér í grófum dráttum skýrt ykkur frá starfsemi SKOTVÍS á liðnu ári. Að vísu hef ég ekki enn minnst á hina árvissu menningar- og skemmtiferð félagsins til Minnesota. Þesssari ferðir eru eiginlega orðnar að fastri hefð því um 200 félagsmenn og gestir þeirra hafa farið með SKOTVÍS til Minnesota. Það er athyglisvert að margir fara með okkur ár eftir ár og segir það nokkuð til um vinsældir þessara ferða. Má vera að við gerum ekki nóg af því að eiga góðar stundir saman og skemmta okkur. Þetta er atriði sem nýkjörin stjórn ætti að athuga - það er að segja að reyna að gera félagsstarfið skemmtilegra og fjörugra.

í upphafi máls míns benti ég á að skotveiðar landsmanna hafa mikið breyst á undanförnum árum, Frábær fatnaður, góðar og sterkar bifreiðar og öryggistæki eins og GPS og farsímar auðvelda okkur veiðarnar. Þetta og notkun tálfugla, hunda og betri vopna, ásamt ýmsu öðru, auka afköst manna við veiðarnar. Við verðum því að vera vel á verði að við göngum ekki of nærri þeim dýrastofnum sem við veiðum úr. Við erum öll sammála um að við viljum geta stundað veiðar í íslenskri náttúru um ókomin ár. Þá ber okkur skylda til að sjá til þess að komandi kynslóðir veiðimanna taki við sterkum stofnum veiðidýra. Eins og áður hefur verið nefnt eru blikur á lofti hvað varðar grágæsastofninn. Það er afar mikilvægt að við getum náð samstöðu um verndaraðgerðir gerist þeirra þörf. Þær raddir verða háværari að engin ástæða sé til að leyfa sölu á bráð -það sé ekki siðferðislega rétt nú í góðærinu. Auðvitað er þetta afar umdeild fullyrðing. Stjórn SKOTVÍS hefur hins vegar talið að sé nauðsynlegt að grípa til einhverra verndunaraðgerða sé besti kosturinn fyrir félagsmenn SKOTVÍS að banna sölu á bráð, fremur en að stytta veiðitímann eða friða stór svæði. Við erum nú að undirbúa skoðanakönnun til að kanna hug félagsmanna um þessi sem og önnur mál er snerta skotveiðar. Niðurstöður þessarar skoðanakönnunar munu auðvelda stjórn félagsins að koma fram með tillögur sem líkur eru á að sem flestir félagsmenn SKOTVÍS geti sætt sig við. Eða eins og einn af stofnendum SKOTVÍS komst svo skemmtilega að orði á 20 ára afmæli félagsins þá er kominn tími til að við hættum að drepa og förum að veiða.

Hjördís Andrésdóttir fundarritari 

Tags: félagsins, þess, voru, hefur, hafa, skotvís, félagsmenn, okkur, verður, þetta, þessi, þessu, okkar
You are here: Home