Aðalfundur 2000 - Skýrsla formanns

Ræða Sigmars B. Haukssonar formanns Skotveiðifélags Íslands á aðalfundi félagsins 23. febrúar 2000 í Ráðhúskaffi í Reykjavík


Ágætu félagsmenn SKOTVÍS!

Enn á ný erum við saman komin á aðalfundi Skotveiðifélags Íslands. Þetta er á vissan hátt sérstök stund því við höfum kvatt öldina sem var að líða og heilsað nýrri. Það er ekki langt síðan SKOTVÍS átti 20 ára afmæli, það er því ekki á þessari stundu þörf á að líta til baka. Það er þó mikilvægt að það komi fram að Skotveiðifélag Íslands er í eðlilegum og góðum vexti, fjárhagur félagsins er traustur, félagsstarfið hefur verið blómlegt og blaða-og fréttabréfaútgáfa félagsins gengur mjög vel. Ég er ekki með þessum orðum að segja að ekki megi ýmislegt betur fara í starfsemi félagsins en í öllum meginmálum gengur rekstur SKOTVÍS mjög vel, alla vega ef miðað er við starfsemi annarra útivistarfélaga og samsvarandi félaga. Ég mun koma að þessu atriði síðar.


Starfsemi SKOTVÍS er eiginlega komin í nokkuð fastar skorður. Skrifstofa félagsins er opin hálfan daginn tvisvar í viku. Níu mánuði ársins eru haldnir rabbfundir eða opið hús. Fundir þessir eru orðinn snar þáttur í starfsemi SKOTVÍS og virðast þeir njóta töluverðrar hylli á meðal félagsmanna. Á þessum fundum gefst félagsmönnum kostur á að fræðast og fá upplýsingar um ýmislegt er varðar skotveiðar og viðra skoðanir sínar. Það er athyglisvert að aldrei hefur þurft að fella niður fund vegna ónógrar þátttöku og mun það vera einsdæmi í frjálsu félagastarfí hér í höfuðborginni þar sem fólk í dag virðist hafa lítinn tíma til félagsstarfa. Mesta hitamál síðast liðins árs var án efa umræðan um framtíð Eyjabakka.

  1. 20. febrúar var haldin ráðstefna um áhrif vatnsaflsvirkjana á gæsastofninn. 
  2. 2. september var haldinn opinn fundur með þingmönnum og fulltrúa Alþjóða Náttúruverndarsjóðsins (World Wide Fund) um gæsirnar og Eyjabakka. Þessi ráðstefna og fundur voru haldin til þess að félagsmönnum gæfist kostur á því að fá sem bestar upplýsingar um þetta viðamikla mál, einkum um áhrif fyrirhugaðra virkjanaframkvæmda á gæsirnar. Ráðstefnan um áhrif virkjana á heiðagæsina var afar vönduð og þar héldu erindi helstu sérfræðingar um þennan málaflokk. Þessi ráðstefha og fundur um Eyjabakka vakti verulega athygli og var ítarlega fjallað um efnið í fjölmiðlum. 
  3. Þá var 6. október haldinn fjölmennur fundur í Norræna húsinu í samráði við Umhverfisráðuneytið um friðun rjúpu í nágrenni Reykjavíkur og ástand rjúpnastofnsins. 
  4. 18. ágúst kom svo hið glæsilega tímarit okkar út, SKOTVÍS - fagrit um skotveiðar og útivist. Hefur blaðið okkar sjaldan eða aldrei verið eins glæsilegt. Þá voru 11 fréttabréf gefin út á síðastliðnu ári. Mikilvægi fréttabréfsins hefur stöðugt verið að aukast enda vart hægt að hugsa sér betri aðferð til að vera í stöðugu og jöfnu sambandi við félagsmenn SKOTVÍS um land allt. 

Eins og áður sagði er skrifstofa félagsins opin tvo hálfa daga í viku. Fjöldi félagsmanna og aðrir leita til skrifstofunnar, margir hafa lent í vandræðum og þurfa á aðstoð að halda, aðrir eru að leita upplýsinga. Ég tel að þetta sé einn mikilvægasti þátturinn í starfsemi félagsins. Skrifstofa SKOTVÍS er í raun eini aðilinn sem íslenskir skotveiðimenn og raunar ýmsir aðrir geta leitað til og þá ekki síst yfirvöld. Ekki má í þessu sambandi gleyma gleði-, menningar- og fræðsluferð SKOTVÍS til Minnesota, en um 100 manns fóru í tvær ferðir í fyrra og komust færri með en vildu. Ferðir þessar tókust frábærlega vel og kunna félagsmenn vel að meta frumkvæði SKOTVÍS í þessum efhum þar sem skotveiðimönnum gafst tækifæri á að skemmta sér saman og kynnast betur á erlendri grund.

