Aðalfundur SKOTVÍS 2017
- Details
- Published on 18 February 2017
- Hits: 560

Aðalfundur Skotvís árið 2017 verður haldinn laugardaginn 25. febrúar næstkomandi. Fundurinn fer fram að Ofanleiti 2 í Reykjavík (höfuðstöðvar Verkís - norðurinngangur). Fundurinn hefst klukkan 15.00 með ávarpi umhverfisráðherra, Bjartar Ólafsdóttur. Strax að erindi hennar loknu hefjast hefðbundin aðalfundarstörf.
Fyrirlestur fyrir veiðimenn um hreindýraveiðar á Grænlandi
- Details
- Published on 15 May 2016
- Hits: 892

Sunnudaginn 22. maí kl. 16:00 mun Christine Cuyler halda fyrirlestur um hreindýraveiðar á Grænlandi. Fyrirlesturinn fer fram á ensku.
Christine sér um rannsóknir á hreindýrum og sauðnautum fyrir Náttúrufræðistofnun Grænlands í Nuuk. Hún ber ábyrgð á ráðgjöf um veiðar og veiðikvóta til grænlenskra yfirvalda.
Christine er með doktorspróf í líffræði frá Oslóarháskóla og hefur starfað um árabil í Grænlandi og leggur sjálf stund á veiðar.
Chris mun segja veiðisögur og koma víða við í umfjöllun um veiðar og veiðimenningu á grænlandi.
Fyrirlesturinn verður haldinn í félagsheimili Skotreynar á Álfsnesi, kaffi og meðí verður í boði.
Vinsamlegast sendið póst á netfangið
Rjúpnatalning í byrjun maí
- Details
- Published on 19 April 2016
- Hits: 1198

Skotvís hefur í allmörg ár tekið þátt í rjúpnatalningu NÍ á vorin. M.a. hafa verið taldar rjúpur í Vestur Húnavatnssýslu, nánar tiltekið milli Miðfjarðar og Víðidals. Skotvís hefur staðið straum af kostnaði við ferðir og gistingu en oftast hafa þátttakendur gist eina nótt að Dæli í Víðidal.
Stefnt var að því að fara norður föstudaginn 6. maí en vegna veðurs hefur ferðinni verið frestað. Nú er áætlað að fara föstudaginn 20. maí og að lagt verði af stað eftir vinnu. Talningamenn hafa venjulega...
Fæðuskortur, ekki skotveiðar, mesti áhrifavaldur fækkunar svartfugla
- Details
- Published on 28 March 2016
- Hits: 925

Í ljósi talsverðar umræðu um stöðu veiða á svartfugli að undanförnu birtir Skotvís hér úttekt um málið sem unnin var fyrir tímarit félagsins síðasta haust.
Skotveiði ein og sér hefur ekki teljandi áhrif á svartfuglsstofna að mati Umhverfisstofnunar og Skotvís. Þetta kemur meðal annars fram í skýrslu um verndun og endurreisn svartfuglsstofna sem birt var í lok árs 2011. Hópnum var falið að fjalla sérstaklega um nýtingu og veiðar hér á landi í ljósi stöðu stofnanna. Skortur á fæði við...
Sjálfbærni veiðistofna 2016
- Details
- Published on 07 April 2016
- Hits: 922
Umhverfisstofnun stendur fyrir ráðstefnu í tengslum við úthlutanir úr veiðikortasjóði þann 15.apríl 2016. Ráðstefnan ber heitið „Sjálfbærni veiðistofna 2016“, sjá viðhengi. Dagskráin er mjög vegleg þar sem fjallað verður um stöðu helstu veiðitegunda á víðum grundvelli. Ráðstefnan er ókeypis og öllum opin. Enginn sem hefur áhuga á veiðum ætti að láta hana framhjá sér fara. Mikilvægt er að þeir sem hyggjast mæta skrái sig á heimasíðu Umhverfisstofnunar:
DAGSKRÁ...
SKOTVÍS vill endurskoðun á svartfuglaveiðum
- Details
- Published on 21 March 2016
- Hits: 1046

Vegna fréttar á Vísi um fækkun stuttnefjunnar vill stjórn SKOTVÍS koma eftirfarandi á framfæri:
SKOTVÍS deilir áhyggjum yfir slæmu ástandi stuttnefjustofnsins og fleiri svartfuglsstofna, þá fyrst og fremst teistu og lunda. Því er hér kærkomið tækifæri til að skýra aðeins afstöðu félagsins gagnvart þessum málum. Samkvæmt þeim takmörkuðu upplýsingum sem borist hafa um veiðar Grænlendinga á stuttnefju virðist vera um óhóflega magnveiði að ræða, og því ástæða til að setja spurningarmerki við...
More Articles...
- SKOTVÍS skoðar hljóðdemparamál
- Aðalfundur SKOTVÍS 2016
- SKOTVÍS fundaði með umhverfisráðherra
- Tvö svæðisráð á einni helgi
- Skotvís á ferðinni 15 og 16 janúar 2016
- Áhugaverð erindi fyrir veiðimenn
- SKOTVÍS kærir sveitarstjórn Húnaþings vestra
- Nýr formaður Skotvís
- Aðalfundur SKOTVÍS 2015
- Fréttatilkynning frá stjórn SKOTVÍS - Félagsgjöld 2015