Eins og áður hefur komið fram var framtíð og örlög Eyjabakka eitt helsta deilumál þjóðarinnar á liðnu ári - sumir segja hið mesta allt frá stofnun íslenska lýðveldisins 1944. Skotveiðifélag Íslands sá sig knúið að hafa nokkur afskipti af þessu máli þar sem ljóst er að fyrirhugaðar virkjunarframkvæmdir muni hafa einhver áhrif á heiðagæsastofninn. SKOTVÍS sem félag hefur enga skoðun á því hvort byggja eigi orkuver eða álbræðslu. Félagið vill hins vegar láta kanna eins vel og unnt er hvaða áhrif fyrirhugaðar framkvæmdir hafi á heiðagæsastofninn. Þeir sérfræðingar sem SKOTVÍS hefur leitað til, bæði erlendir og innlendir, eru sammála um að fyrirhugaðar framkvæmdir muni svo sannarlega hafa áhrif á heiðagæsastofninn, enginn veit hins vegar hversu mikil þau áhrif verða. Það hefur því verið okkur töluvert áhyggjueíhi að það er hreinlega gert ráð fyrir því að heiðagæsastofninn gæti minnkað vegna gerðar uppistöðulóns á Eyjabökkum. SKOTVÍS hefur ítrekað bent á að ekki er hægt að stjórna stærð villtra dýrastofna eins og vatni úr krana. Hvaða afleiðingar mun það hafa ef hundruðir heiðagæsa muni þyrpast í Þjórsárver til að fella flugfjaðrir sínar? Hvaða áhrif mun það hafa á ungana sem þar eru fyrir? Það er mörgum spurningum ósvarað í þessum efhum. Stjórnvöld bentu þráfaldlega á að skýrsla Landsvirkjunar um náttúru Eyjabakkasvæðisins, sem svo hefur verið kallað, myndi vera ígíldi lögformlegs umhverfismats. Þegar skýrslan kom svo fyrir almenningssjónir kom í ljós að þar var engum spurningum svarað um örlög heiðagæsanna, engar frekari rannsóknir höfðu verið gerðar og í skýrslunni mátti benda á nokkrar hreinar rangfærslur. Krafa Skotveiðifélags Íslands hefur einfaldlega verið sú að við fyrirhugaðar virkjunarframkvæmdir verði tekið fullt tillit til heiðagæsarinnar og tilvist hennar ekki ógnað á nokkurn hátt. Þá teljum við nauðsynlegt að hefja rannsóknir á áhrifum vatnsaflsvirkjana á hálendi Íslands á heiðagæsastofninn. Þetta er best gert með því að þessar miklu framkvæmdir verði settar í lögformlegt umhverfismat. Þess vegna hefur SKOTVÍS einarðlega stutt kröfuna um að þessar framkvæmdir fari í lögformlegt umhverfismat. Þessari kröfu hefur Alþingi hafnað, það eru því miklar líkur á því að Eyjabökkum verði sökkt undir vatn og heiðagæsastofninn verði fyrir skakkaföllum. Að vísu er ekki búið að hnýta alla hnúta í þessu máli og enn er ekki búið að ákveða að fullu hvort af framkvæmdum verði. Ef sú ákvörðun verður tekin og ráðist verður í gerð uppistöðulóns á Eyjabökkum mun ég ásamt öðrum fulltrúum SKOTVÍS ganga á fund forstjóra Landsvirkjunar og hefja viðræður við fynrtækið um að allt verði gert til þess að heiðagæsin verði fyrir sem minnstum hugsanlegum skakkaföllum vegna framkvæmda á Eyjabökkum.

Eftir kosningar í vor sem leið tók nýr umhverfisráðherra við embætti, Siv Friðleifsdóttir. Vænti SKOTVÍS mikils af samstarfi við hinn nýja ráðherra þar sem hún og fjölskylda hennar eru áhugasamir veiðimenn. Á sama tíma kvöddum víð Guðmund Bjarnason ráðherra. Það má segja að í ráðherratíð Guðmundar hafi fyrst verið komið á virku samstarfi SKOTVIS og stjórnvalda. Guðmundur Bjarnason reyndist okkur skotveiðimönnum vel, það var fyrir hans tilstuðlan að skotveiðimenn fengu aðgang að ríkisjörðum sem ekki eru í byggð og mætti nefna nokkur önnur dæmi um hlýhug Guðmundar í garð okkar skotveiðimanna. Ég vil nota tækifærið fyrir hönd okkar í SKOTVÍS og flytja Guðmundi Bjarnasyni þakkir fyrir ánægjulegt samstarf á liðnum árum og við óskum honum velfarnaðar í nýju starfi.

Nýr
umhverfisráðherra hefur ekki verið lengi í starfi en það sem af er hefur samstarf við Umhverfisráðuneytið gengið vel. Það kom okkur því í opna skjöldu þegar gjöld fyrir veiðikort voru hækkuð um 300 krónur án nokkurs samráðs við SKOTVÍS. Þessi ákvörðun Fjármála- og Umhverfísráðuneytis, og síðar samþykkt Alþingis, voru okkur mikil vonbrigði og má segja að afgreiðsla þessa máls hafi verið með eindæmum þar sem, eins og áður sagði, ekkert samráð var haft við SKOTVÍS, Veiðistjóraembættið eða Villidýranefnd. Formaður SKOTVÍS var kallaður á fund umhverfisnefhdar Alþingis þar sem þessari ákvörðun var mótmælt og benti undirritaður á aðrar leiðir til að auka fé í Veiðikortasjóði. Ekki var tekið tillit til mótmæla formanns SKOTVÍS og var tillaga þessi samþykkt með miklum meirihluta á hinu háa Alþingi. Sem betur fer eiga íslenskir skotveiðimenn nokkra málsvara á Alþingi sem við afgreiðslu málsins mótmæltu tillögunni. Það er ekki þessi fjárhæð 300 krónur sem skiptir máli í þessu samhengi heldur það að þetta mál var keyrt áfram án nokkurs samstarfs við þá sem málið varðar. Umhverfisráðherra hefur tjáð mér að það hafi verið miður að ekki hafi verið haft samband við okkur um afgreiðslu þessa máls og verðum við að vona að hér hafi um mistök verið að ræða í stjórnkerfínu - mistök sem ekki eigi eftir að endurtaka sig. Skotveiðifélag Íslands hefur um nokkurn tíma talið nauðsynlegt að settar verði reglur um úthlutun úr veiðikortasjóði. Umhverfisráðherra hefur nú sett á laggirnar nefnd til að setja reglur um úthlutun úr sjóðnum og á SKOTVÍS fulltrúa í nefndinni. Höfuðkrafa SKOTVÍS mun verða sú að fé úr sjóðnum verði ekki notað til grunnrannsókna og að veiðikortasjóður verði fyrst og fremst notaður til rannsókna á veiðidýrum.

Þessa dagana er 
verið að ljúka endurskoðun laganna um hreindýraveiðar. SKOTVÍS og Skotveiðifélag Austurlands sameinuðust um tillögur sem ég lagði fyrir nefnd þá sem er að vinna að endurskoðun laganna. Tillögur SKOTVÍS og SKAUST eru í stuttu máli þær helstar að Hreindýraráð úthluti öllum leyfum og að leyfin verði ekki framseljanleg. Þær eru í stuttu máli þannig að hverju leyfi verði úthlutað til ákveðins einstaklings og ef hann noti ekki leyfið þá skili hann því aftur til hreindýraráðs og fái það endurgreitt að mestu. Þá lögðum við til að núverandi eftirlitsmannakerfi verði lagt niður. Tillaga okkar byggist á því að tekið verði upp svokallað innsiglakerfi, þ.e.a.s. að með veiðileyfiunu fylgi innsigli sem fest yrði á fellt dýr. Dýr án innsiglis yrði samkvæmt því dýr sem fellt hefur verið í leyfisleysi. Þeir veiðimenn sem eru að fara til veiða í fyrsta sinn myndu samkvæmt tillögum okkar þurfa að hafa með sér veiðieftirlitsmann, sömuleiðis erlendir veiðimenn og þeir sem það vilja. Aðrir eða vanir veiðimenn þyrftu því ekki að hafa með sér eftirlitsmann. Verður athyglisvert að sjá hvort nefndin taki tillit til óska okkar í þessum efnum. Ég vil því hvetja félagsmenn SKOTVÍS og alla hreindýraveiðimenn til að fylgjast vel með þegar breytingar á hreindýralögunum verða ræddar í þinginu, sem væntanlega verður í næsta mánuði.

Eins og kom fram í máli mínu hér á undan er starfsemi SKOTVÍS í föstum skorðum og hagur félagsins góður. En vissulega má ýmislegt gera betur. I þeim efnum tel ég að við þurfum að auka þjónustuna við þá félagsmenn sem búa utan stór-Reykjavíkursvæðisins. Skotveiðifélag Íslands eru landssamtök, ótrúlega margir félagsmenn okkar búa úti á landsbyggðinni og eiga því ekki kost á sömu þjónustu og þeir sem búa hér í Reykjavík. Við reynum að halda tengslum við þessa félagsmenn eins vel og unnt er, t.d. í gegnum fréttabréfið. En betur má ef duga skal. Eitt af því sem við getum gert er að halda fræðslufundi og námskeið úti á landi. Þetta er þá aðeins hægt ef nægjanleg aðsókn verður að því sem í boði verður -það er því mikið undir félagsmönnum okkar á landsbyggðinni komið að þessi tilraun takist. Ég held hins vegar að það sé vel þess virði að reyna þetta.

Tveir stjórnarmenn ganga nú úr stjórn, það eru þeir Halldór Þorvaldsson meðstjórnandi og Jóhann Hjartarson gjaldkeri, en þess má til gamans geta að Jóhann hefur verið í stjórn félagsins síðan 1990 eða í 10 ár. Ég vil nota tækifærið og þakka þessum heiðursmönnum kærlega fyrir samstarfið og þá vinnu sem þeir hafa innt af hendi fyrir SKOTVÍS. Um leið vil ég nota tækifærið og bjóða nýja stjórnarmenn velkomna til starfa.

Ágætu félagar. Ég hef nú rakið fyrir ykkur starfsemi SKOTVÍS á liðnu ári. Allt það sem fram hefur farið verður ekki tíundað frekar hér. Innan félagsins eru starfandi ýmsar nefhdir, siðanefhd, nefhd sem er að endurskoða   skotvopnalöggjöfina   og   svo   er   það   Skotveiðiskólann.


Stjórnvöld leita nú í auknum mæli til SKOTVÍS vegna mála er snerta skotveiðar og náttúruvernd. Staða Skotveiðifélags Íslands er því sú að félagið er málsvari íslenskra skotveiðimanna gagnvart Alþingi og stjórnvöldum. Það er því afar brýnt að SKOTVÍS leiði og hafi forgöngu í öllum þeim málum er snerta skotveiðar. Ég hef heyrt gagnrýnisraddir sem segja að við eigum ekki að vera að fjalla um mál sem geta verið óþægileg fyrir okkur skotveiðimenn. Mætti í því sambandi nefna umræðuna um bann við sölu á villibráð og notkun hálfsjálfvirkra haglabyssa. Ég er þessu afar ósammála - okkur ber hreint og beint skylda til að fjalla um þessi mál og koma með tillögur sem við getum öll sætt okkur við. Við getum, áður en langt um líður, orðið að takast á við spurningar eins og hvort stytta eigi veiðitímann t.d. á rjúpu eða banna sölu á bráð, hvort banna eigi hálfsjálfvirkar haglabyssur eða breyta þeim í 3ja skota (krumpa) eða hvort banna eigi blýhögl. Þessi mál munu koma upp á Alþingi á næstu árum. Þangað til verðum við að kappkosta að misstíga okkur ekki, fara eftir settum reglum, skrifuðum og óskrifuðum. Hirða notuð skothylki, okkar og annarra, hafa pinnann ávallt í byssunni, veiða en ekki drepa. Ég er sannfærður um að alþingismenn munu hlusta á skoðanir okkar og taka tillit til óska okkar sé það vel ígrundað og faglegt.


Við lifum á einkennilegum tímum, þjóðin er að vakna af djúpum svefni hvað varðar útivist og náttúruvernd. Tugþúsundir íslendinga stunda útivist af einhverju tagi, eiga sumarbústaði og jeppa. Náttúruvernd mun fá aukið vægi í stjórnmálaumræðunni. Það sést meðal annars á umræðum á Alþingi og stöðugt koma nýjar tillögur um þjóðgarða. Þeim fjölgar stöðugt sem segjast ekkert taka nema myndir, ekkert drepa nema tímann og ekkert skilja eftir nema sporin. Við veiðimenn verðum að halda vöku okkar, við skulum gæta að því að samkvæmt lögum eru veiðar bannaðar í þjóðgörðum. Skotveiðar eru holl og skemmtileg útivist, veiðar eru að vera þátttakandi í náttúrunni en ekki aðeins áhorfandi. Ágætu félagar og vinir, verði ég endurkjörinn formaður SKOTVÍS mun ég sem áður reyna að tryggja að stjórnvöld taki tillit til skoðana okkar, að SKOTVÍS verði þátttakandi en ekki áhorfandi í þjóðmálaumræðunni um skotveiðar og náttúruvernd.

Sigmar B. Hauksson


Tags: félagsins, hefur, þar, íslands, hafa, verið, skotvís, verði, okkur, þessi, áhrif, okkar
You are here: Home